Seðlabankastjóri vonar að ekki þurfi að keyra hagkerfið í kreppu Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2022 12:01 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ekki hægt að útiloka að verðbólga komist í tveggja stafa tölu. Hins vegar ættu sameiginlegar aðgerðir bankans, ríkisins, aðila vinnumarkaðarins og verslunar og þjónustu að geta haldið aftur af verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir íslenskt efnahagslíf ekki komið í kreppuverðbólgu. Mikilvægt sé að allir vinni saman gegn verðbólgunni þannig að Seðlabankinn þurfi ekki að keyra efnahagslífið í kreppu til að ná verðbólgunni niður. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í gær til að vinna gegn aukinni verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir alla þurfa að halda aftur af sér í verðhækkunum, líka smávöruverslunin. „Sá hvati skapast alltaf þegar verðbólga er byrjuð að aðhald minnkar í fyrirtækjarekstri og samkeppni minnkar vegna þess að það verður miklu auðveldara að hækka verðið. Velta út kostnaðarhækkunum og svo framvegis. Þannig að það er eitthvað sem við óttumst. Þess vegna skiptir máli að við getum haldið eins miklu aðhaldi og hægt er í verslun- og þjónustu og atvinnulífinu,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir verslunina líka verða að halda aftur af sér í verðhækkunum. Þegar verðbólga sé komin á skrið sé auðvelt að hleypa ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn spáir áframhaldandi verðbólgu og hún verði komin úr 7,2 prósentum nú í rúm átta prósent á næsta ársfjórðungi. Ásgeir telur efnahagslífið þó ekki komið í kreppuverðbólgu en þótt ekki sé hægt aðútiloka að verðbólgan nái að fara í tveggja stafa tölu. Ekki liggi fyrir hvernig stríðiðí Evrópu muni þróast og hver áhrifin yrðu á matvælaverð ef uppskera haustsins berist ekki á markað. „Við vitum það ekki. Þetta veltur líka á því hvernig fasteignamarkaðurinn mun bregðast við þessari (vaxta) hækkun. Hvort við náum að hægja á honum. Þannig að ég á ekki von á því en það er ekki hægt að útiloka það,“ segir seðlabankastjóri. Nú geti Seðlabankinn hins vegar haft heimil á verðbólgu með vaxtahækkunum en á tímum óðaverðbólgunnar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi bankinn ekki haft slíkar heimildir. Spurningin sé hversu mikið það muni kosta þjóðina. „Af því að það er auðvitað miklu auðveldara ef við náum að vinna með vinnumarkaðnum, ríkinu og atvinnulífinu að ná henni niður. Þannig að við þurfum ekki að keyra hagkerfið í kreppu til að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent í gær til að vinna gegn aukinni verðbólgu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir alla þurfa að halda aftur af sér í verðhækkunum, líka smávöruverslunin. „Sá hvati skapast alltaf þegar verðbólga er byrjuð að aðhald minnkar í fyrirtækjarekstri og samkeppni minnkar vegna þess að það verður miklu auðveldara að hækka verðið. Velta út kostnaðarhækkunum og svo framvegis. Þannig að það er eitthvað sem við óttumst. Þess vegna skiptir máli að við getum haldið eins miklu aðhaldi og hægt er í verslun- og þjónustu og atvinnulífinu,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri segir verslunina líka verða að halda aftur af sér í verðhækkunum. Þegar verðbólga sé komin á skrið sé auðvelt að hleypa ýmsum kostnaðarhækkunum út í verðlagið.Vísir/Vilhelm Seðlabankinn spáir áframhaldandi verðbólgu og hún verði komin úr 7,2 prósentum nú í rúm átta prósent á næsta ársfjórðungi. Ásgeir telur efnahagslífið þó ekki komið í kreppuverðbólgu en þótt ekki sé hægt aðútiloka að verðbólgan nái að fara í tveggja stafa tölu. Ekki liggi fyrir hvernig stríðiðí Evrópu muni þróast og hver áhrifin yrðu á matvælaverð ef uppskera haustsins berist ekki á markað. „Við vitum það ekki. Þetta veltur líka á því hvernig fasteignamarkaðurinn mun bregðast við þessari (vaxta) hækkun. Hvort við náum að hægja á honum. Þannig að ég á ekki von á því en það er ekki hægt að útiloka það,“ segir seðlabankastjóri. Nú geti Seðlabankinn hins vegar haft heimil á verðbólgu með vaxtahækkunum en á tímum óðaverðbólgunnar á níunda og tíunda áratug síðustu aldar hafi bankinn ekki haft slíkar heimildir. Spurningin sé hversu mikið það muni kosta þjóðina. „Af því að það er auðvitað miklu auðveldara ef við náum að vinna með vinnumarkaðnum, ríkinu og atvinnulífinu að ná henni niður. Þannig að við þurfum ekki að keyra hagkerfið í kreppu til að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Verslun Tengdar fréttir Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08 Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Megnun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Munu krefjast þess að vaxtahækkanir verði bættar launafólki í kjaraviðræðum Formaður stéttarfélagsins VR segir glórulaust að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að bregðast við hækkandi húsnæðisverði og innfluttri verðbólgu með hækkun stýrivaxta. Hann segir verkalýðshreyfinguna munu gera kröfu um að hækkun stýrivaxta verði bætt upp í gerð komandi kjarasamninga. 4. maí 2022 20:08
Stríðið í Úkraínu kyndir undir verðbólgu Verðbólga á Íslandi hefur ekki verið meiri í tólf ár sem ásamt verðbólgu í helstu viðskiptalöndum knúði Seðlabankann til að hækka meginvexti sína um eitt prósentustig í morgun. Efnahagshorfur fara versnandi þrátt fyrir góða hagvöxt og lítið atvinnuleysi. 4. maí 2022 12:28