Gestirnir níu voru þau: Vilhelm Neto, Arnar Gauti Sverrisson, Egill Ploder, Kristjana Arnarsdóttir, Róbert Aron Magnússon, Tinna Hrafnsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Klara Elíasdóttir og Ágúst Beinteinn.
Spurningin var einföld og hljóðaði svona: Það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? Svörin voru fjölbreytt og nokkuð spaugileg.
Til að mynda sagði fjölmiðlakonan Kristjana Arnarsdóttir einstaklega skemmtilega sögu frá því þegar hún hellti vatni yfir glænýja tölvu í tíma í Háskóla Íslands.
Kristjönu þótti atvikið svo vandræðalegt að hún lét eins og ekkert hefði gerst og þóttist glósa á ónýta tölvu út tímann.
Hér að neðan má hlusta á fleiri mjög vandræðalegar sögur. Gleðilegt sumar.