Musk verði forstjóri Twitter eftir kaupin Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2022 19:28 Elon Musk, sem talinn er vera auðugasti maður heims. AP/Evan Agostini Auðjöfurinn Elon Musk er sagður ætla að taka við sem forstjóri Twitter um tíma eftir að kaup hans á samfélagsmiðlafyrirtækinu ganga í gegn. Hann er fyrir forstjóri Tesla og stýrir þar að auki SpaceX og Boring Company. Musk ætlar að kaupa fyrirtækið á 44 milljarða dala. Hann segist meðal annars vilja staðfesta auðkenni allra notenda, útrýma svokölluðum bottum, sjálfvirkum reikningum sem senda óumbeðin skilaboð, og auka málfrelsi á Twitter. Hann hefur verið sakaður um að vilja gefa nettröllum lausan tauminn á Twitter. Sjá einnig: Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Samkvæmt heimildum Reuters mun Musk taka við af Parag Agrawal, sem varð forstjóri í nóvember eftir að Jack Dorsey, stofnandi Twitter, steig til hliðar. Fréttaveitan segir að Musk ætli að fjárfesta kaupin með því að taka lán og tryggja aðkomu fjárfesta. Musk er sagður ætla að taka 6,25 milljarða dala lán út á hlutabréf sín í Tesla, þrettán milljarða lán út á hlut sinn í Twitter og fá 27,25 milljarða í gegnum aðra fjárfesta. Í frétt CNBC segir að Musk hafi tryggt sér 7,14 milljarða dala með aðkomu annarra fjárfesta. Meðal þeirra eru prinsinn Alwaleed bin Talal, frá Sádi-Arabíu, rafmyntafyrirtækið Binance, sem stofnað var af Changpeng Zhao frá Kína og er nú með höfuðstöðvar í Caymaneyjum, fjárfestingafélagið Vy Capital frá Dúbaí, fasteignaauðjöfurinn Steven Witkoff, fjárfestirinn Larry Ellison og fleiri. CNBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að Musk hafi sagt mögulegum fjárfestum að tekjur Twitter væru of lágar og of margir væru að vinna hjá fyrirtækinu. Reuters segir einhverja fjárfesta hafa áhyggjur af því að Musk ætli sér ekki að klára kaupin á Twitter. Fari svo þyrfti Musk að greiða milljarð dala til Twitter og fyrirtækið gæti þar að auki höfðað mál gegn honum. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tesla Tengdar fréttir Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Musk ætlar að kaupa fyrirtækið á 44 milljarða dala. Hann segist meðal annars vilja staðfesta auðkenni allra notenda, útrýma svokölluðum bottum, sjálfvirkum reikningum sem senda óumbeðin skilaboð, og auka málfrelsi á Twitter. Hann hefur verið sakaður um að vilja gefa nettröllum lausan tauminn á Twitter. Sjá einnig: Musk íhugar að rukka vissa aðila fyrir notkun Twitter Samkvæmt heimildum Reuters mun Musk taka við af Parag Agrawal, sem varð forstjóri í nóvember eftir að Jack Dorsey, stofnandi Twitter, steig til hliðar. Fréttaveitan segir að Musk ætli að fjárfesta kaupin með því að taka lán og tryggja aðkomu fjárfesta. Musk er sagður ætla að taka 6,25 milljarða dala lán út á hlutabréf sín í Tesla, þrettán milljarða lán út á hlut sinn í Twitter og fá 27,25 milljarða í gegnum aðra fjárfesta. Í frétt CNBC segir að Musk hafi tryggt sér 7,14 milljarða dala með aðkomu annarra fjárfesta. Meðal þeirra eru prinsinn Alwaleed bin Talal, frá Sádi-Arabíu, rafmyntafyrirtækið Binance, sem stofnað var af Changpeng Zhao frá Kína og er nú með höfuðstöðvar í Caymaneyjum, fjárfestingafélagið Vy Capital frá Dúbaí, fasteignaauðjöfurinn Steven Witkoff, fjárfestirinn Larry Ellison og fleiri. CNBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að Musk hafi sagt mögulegum fjárfestum að tekjur Twitter væru of lágar og of margir væru að vinna hjá fyrirtækinu. Reuters segir einhverja fjárfesta hafa áhyggjur af því að Musk ætli sér ekki að klára kaupin á Twitter. Fari svo þyrfti Musk að greiða milljarð dala til Twitter og fyrirtækið gæti þar að auki höfðað mál gegn honum.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tesla Tengdar fréttir Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12 Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45 Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stjórn Twitter samþykkir kauptilboð Musk Stjórn samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter hefur ákveðið að samþykkja kauptilboð auðkýfingsins Elon Musk í fyrirtækið. 25. apríl 2022 19:12
Dómari segir Musk hafa logið um að taka Tesla af markaði Dómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elon Musk, auðugasti maður heims, laug þegar hann hélt því fram í tístum árið 2018 að hann hefði tryggt sér fjármögnun til að taka bílafyrirtækið Tesla af markaði. Hann sagðist ætla að kaupa öll hlutabréf félagsins á 420 dali á hlut. 17. apríl 2022 11:45
Nota gamalt bragð til að grípa til varna gegn yfirtöku Musks Forsvarsmenn Twitter hafa gripið til varna til að koma í veg fyrir mögulega yfirtöku auðjöfursins Elons Musk á samfélagsmiðlafyrirtækinu. Með það markmið hefur stjórn Twitter notast við gamalt bragð á hlutabréfamarkaðinum sem myndi gera hluti Musks, og annarra, lítils virði. 16. apríl 2022 11:47