Er ekki kominn tími á samvinnu í borginni? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2022 16:01 Er til eitthvað leiðigjarnara en að vera settur í teymi með samstarfsfélaga sem er svo fastheldinn á sína sýn á málunum að ekkert kemst í verk nema það sé gert eftir hans nefi? Samvinna er nauðsynleg til að leiða mál til lykta, þroskast, ná árangri og uppfylla það sem vinnuveitandinn réði okkur í vinnu til að gera. Eru stjórnmálin eitthvað öðruvísi? Borgararnir ráða þau sem bjóða sig fram til þjónustu til þess að viðhalda rammanum um samfélag okkar og leiða það til velsældar. Hver og ein stjórnmálamanneskja er ráðin til þjónustu við alla borgara, ekki bara þá sem kusu hana. Hvort sem okkur stjórnmálafólki líkar það betur eða verr hafa borgarar ráðið fulltrúa fleiri flokka en okkar eigin í vinnu og það er skylda okkar að vinna með þeim, miðla málum og finna lausnir, borgarbúum öllum til heilla. Dyggðin liggur mitt á milli öfganna Aristóteles sagði dyggðina liggja mitt á milli tveggja öfga. Hugrekkið er hvorki heigulshátturinn né fífldirfskan - það er ígrundaða áhættan í miðjunni, heilbrigð skynsemi. Það sama á við hér. Ofangreint er síður en svo ætlað sem meðmæli með því að stjórnmálafólk verði samdauna hvert öðru. En einhver hlýtur millivegurinn að vera á milli þess að staðna vegna sífelldra illdeilna og þess að samþykkja allt skilyrðislaust – ekki satt? Það sem einkennt hefur samræður mínar við samborgara mína undanfarið hafa verið áhyggjur af því hversu mikið átakapólitíkinni hefur tekist að ryðja sér rúms hér í borginni. Það er þetta sífellda annað hvort eða. Þéttum byggð eða fjölgum uppbyggingasvæðum, einkabíllinn eða almenningssamgöngur, mín leið eða bara alls ekki neitt. Þetta rýrir traust til alls kerfisins eins og kemur fram í nýlegri könnun á trausti til stofnana þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er í neðsta sæti með 23%. Framsókn í Reykjavík vill efla samvinnu í borgarpólitíkinni og leita leiða til þess að leysa vandamálin sem blasa við okkur þannig að sem flestir borgarbúar geti blómstrað í nærandi og manneskjulegu umhverfi. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Árelía Eydís Guðmundsdóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Er til eitthvað leiðigjarnara en að vera settur í teymi með samstarfsfélaga sem er svo fastheldinn á sína sýn á málunum að ekkert kemst í verk nema það sé gert eftir hans nefi? Samvinna er nauðsynleg til að leiða mál til lykta, þroskast, ná árangri og uppfylla það sem vinnuveitandinn réði okkur í vinnu til að gera. Eru stjórnmálin eitthvað öðruvísi? Borgararnir ráða þau sem bjóða sig fram til þjónustu til þess að viðhalda rammanum um samfélag okkar og leiða það til velsældar. Hver og ein stjórnmálamanneskja er ráðin til þjónustu við alla borgara, ekki bara þá sem kusu hana. Hvort sem okkur stjórnmálafólki líkar það betur eða verr hafa borgarar ráðið fulltrúa fleiri flokka en okkar eigin í vinnu og það er skylda okkar að vinna með þeim, miðla málum og finna lausnir, borgarbúum öllum til heilla. Dyggðin liggur mitt á milli öfganna Aristóteles sagði dyggðina liggja mitt á milli tveggja öfga. Hugrekkið er hvorki heigulshátturinn né fífldirfskan - það er ígrundaða áhættan í miðjunni, heilbrigð skynsemi. Það sama á við hér. Ofangreint er síður en svo ætlað sem meðmæli með því að stjórnmálafólk verði samdauna hvert öðru. En einhver hlýtur millivegurinn að vera á milli þess að staðna vegna sífelldra illdeilna og þess að samþykkja allt skilyrðislaust – ekki satt? Það sem einkennt hefur samræður mínar við samborgara mína undanfarið hafa verið áhyggjur af því hversu mikið átakapólitíkinni hefur tekist að ryðja sér rúms hér í borginni. Það er þetta sífellda annað hvort eða. Þéttum byggð eða fjölgum uppbyggingasvæðum, einkabíllinn eða almenningssamgöngur, mín leið eða bara alls ekki neitt. Þetta rýrir traust til alls kerfisins eins og kemur fram í nýlegri könnun á trausti til stofnana þar sem borgarstjórn Reykjavíkur er í neðsta sæti með 23%. Framsókn í Reykjavík vill efla samvinnu í borgarpólitíkinni og leita leiða til þess að leysa vandamálin sem blasa við okkur þannig að sem flestir borgarbúar geti blómstrað í nærandi og manneskjulegu umhverfi. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun