Af hverju pólitík... Díana Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2022 13:31 Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjanesbær Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin. Ég ákvað nú samt að láta slag standa og tók ákvörðun í lok árs 2017 eftir að til mín var leitað að gefa kost á mér. Framsókn varð fyrir valinu af ýmsum ástæðum, sú veigamesta er fólkið í flokknum sem var topp fólk með skýra framtíðarsýn með hagsmuni svæðisins og íbúa í forgrunni. Þessi fjögur ár sem ég hef setið í bæjarstjórn hafa verið lærdómsrík en einnig mjög krefjandi. Að vera bæjarfulltrúi er mikil vinna. Það er ótal margt sem þarf að læra, kynna sér og vita um hin ýmsu málefni. Það skiptir því miklu máli að vera með hæft og traust fólk í nefndum og ráðum. Margt hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka og langar mig að nefna nokkur atriði; Stóriðja í Helguvík burt, þeim slag er því miður ekki lokið en Framsókn mun áfram halda sínu striki og segja nei við stóriðju í Helguvík. Nýr og glæsilegur Stapaskóli var byggður án lántöku.· Fjölnotaíþróttahúss og sundlaug eru í byggingu. Flóðlýstur gervigrasvöllur við Afreksbraut og áframhaldandi uppbygging framundan. Hvatagreiðslur voru hækkaðar. Stuðningur við íþróttafélögin stóraukin, ráðnir voru tveir íþróttastjórar. Starfsmannaaðstaða í leik- og grunnskólum bætt til muna. Tveir leikskólar stækkaðir og undirbúningur á byggingu 3ja nýrra leikskóla. Frístundarúta ekur börnum í skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Grenndargámar eru komnir á nokkra staði í bæjarfélaginu. Að sjálfsögðu er eitthvað sem hefði mátt gera betur og eitthvað sem hefði mátt gera öðruvísi, það er alltaf þannig. Ég lagði af stað í þessa vegferð með það fyrir augum að vinna af heilindum, með það að markmiði að gera gott samfélag betra. Fall flugfélagsins WOW og heimsfaraldurinn Covid-19 sem hertók heimsbyggðina í febrúar 2020 og það gríðarlega atvinnuleysi sem fylgdi í kjölfarið setti stórt strik í reikninginn í þeim áætlunum sem hafði verið lagt upp með af meirihlutanum. Við í Framsókn erum með öflugan lista af drífandi, ábyrgu og heilsteyptu fólki sem bjóða fram krafta sína með það að markmiði að bærinn okkar og íbúar hans haldi áfram að blómstra. Þau málefni sem við leggjum mesta áherslu á eru; Framsón vill áframhaldandi umbótastarf í skólamálum. Framsókn vill styðja enn frekar við íþrótta- og tómstundastarf. Framsókn vill frekari stuðning við dagforeldra og efla fyrsta skólastigið þannig að foreldrar komist út á vinnumarkaðinn að loknu fæðingarorlofi. Framsókn vill setja miðbæinn á dagskrá og huga að uppbyggingu nýs þjónustukjarna. Framsókn vill styðja við fjölbreytta afþreyingu og virkni fyrir fjölskyldur. Framsókn vill efla samstarf um aðgengi að sálfræðiþjónustu HSS, stytta biðlista og efla heildræna samvinnu í velferðarmálum. Framsókn vill styðja við virkni eldra fólks, tryggja ólíka valkosti og aukna þjónustu, í því felast aukin lífsgæði. Framsókn vill stórefla ræktun og uppbyggingu til þess að stuðla að kolefnisjöfnun og fjölbreyttum útivistarmöguleikum. Framsókn vill vinna í átt að sjálfbærni og vinna að vistvænu samfélagi með m.a frekari flokkun. Framsókn vill kröftuga uppbyggingu í hverfum bæjarins og horfum við sérstaklega á Ásbrú. Framsókn vill fjölbreytt atvinnulíf og skapa fyrirtækjum framúrskarandi starfsumhverfi, það þarf að tryggja raforkuöryggi með Suðurnesjalínu 2. Við óskum því eftir þínum stuðningi kæri íbúi á kosningadaginn 14.maí næstkomandi og biðjum þig um að setja X við B. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 3. sæti B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar