Sigurður Ragnar: Mér finnst við hafa verið rændir Sverrir Mar Smárason skrifar 7. maí 2022 18:45 Sigurður Ragnar var hundsvekktur eftir jafnteflið gegn ÍBV í dag. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur í leikslok eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn ÍBV í Keflavík í dag. Hann var einna helst ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Mér finnst við hafa verið rændir, það er mín tilfinning. Við vorum 2-0 yfir og Maggi fær rautt spjald hjá okkur. Hann fær gult spjald í fyrsta brotinu sínu í leiknum og ég held að hann fái gult spjald í þriðja brotinu sínu í leiknum. Mér fannst dómgæslan hafa alltof mikil áhrif hérna í dag og verða aðalatriðið. Það er brotið á leikmanni hjá okkur alveg beint fyrir framan nefið á aðstoðardómaranum þegar það er að koma fyrirgjöf og svo kemur skot í kjölfarið af því þar sem það stendur maður í rangstöðu fyrir markmanninum okkar. Mér fannst þessi atriði hafa rosaleg áhrif á leikinn. Markmannsþjálfarinn okkar fékk rautt fyrir að segja að það stóð maður í rangstöðunni, það má víst ekki segja það. Þannig að ég hef mína skoðun varðandi þetta og ætla að hafa hana. Mér fannst við sýna karakter í lokin. Að spila manni færri í 60 mínútur eða meira er gríðarlega erfitt. Ég er stoltur af mínum mönnum að hafa þó fengið stig úr leiknum,“ sagði Siggi Raggi þungur í bragði. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik en höfðu misst fyrirliða sinn af velli með rautt spjald. Þeir ætluðu að verja markið í þeim síðari en það gekk illa. „Fyrst og fremst ætluðum við að verja okkar mark. Við vorum 2-0 yfir og manni færri. Þá leggjumst við aftar og gefum eftir ákveðin svæði á vellinum. Mörkin sem við fengum á okkur, eða allavega eitt mark fannst mér ekki löglega skorað. Það er bara mín skoðun. Þegar þú lendir síðan undir þá þarftu virkilega að sýna karakter þegar þú ert búinn að vera að hlaupa og berjast manni færri í nærri 60 mínútur. Það er það sem ég er ánægður með,“ sagði Siggi Raggi og í sömu andrá féll auglýsingaskiltið á bakið á honum. Keflvíkingar eru með 1 stig eftir 5 leiki spilaða í deildinni. Siggi Raggi telur möguleika á því að liðið styrki sig fyrir framhaldið. „Það er aldrei að vita. Það er ennþá tími til þess að styrkja leikmannahópinn okkar. Mér fannst við eiga að fá miklu meira út úr þessum leik í dag og vera með hann í hendi okkar þegar við fáum rautt spjald sem mér fannst ‚soft‘ tvö gul spjöld. Það skemmdi svolítið leikinn,“ sagði Siggi Raggi að lokum. Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Mér finnst við hafa verið rændir, það er mín tilfinning. Við vorum 2-0 yfir og Maggi fær rautt spjald hjá okkur. Hann fær gult spjald í fyrsta brotinu sínu í leiknum og ég held að hann fái gult spjald í þriðja brotinu sínu í leiknum. Mér fannst dómgæslan hafa alltof mikil áhrif hérna í dag og verða aðalatriðið. Það er brotið á leikmanni hjá okkur alveg beint fyrir framan nefið á aðstoðardómaranum þegar það er að koma fyrirgjöf og svo kemur skot í kjölfarið af því þar sem það stendur maður í rangstöðu fyrir markmanninum okkar. Mér fannst þessi atriði hafa rosaleg áhrif á leikinn. Markmannsþjálfarinn okkar fékk rautt fyrir að segja að það stóð maður í rangstöðunni, það má víst ekki segja það. Þannig að ég hef mína skoðun varðandi þetta og ætla að hafa hana. Mér fannst við sýna karakter í lokin. Að spila manni færri í 60 mínútur eða meira er gríðarlega erfitt. Ég er stoltur af mínum mönnum að hafa þó fengið stig úr leiknum,“ sagði Siggi Raggi þungur í bragði. Heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik en höfðu misst fyrirliða sinn af velli með rautt spjald. Þeir ætluðu að verja markið í þeim síðari en það gekk illa. „Fyrst og fremst ætluðum við að verja okkar mark. Við vorum 2-0 yfir og manni færri. Þá leggjumst við aftar og gefum eftir ákveðin svæði á vellinum. Mörkin sem við fengum á okkur, eða allavega eitt mark fannst mér ekki löglega skorað. Það er bara mín skoðun. Þegar þú lendir síðan undir þá þarftu virkilega að sýna karakter þegar þú ert búinn að vera að hlaupa og berjast manni færri í nærri 60 mínútur. Það er það sem ég er ánægður með,“ sagði Siggi Raggi og í sömu andrá féll auglýsingaskiltið á bakið á honum. Keflvíkingar eru með 1 stig eftir 5 leiki spilaða í deildinni. Siggi Raggi telur möguleika á því að liðið styrki sig fyrir framhaldið. „Það er aldrei að vita. Það er ennþá tími til þess að styrkja leikmannahópinn okkar. Mér fannst við eiga að fá miklu meira út úr þessum leik í dag og vera með hann í hendi okkar þegar við fáum rautt spjald sem mér fannst ‚soft‘ tvö gul spjöld. Það skemmdi svolítið leikinn,“ sagði Siggi Raggi að lokum.
Keflavík ÍF ÍBV Besta deild karla Tengdar fréttir Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35 Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Dramatík þegar Keflavík náði í sitt fyrsta stig Keflavík og ÍBV skildu jöfn í markaleik þegar liðin mættust í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Nettó-vellinum suður með sjó í dag. Eftir sveiflukenndan leik var niðurstaðan 3-3-jafntefli. 7. maí 2022 19:35