Frábært Garðatorg – „Eins og í Garðabæ“ Sigríður Hulda Jónsdóttir og Guðfinnur Sigurvinsson skrifa 6. maí 2022 08:30 Ímyndum okkur Garðabæ framtíðarinnar. Líf og leikur, fjölbreytt afþreying og þjónusta og falleg almannarými. Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ sem skapar bæjarbrag og er mannlífsmiðja þar sem íbúar hittast og ganga erinda sinna. Uppbygging nýja Garðatorgs gekk vel og gefur góða von um framhaldið. Glæsileg verslun og þjónusta er á torginu og við sjáum það á þétt skipuðum bílastæðum að viðskiptavinirnir fylgja á eftir. Eldri hluti Garðatorgs hrópar nú á endurgerð og þar eru gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni. Slíka endurgerð þarf að framkvæma í samvinnu við hagsmunaaðila. Þetta þarf að gera Það þarf að draga að snjalla hönnuði og hugmyndasmiði sem skilgreina í samráði við hagsmunaaðila og bæjarstjórn hvers konar andrúmsloft eigi að ríkja á Garðatorgi til framtíðar. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Hugmyndasamkeppni um framtíð miðbæjarins gæti verið góð leið til þess að sjá betur tækifærin sem eru möguleg. Við slíka framkvæmd er eins og ávallt rétt að horfa til leiða sem draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum. Öflugt mannlíf Endurhugsa og efla þarf yfirbyggðu svæðin, horfa á miðbæinn í heild og tengja saman kjarnana. Grunnhönnun yfirbyggðu svæðanna skapar marga möguleika og þar eru nú glæsilegar verslanir og öflugir þjónustuaðilar. Útfærsla í samvinnu við hagsmunaaðila getur skapað aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju, leik- og vinnusvæði eða afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Frá íbúum hefur komið hugmynd um gosbrunn á torginu sem vert er að skoða. Við þurfum að halda áfram að byggja torgið upp af miklum metnaði og tryggja að þar sé umhverfið í sérflokki. Þannig getum við með umgjörðinni laðað að fyrirtæki sem njóta vinsælda og fólk vill skipta við. Breyttir tímar, breyttar þarfir Sú var tíðin að fólk þurfti bara lóð til að byggja sér hús á og að í grennd væri nýlenduvöruverslun með helstu nauðsynjum. Nútímafólk hefur aðrar þarfir. Það vill búa í bæ þar sem það getur notið sín, fara á kaffihús og samverustaði til að eiga gæðastundir. Hafa mögleikann á því að njóta stemmningar á mismunandi árstíðum, s.s. á sumrin og fyrir jól, fara gangandi og hitta félaga. Nú eru bæði á Garðatorgi og í mismunandi hverfum bæjarins að spretta upp staðir og starfsemi sem mæta þessum kröfum. Sannkölluð hverfishjörtu. Þetta er spennandi verkefni sem verður gaman að takast á við og móta. Ef vel tekst til þá er þetta dæmi um framtak sem mun verða grunnur að bæjarbrag og ímynd bæjarins. Við þurfum að reisa þessar stoðir þannig að úr verði gott fordæmi og þegar aðrir vilja byggja miðbæ eða efla verslun og þjónustu verði sagt; „Já, svona eins og í Garðabæ.” Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skólanefndar. Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi í Garðabæ og í umhverfisnefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur Garðabæ framtíðarinnar. Líf og leikur, fjölbreytt afþreying og þjónusta og falleg almannarými. Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ sem skapar bæjarbrag og er mannlífsmiðja þar sem íbúar hittast og ganga erinda sinna. Uppbygging nýja Garðatorgs gekk vel og gefur góða von um framhaldið. Glæsileg verslun og þjónusta er á torginu og við sjáum það á þétt skipuðum bílastæðum að viðskiptavinirnir fylgja á eftir. Eldri hluti Garðatorgs hrópar nú á endurgerð og þar eru gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni. Slíka endurgerð þarf að framkvæma í samvinnu við hagsmunaaðila. Þetta þarf að gera Það þarf að draga að snjalla hönnuði og hugmyndasmiði sem skilgreina í samráði við hagsmunaaðila og bæjarstjórn hvers konar andrúmsloft eigi að ríkja á Garðatorgi til framtíðar. Aðkoman á að vera falleg og upplifun af heimsókn í miðbæinn jákvæð. Hugmyndasamkeppni um framtíð miðbæjarins gæti verið góð leið til þess að sjá betur tækifærin sem eru möguleg. Við slíka framkvæmd er eins og ávallt rétt að horfa til leiða sem draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum. Öflugt mannlíf Endurhugsa og efla þarf yfirbyggðu svæðin, horfa á miðbæinn í heild og tengja saman kjarnana. Grunnhönnun yfirbyggðu svæðanna skapar marga möguleika og þar eru nú glæsilegar verslanir og öflugir þjónustuaðilar. Útfærsla í samvinnu við hagsmunaaðila getur skapað aðlaðandi og lifandi svæði t.d. mathöll, fjölbreytta þjónustu smærri fyrirtækja, menningarmiðju, leik- og vinnusvæði eða afþreyingu. Yfirbyggða bókasafnstorgið gæti t.d. verið grænt svæði með suðrænum blæ, uppákomum og listsýningum. Bæjarstjórn gæti fundað á torginu og stjórnsýslan átt þar opinn samstarfsvettvang við bæjarbúa. Frá íbúum hefur komið hugmynd um gosbrunn á torginu sem vert er að skoða. Við þurfum að halda áfram að byggja torgið upp af miklum metnaði og tryggja að þar sé umhverfið í sérflokki. Þannig getum við með umgjörðinni laðað að fyrirtæki sem njóta vinsælda og fólk vill skipta við. Breyttir tímar, breyttar þarfir Sú var tíðin að fólk þurfti bara lóð til að byggja sér hús á og að í grennd væri nýlenduvöruverslun með helstu nauðsynjum. Nútímafólk hefur aðrar þarfir. Það vill búa í bæ þar sem það getur notið sín, fara á kaffihús og samverustaði til að eiga gæðastundir. Hafa mögleikann á því að njóta stemmningar á mismunandi árstíðum, s.s. á sumrin og fyrir jól, fara gangandi og hitta félaga. Nú eru bæði á Garðatorgi og í mismunandi hverfum bæjarins að spretta upp staðir og starfsemi sem mæta þessum kröfum. Sannkölluð hverfishjörtu. Þetta er spennandi verkefni sem verður gaman að takast á við og móta. Ef vel tekst til þá er þetta dæmi um framtak sem mun verða grunnur að bæjarbrag og ímynd bæjarins. Við þurfum að reisa þessar stoðir þannig að úr verði gott fordæmi og þegar aðrir vilja byggja miðbæ eða efla verslun og þjónustu verði sagt; „Já, svona eins og í Garðabæ.” Sigríður Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skólanefndar. Guðfinnur Sigurvinsson, varabæjarfulltrúi í Garðabæ og í umhverfisnefnd.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun