Vekja mikla athygli á „skrýtna“ rafmagnsþríhjólinu sínu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. maí 2022 07:06 Rafmagnsþríhjólið vekur alls staðar mikla athygli þar sem þau Jean-Rémi og Renuka keyra um á því. Hér eru þau í hringtorginu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón í Árborg vekja mikla athygli á vegum þessa dagana því þau voru að kaupa sér rafmagnsþríhjól. Hjólið er með skráningarnúmer eins og önnur ökutæki og kemst upp í 80 kílómetra hraða. Jean-Remi Chareyre, sem er frá Frakklandi og Renuka Chareyre, sem er frá Sir Lanka og búa í búgarðabyggðinni á milli Selfoss og Eyrarbakka voru að flytja rafmagnsþríhjól frá Hollandi. Þau hlaða hjólið heima hjá sér en það kemst um 100 kílómetra á hleðslunni. Jean, segir þetta eina hjól sinnar tegundar á Íslandi. „Rafhlaðan er aftur í hjólinu en hún er sjö kílóvött. Það er búnaður í hjólinu, sem að lætur húsið falla til hliðar í átt að beygjunni, þannig að þegar maður beygir þá hallar húsið og verður miklu stöðugra fyrir vikið, annars myndi maður bara velta,“ segir Jean. Hjólið er fyrir ökumann og farþega og svo er geymsluhólf aftan í því. En eru hjónin alveg örugg í svona litlu og mjóu farartæki út í umferðinni? „Já, mér finnst ég vera mjög öruggur. Það er stálgrind og gler utan um, þannig að þetta er miklu öruggara en að vera á mótorhjóli eða vespu,“ segir Jean. Jean-Rémi Chareyre og Renuka Chareyre sjá ekki eftir því að hafa keypt rafmagnsþríhjólið frá Hollandi og hvetja, sem flest til að kaupa slík hjól því þau séu ódýr og mjög hagkvæm í rekstri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þríhjólið kostaði um eina og hálfa milljóna króna. Rekstrarkostnaðurinn er lítill sem engin. „Það kostar 100 krónur að fullhlaða hjólið heima en það kemst 100 kílómetra, þannig að hver kílómetri kostar 1 krónu á móti kílómetra á bensínbíl kostar 20 krónur, þannig að það er 20 sinnum lægri kostnaður á hvern kílómetra.“ Renuka er alsæl aftur í. Hún segir að hjónin fái mikla athygli út á vegunum og margir brosi breitt til þeirra. „Mér líður mjög vel,“ segir hún hlægjandi og alsæl með nýjasta farartæki heimilisins. Árborg Vistvænir bílar Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Jean-Remi Chareyre, sem er frá Frakklandi og Renuka Chareyre, sem er frá Sir Lanka og búa í búgarðabyggðinni á milli Selfoss og Eyrarbakka voru að flytja rafmagnsþríhjól frá Hollandi. Þau hlaða hjólið heima hjá sér en það kemst um 100 kílómetra á hleðslunni. Jean, segir þetta eina hjól sinnar tegundar á Íslandi. „Rafhlaðan er aftur í hjólinu en hún er sjö kílóvött. Það er búnaður í hjólinu, sem að lætur húsið falla til hliðar í átt að beygjunni, þannig að þegar maður beygir þá hallar húsið og verður miklu stöðugra fyrir vikið, annars myndi maður bara velta,“ segir Jean. Hjólið er fyrir ökumann og farþega og svo er geymsluhólf aftan í því. En eru hjónin alveg örugg í svona litlu og mjóu farartæki út í umferðinni? „Já, mér finnst ég vera mjög öruggur. Það er stálgrind og gler utan um, þannig að þetta er miklu öruggara en að vera á mótorhjóli eða vespu,“ segir Jean. Jean-Rémi Chareyre og Renuka Chareyre sjá ekki eftir því að hafa keypt rafmagnsþríhjólið frá Hollandi og hvetja, sem flest til að kaupa slík hjól því þau séu ódýr og mjög hagkvæm í rekstri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þríhjólið kostaði um eina og hálfa milljóna króna. Rekstrarkostnaðurinn er lítill sem engin. „Það kostar 100 krónur að fullhlaða hjólið heima en það kemst 100 kílómetra, þannig að hver kílómetri kostar 1 krónu á móti kílómetra á bensínbíl kostar 20 krónur, þannig að það er 20 sinnum lægri kostnaður á hvern kílómetra.“ Renuka er alsæl aftur í. Hún segir að hjónin fái mikla athygli út á vegunum og margir brosi breitt til þeirra. „Mér líður mjög vel,“ segir hún hlægjandi og alsæl með nýjasta farartæki heimilisins.
Árborg Vistvænir bílar Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira