Kosningar í sýndarveruleika Anna Lára Steindal skrifar 6. maí 2022 19:01 Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið annalara@throskahjalp.is til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitastjórna á Íslandi. Sterkar vísbendingar eru um að fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sé ólíklegra en aðrir til að nýta kosningarétt sinn, þó mjög mikilvægir hagsmunir séu í húfi í bæði alþingis- og sveitastjórnarkosningum fyrir þennan hóp fólks. Því miður eru kosningar ekki alltaf hnökralaust eða ánægjulegt ferli fyrir fatlað fólk og því hafa Landssamtökin Þroskahjálp unnið markvisst að því að auðvelda fólki með þroskhömlun og skyldar raskanir að taka sjálfsagðan þátt í lýðræðinu. Mikilvægt er að vekja athygli á kosningaréttinum sem fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hefur til jafns við aðra og mikilvægi þess að veita viðeigandi aðlögun og þá aðstoð sem nauðsynleg er til að allir sem hafa kosningarétt geti sannarlega nýtt hann. Undirbúningur fyrir kosningaverkefni Þroskahjálpar nú í maí hófst í raun daginn fyrir alþingskosningarnar í september síðast liðinn þegar við tókum upp sýndarveruleika af ferli kosninga í fullbúinni kjördeild í Ráðhúsi Reykjavíkur. Með leyfi borgarinnar og kjörstjórnar tókum við upp ferlið frá því að mætt er á kjörstað allt þar til atkvæði hefur verið skilað í kjörkassann. Farið er yfir hvernig þú finnur þína kjördeild, hvaða gögn þarf að hafa meðferðis, hvernig merkt er við kjósendur á kjörskrá, hvernig kjörseðilinn er afhentur, hvernig það er að fara inn í kjörklefann og merkja við þann sem viðkomandi ætlar að kjósa og að lokum hvernig kjörseðli er stungið í kjörkassann og ferlinu lýkur. Verkefnið, sem er unnið með styrk frá félagsmálaráðuneytinu, er samvinnu verkefni Þroskahjálpar og Virtual Dream Foundation og er markmiðið að bjóða fólki með þroskahömlun og skyldar raskanir, sem finnur til óöryggis gagnvart kosningaferlinu, að æfa sig í sýndarveruleika áður en það mætir á kjörstað. Þannig verður ferlið ekki algjörlega framandi þegar kjördagur rennur upp. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður þangað til fólk treystir sér til þess að stíga skrefið í raunveruleikanum. Fram að kosningum verður opið hús á Háaleitisbraut 13 þrjá daga í viku þar sem starfsfólk Þroskahjálpar og Piotr Loj sérfræðingur í sýndarveruleika munu aðstoða þá sem vilja æfa sig í að kjósa í sýndarveruleika. Nánari upplýsingar um tíma og fyrirkomulag má nálgast á vefsíðu Þroskahjálpar, og samfélagsmiðlum. Einnig má senda tölvupóst á netfangið annalara@throskahjalp.is til þess að bóka tíma. Höfundur er verkefnastjóri hjá Þroskahjálp.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar