Hækkum hvatagreiðslur í 60.000 krónur Sighvatur Jónsson skrifar 4. maí 2022 21:30 „Góðan dag, ég heiti Sighvatur og er nýfluttur í Innri-Njarðvík,“ sagði ég hátt og snjallt við starfsmann í byggingavöruverslun í Reykjanesbæ sumarið 2018. Hann svaraði brosandi: „Ég votta þér samúð.“ Með frábærum húmor sem minnti mig á heimahagana í Vestmannaeyjum kom maðurinn því vel til skila með þessum orðum að hann væri Keflavíkurmegin í lífinu. Ég sprakk úr hlátri sem varð til þess að afgreiðslumaðurinn baðst afsökunar á þessu góðlátlega gríni. „Ef þú vilt losna við svona brandara þá skaltu bara segjast vera nýfluttur í Reykjanesbæ. Þá vitum við að þú ert aðkomumaður,“ sagði hann vinalegri og ráðgefandi röddu. Íþróttir, menntun, menning og markaðsmál Maður þarf að hafa húmor fyrir ríg sem ríkir á milli nágrannaliða eins og Keflavíkur og Njarðvíkur. Ég spilaði fótbolta í Eyjum lengst af með Þór. Ég fór reyndar yfir í Tý í 3. flokki og hef því reynslu af því að spila með bláa liðinu og því græna. Ég hef kynnst ýmsum hliðum samfélagsins í Reykjanesbæ eftir búsetu í Innri-Njarðvík þetta kjörtímabil. Konan mín kennir á svæðinu, börnin æfa fótbolta með Njarðvík og ég er í Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Njarðvíkur ásamt því að syngja með Sönghópi Suðurnesja. Íþrótta- og menntamál standa mér nærri. Einnig menningar- og markaðsmál eftir áralanga reynslu af fjölmiðlum, dagskrárgerð, framleiðslu heimildarmynda og vinnslu ýmis konar kynningarefnis til stafrænnar markaðssetningar. Hvatagreiðslur fyrir 4-18 ára Sem ég er kallaður Hvati hef ég séð hversu mikilvægar svokallaðar hvatagreiðslur eru fyrir iðkendur íþrótta í Reykjanesbæ. Ég og félagar mínir í Framsókn erum sammála um hversu áríðandi það er að berjast fyrir því strax að öll börn á aldrinum 4-18 ára njóti þessarar niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu. Við munum jafnframt beita okkur fyrir því á komandi kjörtímabili að hvatagreiðslurnar verði hækkaðar í 60.000 krónur. Reykjanesbær styður vel við íþróttafélögin í sveitarfélaginu. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggjum við í Framsókn áherslu á að bæta við þann stuðning. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var hafist handa við byggingu nýs íþróttahúss við Stapaskóla í Innri-Njarðvík sem á eftir að bæta enn frekar umgjörð körfuboltans í Reykjanesbæ. Ný Ljónagryfja verður eitt af glæsilegum höfuðvígum körfuboltans á landinu. Tryggjum íbúum Reykjanesbæjar jöfn tækifæri. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Reykjanesbær Börn og uppeldi Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Góðan dag, ég heiti Sighvatur og er nýfluttur í Innri-Njarðvík,“ sagði ég hátt og snjallt við starfsmann í byggingavöruverslun í Reykjanesbæ sumarið 2018. Hann svaraði brosandi: „Ég votta þér samúð.“ Með frábærum húmor sem minnti mig á heimahagana í Vestmannaeyjum kom maðurinn því vel til skila með þessum orðum að hann væri Keflavíkurmegin í lífinu. Ég sprakk úr hlátri sem varð til þess að afgreiðslumaðurinn baðst afsökunar á þessu góðlátlega gríni. „Ef þú vilt losna við svona brandara þá skaltu bara segjast vera nýfluttur í Reykjanesbæ. Þá vitum við að þú ert aðkomumaður,“ sagði hann vinalegri og ráðgefandi röddu. Íþróttir, menntun, menning og markaðsmál Maður þarf að hafa húmor fyrir ríg sem ríkir á milli nágrannaliða eins og Keflavíkur og Njarðvíkur. Ég spilaði fótbolta í Eyjum lengst af með Þór. Ég fór reyndar yfir í Tý í 3. flokki og hef því reynslu af því að spila með bláa liðinu og því græna. Ég hef kynnst ýmsum hliðum samfélagsins í Reykjanesbæ eftir búsetu í Innri-Njarðvík þetta kjörtímabil. Konan mín kennir á svæðinu, börnin æfa fótbolta með Njarðvík og ég er í Barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Njarðvíkur ásamt því að syngja með Sönghópi Suðurnesja. Íþrótta- og menntamál standa mér nærri. Einnig menningar- og markaðsmál eftir áralanga reynslu af fjölmiðlum, dagskrárgerð, framleiðslu heimildarmynda og vinnslu ýmis konar kynningarefnis til stafrænnar markaðssetningar. Hvatagreiðslur fyrir 4-18 ára Sem ég er kallaður Hvati hef ég séð hversu mikilvægar svokallaðar hvatagreiðslur eru fyrir iðkendur íþrótta í Reykjanesbæ. Ég og félagar mínir í Framsókn erum sammála um hversu áríðandi það er að berjast fyrir því strax að öll börn á aldrinum 4-18 ára njóti þessarar niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu. Við munum jafnframt beita okkur fyrir því á komandi kjörtímabili að hvatagreiðslurnar verði hækkaðar í 60.000 krónur. Reykjanesbær styður vel við íþróttafélögin í sveitarfélaginu. Fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar leggjum við í Framsókn áherslu á að bæta við þann stuðning. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var hafist handa við byggingu nýs íþróttahúss við Stapaskóla í Innri-Njarðvík sem á eftir að bæta enn frekar umgjörð körfuboltans í Reykjanesbæ. Ný Ljónagryfja verður eitt af glæsilegum höfuðvígum körfuboltans á landinu. Tryggjum íbúum Reykjanesbæjar jöfn tækifæri. Höfundur skipar 6. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun