Verstappen gagnrýnir áreiðanleika RedBull Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 11:00 Verstappen var vægast sagt ósáttur. EPA-EFE/GREG NASH Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri, hefur gagnrýnt áreiðanleika liðs síns, Red Bull, eftir tímatökuna fyrir Miami-kappaksturinn. Verstappen telur RedBull vera að skaða möguleika sína á að verja heimsmeistaratitilinn. Hollendingurinn fljúgandi náði ekki ráspól í því sem verður fyrsti kappakstur Formúlu 1 í Miami eftir mistök á síðasta hring tímatökunnar. Hann kennir skort á þekkingu á eigin bíl um. Mistök Verstappen gerðu það að verkm að Charles Leclerc, helsti keppinautur Verstappen um þessar mundir, og samherji hans hjá Ferrari – Carlos Sainz – náðu efstu tveimur sætunum. „Ég náði aðeins fjórum eða fimm hringjum í gær, það er of lítið á nýrri braut og almennt í kappakstri sem fer fram á götum borga. Það er mjög mikilvægt að ná sem flestum hringjum til að skilja bílinn,“ sagði Verstappen um mistökin. Unlucky Max! A costly error for the Dutchman in the final stages of qualifying #MiamiGP #F1 pic.twitter.com/alE7EGLyKx— Formula 1 (@F1) May 7, 2022 „Á venjulegri braut er auðvelt að komast í ryðma en á götubraut er það mun erfiðara og við féllum í raun á þeim kafla,“ sagði Verstappen einnig. Að endingu sagði hann að helgin hefði verið mjög „sóðaleg“ og að RedBull hefði gert hlutina eins erfiða og mögulegt var. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hollendingurinn fljúgandi náði ekki ráspól í því sem verður fyrsti kappakstur Formúlu 1 í Miami eftir mistök á síðasta hring tímatökunnar. Hann kennir skort á þekkingu á eigin bíl um. Mistök Verstappen gerðu það að verkm að Charles Leclerc, helsti keppinautur Verstappen um þessar mundir, og samherji hans hjá Ferrari – Carlos Sainz – náðu efstu tveimur sætunum. „Ég náði aðeins fjórum eða fimm hringjum í gær, það er of lítið á nýrri braut og almennt í kappakstri sem fer fram á götum borga. Það er mjög mikilvægt að ná sem flestum hringjum til að skilja bílinn,“ sagði Verstappen um mistökin. Unlucky Max! A costly error for the Dutchman in the final stages of qualifying #MiamiGP #F1 pic.twitter.com/alE7EGLyKx— Formula 1 (@F1) May 7, 2022 „Á venjulegri braut er auðvelt að komast í ryðma en á götubraut er það mun erfiðara og við féllum í raun á þeim kafla,“ sagði Verstappen einnig. Að endingu sagði hann að helgin hefði verið mjög „sóðaleg“ og að RedBull hefði gert hlutina eins erfiða og mögulegt var.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira