Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Breiðablik 1-5 | Blikar rúlluðu yfir Skagamenn Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. maí 2022 16:10 vísir/Hulda Margrét Það var virkilega góð stemmning á Skipaskaga þegar að heimamenn í ÍA fengu sjóðheitt lið Breiðabliks í heimsókn. Full stúku af gulum og glöðum vel fyrir leik þrátt fyrir að það hafi blásið aðeins köldu frá hafinu. Fyrir leikinn voru Breiðablik sigurstranglegri þrátt fyrir ágæt úrslit heimamanna hingað til í sumar. Þetta var þúsundasti leikur Skagamanna í efstu deild á Íslandi og í tilefni af því voru stuðningsmennirnir íklæddir nýjum jökkum, tilbúnir í slaginn. Leikurinn byrjaði hræðilega fyrir heimamenn, en Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Davíð Ingvarsson fékk þá boltann á vinstri vængnum og gaf fasta fyrirgjöf meðfram jörðinni sem Kristinn stýrði listavel í netið. 0-1 og útlitið strax farið að dökkna fyrir þá gulu. Breiðablik gekk áfram á lagið og einungis fjórum mínútum síðar þá var staðan orðin 0-2. Damir Muminovic átti þá flotta sendingu inn fyrir vörnina á Ísak Snæ sem reyndi að lauma boltanum á Jason Daða sem missti hann aðeins frá sér. Upphófst þá mikill darraðadans í teignum sem endaði með því að Ísak Snær renndi boltanum í netið. Mark númer fimm hjá leikmanninum sem hefur heldur betur byrjað sumarið vel. Það var ekki kominn hálfleikur þegar að Breiðablik skoraði þriðja markið og aftur var það Ísak Snær sem var á skotskónum. Höskuldur Gunnlaugsson átti fyrirgjöf sem ÍA vörninni mistókst að hreinsa frá. Ísak þakkaði kærlega fyrir sig og hamraði boltann á lofti framhjá Árna Snæ í markinu. 0-3 í hálfleik. Höskuldur Gunnlaugsson átti góðan leik í dagVísir/Vilhelm Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri spilaðist. Miklir yfirburðir gestanna skiluðu sér í fjórða markinu á 64. Mínútu. Þar var á ferðinni Dagur Dan eftir herfileg mistök hjá Brynjari Snæ Pálssyni sem var nýkominn inná sem varamaður. Dagur einfaldlega hirti boltann af varnarmanninum sem gat litla björg sér veitt. Blikarnir áttu svo nokkur úrvalsfæri eftir þetta en Árni Snær í marki ÍA greip ágætlega inn í. Skagamenn voru nálægt því að klóra í bakkann þegar að Viktor Örn Margeirsson setti boltann í slána á eigin marki. Fimm mínútum síðar, á 77. mínútu skoraði Viktor svo sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá hægri. Síðasta mark leiksins kom svo á 87. mínútu. Anton Logi Lúðvíksson fékk þá sendingu frá öðrum varamanna, Omar Sowe. Anton lagði boltann fyrir sig og gjörsamlega hamraði boltann í netið. 1-5 urðu lokatölur leiksins. Breiðablik er í efsta sæti deildarinnar með tólf stig en ÍA er með fimm stig í sjötta sæti. Af hverju vann Breiðablik?Blikarnir höfðu einfaldlega tögl og haldir í þessum leik frá fyrstu sekúndu. Héldu boltanum vel og áttu heimamenn í miklu basli með að strengja saman fleiri en eina sendingu. Þeir Höskuldur og Davíð í bakvarðastöðunum studdu vel við sóknarmennina og áttu ógrynni fyrirgjafa sem sóknarmenn Breiðabliks nýttu vel. Maður leiksinsAð öðrum ólöstuðum var Ísak Snær Þorvaldsson maður leiksins. Skoraði tvö mörk, hefði getað skorað fleiri og áttu varnarmenn ÍA í stökustu vandræðum með hann. Ísak er kominn með sex mörk í deildinni í fyrstu fjórum leikjunum. Hann átti líka augnablik leiksins þegar hann gerði sig líklegan til þess að setjast á varamannabakk heimamanna eftir að hafa verið skipt útaf í síðari hálfleik. Skemmtileg uppákoma. Hvað næst?Næsti leikur ÍA er á útivelli gegn Val næsta miðvikudag og ljóst að liðið þarf að spila mun betur en í dag. Breiðablik fær Stjörnuna í heimsókn, einnig á miðvikudagskvöld. Besta deild karla ÍA Breiðablik
Það var virkilega góð stemmning á Skipaskaga þegar að heimamenn í ÍA fengu sjóðheitt lið Breiðabliks í heimsókn. Full stúku af gulum og glöðum vel fyrir leik þrátt fyrir að það hafi blásið aðeins köldu frá hafinu. Fyrir leikinn voru Breiðablik sigurstranglegri þrátt fyrir ágæt úrslit heimamanna hingað til í sumar. Þetta var þúsundasti leikur Skagamanna í efstu deild á Íslandi og í tilefni af því voru stuðningsmennirnir íklæddir nýjum jökkum, tilbúnir í slaginn. Leikurinn byrjaði hræðilega fyrir heimamenn, en Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu. Davíð Ingvarsson fékk þá boltann á vinstri vængnum og gaf fasta fyrirgjöf meðfram jörðinni sem Kristinn stýrði listavel í netið. 0-1 og útlitið strax farið að dökkna fyrir þá gulu. Breiðablik gekk áfram á lagið og einungis fjórum mínútum síðar þá var staðan orðin 0-2. Damir Muminovic átti þá flotta sendingu inn fyrir vörnina á Ísak Snæ sem reyndi að lauma boltanum á Jason Daða sem missti hann aðeins frá sér. Upphófst þá mikill darraðadans í teignum sem endaði með því að Ísak Snær renndi boltanum í netið. Mark númer fimm hjá leikmanninum sem hefur heldur betur byrjað sumarið vel. Það var ekki kominn hálfleikur þegar að Breiðablik skoraði þriðja markið og aftur var það Ísak Snær sem var á skotskónum. Höskuldur Gunnlaugsson átti fyrirgjöf sem ÍA vörninni mistókst að hreinsa frá. Ísak þakkaði kærlega fyrir sig og hamraði boltann á lofti framhjá Árna Snæ í markinu. 0-3 í hálfleik. Höskuldur Gunnlaugsson átti góðan leik í dagVísir/Vilhelm Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri spilaðist. Miklir yfirburðir gestanna skiluðu sér í fjórða markinu á 64. Mínútu. Þar var á ferðinni Dagur Dan eftir herfileg mistök hjá Brynjari Snæ Pálssyni sem var nýkominn inná sem varamaður. Dagur einfaldlega hirti boltann af varnarmanninum sem gat litla björg sér veitt. Blikarnir áttu svo nokkur úrvalsfæri eftir þetta en Árni Snær í marki ÍA greip ágætlega inn í. Skagamenn voru nálægt því að klóra í bakkann þegar að Viktor Örn Margeirsson setti boltann í slána á eigin marki. Fimm mínútum síðar, á 77. mínútu skoraði Viktor svo sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá hægri. Síðasta mark leiksins kom svo á 87. mínútu. Anton Logi Lúðvíksson fékk þá sendingu frá öðrum varamanna, Omar Sowe. Anton lagði boltann fyrir sig og gjörsamlega hamraði boltann í netið. 1-5 urðu lokatölur leiksins. Breiðablik er í efsta sæti deildarinnar með tólf stig en ÍA er með fimm stig í sjötta sæti. Af hverju vann Breiðablik?Blikarnir höfðu einfaldlega tögl og haldir í þessum leik frá fyrstu sekúndu. Héldu boltanum vel og áttu heimamenn í miklu basli með að strengja saman fleiri en eina sendingu. Þeir Höskuldur og Davíð í bakvarðastöðunum studdu vel við sóknarmennina og áttu ógrynni fyrirgjafa sem sóknarmenn Breiðabliks nýttu vel. Maður leiksinsAð öðrum ólöstuðum var Ísak Snær Þorvaldsson maður leiksins. Skoraði tvö mörk, hefði getað skorað fleiri og áttu varnarmenn ÍA í stökustu vandræðum með hann. Ísak er kominn með sex mörk í deildinni í fyrstu fjórum leikjunum. Hann átti líka augnablik leiksins þegar hann gerði sig líklegan til þess að setjast á varamannabakk heimamanna eftir að hafa verið skipt útaf í síðari hálfleik. Skemmtileg uppákoma. Hvað næst?Næsti leikur ÍA er á útivelli gegn Val næsta miðvikudag og ljóst að liðið þarf að spila mun betur en í dag. Breiðablik fær Stjörnuna í heimsókn, einnig á miðvikudagskvöld.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti