Oddvitaáskorunin: Skráir sig alltaf í nám eftir að hafa horft á Legally Blonde Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2022 15:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Guðmundur Ari Sigurjónsson leiðir lista Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Guðmundur Ari Sigurjónsson fæddur 12. september 1988 er tómstunda- og félagsmálafræðingur og að ljúka M.Ed. gráðu með áherslu á stjórnun og þróunarstarf. Guðmundur Ari er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og saman eiga þau þrjú börn, Árna Berg 9 ára, Kjartan Kára 6 ára og Magneu 3 ára. Guðmundur Ari hefur setið síðastliðin átta ár í bæjarstjórn og síðastliðin fjögur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Guðmundur Ari hefur starfað í íþrótta- og æskulýðsmálum frá árinu 2008, starfaði í Selinu, félagsmiðstöð Seltjarnarness árin 2008-2020 og starfar nú sem verkefnastjóri hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Guðmundur Ari hefur verið virkur í sjálfboða- og félagsstarfi, setið í stjórnum félagasamtaka og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagasamtök í æskulýðsgeiranum. Guðmundur Ari byrjaði í stjórnmálum árið 2014 eftir að hafa verið hvetja nemendur í Valhúsaskóla til að bjóða sig fram í nemendaráð og nefndir og vera virkir þátttakendur í skólanum. „Eftir þetta samtal við krakkana fór ég að hugsa hvað ég væri nú mikill hræsnari því ég var sjálfur ekki virkur í neinu sjálfboðastarfi eða stjórnmálastarfi. Ég ákvað því að mæta á næsta fund hjá Sjálfstæðisfélaginu því á þeim tíma var ég lítið að pæla í pólitík og vissi bara að Sjálfstæðismenn væru við völdin á Nesinu. Það þurfti þó ekki nema þennan eina opna fund hjá Sjálfstæðisfélaginu til að komast að því að sýn þeirra á skatta og þjónustu við íbúa rímaði ekki við mína persónulegu sýn. Ég hafði fundið á eigin skinni og í starfi mínu hvernig þjónusta eins og félagsmiðstöð og önnur virkniúrræði eru ekki peningaeyðsla heldur fjárfesting í fólki sem eflir og styrkir einstaklinga og borgar sig svo margfalt til baka í formi farsældar þeirra, vinnuframlags og skattgreiðslna til samfélagsins. Ég mátaði mig því næst við Samfylkingarfélagið á Seltjarnarnesi og fann mig vel þar. Áherslurnar þar voru skynsemi og ábyrgð í fjármálum á sama tíma og horft var á þjónustu og forvarnir sem fjárfestingu og skyldur sveitarfélaga.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Guðmundur Ari Sigurjónsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eiðistorg – Á sinn einstaka hátt. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Að kantsteinninn fyrir utan Hrólfskálamel 1 sé ekki tekinn niður. Þetta er hjólaleið barna í Mýró og margir sem ganga þarna með barnavagna. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að spila Counter strike með góðum vinum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var að drena íbúðina mína á Miðbrautinni og fann skammbyssu í skurðinum. Hún var gömul og illa farin svo ég pældi lítið í þessum fundi en setti hann þó á Instagrammið mitt. Það var svo haft samband við mig frá Stöð 2 daginn eftir og vildi fréttastofan fjalla um byssuna. Ég fór þá að velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að vera búinn að tilkynna fundinn eitthvert. Ég hringdi á lögregluna og lét þá vita – þeir vildu hitta mig heima og sjá byssuna en ég var á miðjum fundi sem ég kláraði og keyrði svo í rólegheitunum heim og bjóst við vinalegum lögreglumanni sem myndi hafa gaman af. Nei það var ekki svo, þegar ég mætti heim voru tveir sérsveitarmenn vopnaðir eigin skammbyssum að banka á nærliggjandi hús í leit af mér. Þeir höfðu ekki gaman af, tóku byssuna og ég hef ekkert heyrt frá lögreglunni síðan. Hvað færðu þér á pizzu? Mikill Sweet and spicy maður. Pepperoni, döðlur, ferskur chilli, rauðlaukur og rjómaostur. Hvaða lag peppar þig mest? Papa Paulo III með Retro Stefson. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 28. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Sonur minn segir þennan svona tvisvar í viku svo hann er í sérlegu uppáhaldi: Maður einn labbaði inn á bókasafn og sagði ÉG ÆTLA FÁ HJÁ ÞÉR EINA PULSU MEÐ ÖLLU! Bókasafnsvörðurinn sagði þá: Afsakið herra en þetta er bókasafn. Maðurinn hvíslaði þá: Ó fyrirgefðu, ég ætla fá hjá þér eina pulsu með öllu. Hvað er þitt draumafríi? Borgarferð með góðum vinum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þetta rennur allt saman í einn graut í minningunni. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi er kóngurinn. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er svo margt skrýtið – Ég flutti 16 ára einn á Eskifjörð til að búa heima hjá kærustu sem ég hafði hitt kannski sjö sinnum og vann sem verkamaður við að leggja hitaveitu. Mér finnst oft eins og þetta hafi gerst í einhverjum hliðarraunveruleika eða eins og ég hafi verið 16 ára árið 1970 en þetta var nú bara árið 2005. Þetta var samt alveg yndislegt ár það sem ég kynntist alveg dásamlegu fólki sem mótaði mig fyrir lífstíð. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Brad Pitt. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Legally Blonde og er núll að grínast. Fæ alltaf svo bilaða hvatningu fyrir því að standa mig vel í skóla að hún kemur mér í gegnum próf og erfið verkefni. Það er samt hættulegt að horfa á hana þegar maður er ekki í námi því ég enda alltaf með að skrá mig í nám eftir það. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Stokkhólms. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Hero með Enrique Iglesias er go to Kareoke lagið mitt og algjör negla. Veit ekki af hverju það er guilty pleasure en ég hlusta meira á það held ég en flestir. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Samfylkingin Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Sjá meira
Guðmundur Ari Sigurjónsson leiðir lista Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Guðmundur Ari Sigurjónsson fæddur 12. september 1988 er tómstunda- og félagsmálafræðingur og að ljúka M.Ed. gráðu með áherslu á stjórnun og þróunarstarf. Guðmundur Ari er giftur Nönnu Kaaber íþróttafræðingi og saman eiga þau þrjú börn, Árna Berg 9 ára, Kjartan Kára 6 ára og Magneu 3 ára. Guðmundur Ari hefur setið síðastliðin átta ár í bæjarstjórn og síðastliðin fjögur í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Guðmundur Ari hefur starfað í íþrótta- og æskulýðsmálum frá árinu 2008, starfaði í Selinu, félagsmiðstöð Seltjarnarness árin 2008-2020 og starfar nú sem verkefnastjóri hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Guðmundur Ari hefur verið virkur í sjálfboða- og félagsstarfi, setið í stjórnum félagasamtaka og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagasamtök í æskulýðsgeiranum. Guðmundur Ari byrjaði í stjórnmálum árið 2014 eftir að hafa verið hvetja nemendur í Valhúsaskóla til að bjóða sig fram í nemendaráð og nefndir og vera virkir þátttakendur í skólanum. „Eftir þetta samtal við krakkana fór ég að hugsa hvað ég væri nú mikill hræsnari því ég var sjálfur ekki virkur í neinu sjálfboðastarfi eða stjórnmálastarfi. Ég ákvað því að mæta á næsta fund hjá Sjálfstæðisfélaginu því á þeim tíma var ég lítið að pæla í pólitík og vissi bara að Sjálfstæðismenn væru við völdin á Nesinu. Það þurfti þó ekki nema þennan eina opna fund hjá Sjálfstæðisfélaginu til að komast að því að sýn þeirra á skatta og þjónustu við íbúa rímaði ekki við mína persónulegu sýn. Ég hafði fundið á eigin skinni og í starfi mínu hvernig þjónusta eins og félagsmiðstöð og önnur virkniúrræði eru ekki peningaeyðsla heldur fjárfesting í fólki sem eflir og styrkir einstaklinga og borgar sig svo margfalt til baka í formi farsældar þeirra, vinnuframlags og skattgreiðslna til samfélagsins. Ég mátaði mig því næst við Samfylkingarfélagið á Seltjarnarnesi og fann mig vel þar. Áherslurnar þar voru skynsemi og ábyrgð í fjármálum á sama tíma og horft var á þjónustu og forvarnir sem fjárfestingu og skyldur sveitarfélaga.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Guðmundur Ari Sigurjónsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Eiðistorg – Á sinn einstaka hátt. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Að kantsteinninn fyrir utan Hrólfskálamel 1 sé ekki tekinn niður. Þetta er hjólaleið barna í Mýró og margir sem ganga þarna með barnavagna. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að spila Counter strike með góðum vinum. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég var að drena íbúðina mína á Miðbrautinni og fann skammbyssu í skurðinum. Hún var gömul og illa farin svo ég pældi lítið í þessum fundi en setti hann þó á Instagrammið mitt. Það var svo haft samband við mig frá Stöð 2 daginn eftir og vildi fréttastofan fjalla um byssuna. Ég fór þá að velta fyrir mér hvort ég ætti ekki að vera búinn að tilkynna fundinn eitthvert. Ég hringdi á lögregluna og lét þá vita – þeir vildu hitta mig heima og sjá byssuna en ég var á miðjum fundi sem ég kláraði og keyrði svo í rólegheitunum heim og bjóst við vinalegum lögreglumanni sem myndi hafa gaman af. Nei það var ekki svo, þegar ég mætti heim voru tveir sérsveitarmenn vopnaðir eigin skammbyssum að banka á nærliggjandi hús í leit af mér. Þeir höfðu ekki gaman af, tóku byssuna og ég hef ekkert heyrt frá lögreglunni síðan. Hvað færðu þér á pizzu? Mikill Sweet and spicy maður. Pepperoni, döðlur, ferskur chilli, rauðlaukur og rjómaostur. Hvaða lag peppar þig mest? Papa Paulo III með Retro Stefson. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 28. Göngutúr eða skokk? Skokk. Uppáhalds brandari? Sonur minn segir þennan svona tvisvar í viku svo hann er í sérlegu uppáhaldi: Maður einn labbaði inn á bókasafn og sagði ÉG ÆTLA FÁ HJÁ ÞÉR EINA PULSU MEÐ ÖLLU! Bókasafnsvörðurinn sagði þá: Afsakið herra en þetta er bókasafn. Maðurinn hvíslaði þá: Ó fyrirgefðu, ég ætla fá hjá þér eina pulsu með öllu. Hvað er þitt draumafríi? Borgarferð með góðum vinum. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Þetta rennur allt saman í einn graut í minningunni. Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi er kóngurinn. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er svo margt skrýtið – Ég flutti 16 ára einn á Eskifjörð til að búa heima hjá kærustu sem ég hafði hitt kannski sjö sinnum og vann sem verkamaður við að leggja hitaveitu. Mér finnst oft eins og þetta hafi gerst í einhverjum hliðarraunveruleika eða eins og ég hafi verið 16 ára árið 1970 en þetta var nú bara árið 2005. Þetta var samt alveg yndislegt ár það sem ég kynntist alveg dásamlegu fólki sem mótaði mig fyrir lífstíð. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Brad Pitt. Hefur þú verið í verbúð? Nei. Áhrifamesta kvikmyndin? Legally Blonde og er núll að grínast. Fæ alltaf svo bilaða hvatningu fyrir því að standa mig vel í skóla að hún kemur mér í gegnum próf og erfið verkefni. Það er samt hættulegt að horfa á hana þegar maður er ekki í námi því ég enda alltaf með að skrá mig í nám eftir það. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Til Stokkhólms. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Hero með Enrique Iglesias er go to Kareoke lagið mitt og algjör negla. Veit ekki af hverju það er guilty pleasure en ég hlusta meira á það held ég en flestir.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Samfylkingin Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Sjá meira