Gjaldfrjálsir leikskólar – aukinn jöfnuður Bjarney Bjarnadóttir skrifar 5. maí 2022 13:15 Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Leikskólar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta stefnumál Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eru gjaldfrjálsir leikskólar. Menntastofnanir eru mikilvægustu grunnstoðir samfélagsins og okkar öflugasta verkfæri þegar kemur að auknum jöfnuði. Þar eiga öll börn að hafa jöfn tækifæri til náms og fá að njóta sín á eigin verðleikum í samfélagi við aðra. Leikskólinn er fyrsta skólastigið lögum samkvæmt. Þrátt fyrir að ekki sé skólaskylda á leikskólastigi þá skýtur það skökku við að leikskólar séu ekki gjaldfrjálsir líkt og grunnskólarnir. Tryggjum félagslegt réttlæti fyrir börn Við mannfólkið fæðumst ekki með jöfn tækifæri í lífinu. Strax við fæðingu er okkur mismunað eftir búsetu, fjárhagsstöðu og öðrum aðstæðum foreldra. Talið er að nú búi um 10.000 börn við fátækt á Íslandi. Þetta eru börnin sem fara svöng að sofa. Þetta eru börnin sem fara ekki í afmæli hjá skólafélögum því það er ekki til peningur til að gefa gjöf eða á aðrar skemmtanir sem kosta. Og þetta eru börnin sem eru ólíklegri en önnur börn til að fara í leikskóla og missa þar með af dýrmætu tækifæri til að umgangast jafnaldra og efla þannig tengsl og félagsþroska. Auk annars náms sem fram fer í faglegu starfi leikskólanna á hverjum degi. Mennta- og velferðarkerfið eru helstu tæki jöfnunar og félagslegs réttlætis fyrir börn. Að gefa öllum börnum tækifæri til að sækja leikskóla er því stórt skref í átt að auknum jöfnuði. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn Fólk á barneignaraldri er oft á þeim stað í lífinu að þau eru að koma sér þaki yfir höfuðið og að byrja að fóta sig í atvinnulífinu. Auk þess er þetta oft á tíðum sá hópur sem hefur lægstar tekjur. Á sama tíma er þetta sá tími í lífi barna þegar gæðastundir með foreldrum eru hvað mikilvægastar. Að samfélagið taki höndum saman og styðji við barnafjölskyldur með því að minnka þennan útgjaldalið mun skapa svigrúm til aukinnar samveru foreldra og barna. Það mun skila sér margfalt til baka til samfélagsins þegar fram líða stundir. Setjum börnin efst í forgangsröðina Eins og áður sagði er það stefna okkar að hafa gjaldfrjálsa leikskóla í Borgarbyggð og er stefnt að því að gera það í áföngum.Ætlunin er að taka fyrsta skrefið í átt að því markmiði með því að fella niður leikskólagjöld fyrir fjögurra klukkustunda dvöl, frá og með 1. janúar 2024. Í dag eru hlutur foreldra um 68 – 70 milljónir á ári. Vel er hægt að standa undir þessum kostnaði með fyrirsjáanlegum hækkunum á tekjuliðum Borgarbyggðar, sem og með forgangsröðum verkefna sem sátt mun ríkja um. Þar ættu málefni barna að vera efst í forgangsröðinni. Setjum X við A Það er ekki nóg að innleiða stefnur sem líta vel út á pappír. Með því að setja X við A í komandi sveitarstjórnarkosningum er tekið stórt skref í málefnum barna. Það er okkar markmið að Borgarbyggð verði framarlega í flokki þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi, ekki bara í orði heldur líka á borði. Höfundur er oddiviti sameiginlegs framboðs Samfylkingarinnar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun