Mikil óvissa hefur verið um það hvort sigurvegararnir myndu mæta til Ítalíu og flytja sigurlagið þar sem þau eru í upptökum í Los Angeles þessa dagana.
Nú er það staðfest að við fáum að sjá endurkomu Måneskin á Eurovision sviðið á lokakvöldi keppninnar í næstu viku. Hér í blaðamannahöllinni í Tórínó eru margir að fagna þessum fréttum og ljóst er að hljómsveitin á stóran aðdáendahóp.