Kosningaeftirlit Pírata hefur krafist þess að tryggðir verði stimplar á kjörstað fyrir þá sem ætla að skila auðu í sveitarstjórnarkosningum. Ella sé hætta á að starfsmenn kjörstaðar heyri að viðkomandi hafi ekki kosið neinn.
Boðað er til mótmæla á Austurvelli klukkan tvö í dag. Þetta eru fimmtu mótmælin vegna sölunnar og hefur fjöldi fólks boðað komu sína á Facebook-síðu sem heldur utan um viðburðinn.
Undirritun samnings um framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands fer fram í Tollhúsinu á tólfta tímanum. Við ræðum við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra í fréttatímanum sem segir samninginn marka nýjan kafla í sögu listaháskólans.
Þá fjöllum við um úrslitakvöld The Voice Kids í Þýskalandi þar sem þrettán ára íslensk stelpa stóð sig frábærlega.
Þetta og fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni á slaginu klukkan 12:00.