Lífæð fyrir heilbrigðisþjónustu úti á landsbyggðinni Arnar Páll Gíslason og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifa 8. maí 2022 19:15 Mikil aukning hefur verið í fjölda sjúkraflutninga síðastliðinn áratug. Lítilsháttar fækkun átti sér þó stað á síðasta ári, sem er skiljanlegt þegar litið er til fækkunar á ferðamönnum í heimsfaraldrinum sem einkennt hefur líf okkar síðan í upphafi árs 2020. Sumrin hafa þó verið miklir álagspunktar í sjúkraflugum. Í júlí árið 2021 höfðu þó aldrei verið fleiri sjúkraflug flogin í einum mánuði. Þá voru flogin 100 sjúkraflug og sagði Oddur Ólafsson, forstöðulæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild skýringuna meðal annars geta verið aukning ferðamanna og að sérfræðingar á sjúkrastofnunum úti á landi séu í sumarfríi á þessum tíma og reynsluminna fólk í störfunum, þó ekki hafi verið farið í nákvæma greiningu. Í júlí 2019 voru sjúkraflugin 89, sem var stærsti mánuðurinn þar til í fyrra. Í gildi er samningur milli Landhelgisgæslunnar og Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflutning með þyrlum á flugsvæði sjúkraflugs á norður- og austursvæði landsins auk Vestmannaeyja og Vestfjarða, vegna erfiðra veðurskilyrða. Aðeins um 10% af öllum sjúkraflutningum með þyrlum Landhelgisgæslunnar falla undir þennan samning. Nú hafa landamærin opnast á ný og við sjáum aukningu í heimsóknum ferðamanna. Við fögnum því að sjá líf glæðast enn frekar í ferðaþjónustunni en með fleiri heimsóknum getur orðið aukning slysa og sjúkdóma á ný. Á Suðurlandi nánast þrefaldast fólksfjöldi landshlutans yfir sumartímann og því þurfum við að vera vel í stakk búin til að bregðast við með réttum hætti og búa viðbragðsaðilum okkar þær aðstæður og búnaði að fumlaus vinnubrögð séu sjálfsögð. Í svari við fyrirspurn minni til Heilbrigðisráðherra um meðalviðbragðstíma þyrlna við útköll þá kemur fram að miðað við staðsetningar þeirra í dag, er viðbragðstíminn töluvert undir ásættanlegum viðbragstíma sem er ein klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Flug að Selfossi tekur u.þ.b. 12 mínútur frá Reykjavík og flug þyrlna frá Reykjavík til Vestmannaeyja tekur um 25 mínútur. Ef það væri þyrla staðsett fyrir sjúkraflug á Suðurlandi myndi viðbragðstíminn minnka til muna. Hver mínúta skiptir, sérstaklega í neyðartilfellum, mjög miklu máli. Í samfélaginu okkar er uppi rík krafa um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Vegna þess hve fá við erum og byggðin dreifð, er þetta göfuga markmið langsótt. Hinsvegar er heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga gott og það eru leiðir til að jafna aðgengi landsmanna að þeirri sérhæfðu þjónustu sem ekki er raunhæft að halda úti í hverju héraði fyrir sig. Ein þessara leiða og kannski sú augljósa er að efla utanspítalaþjónustuna. Það net sjúkrabíla á landinu má þétta enn frekar en fyrst og síðast að efla þar mönnun og menntun.Annað úrræði sem þekkist víða í vestrænum heimi er notkun á sjúkraþyrlum sem bæði geta stytt flutningstíma til muna ásamt því að koma viðbragðsaðilum fyrr til skjólstæðinga svo hægt sé að hefja lífsbjargandi meðferð sem skiptir sköpum að sé rétt og skjót strax í upphafi en það hefur allt að segja um áframhaldandi bata skjólstæðingsins. Þyrlur sem sinna þessu hlutverki eru gríðarlega góð viðbót við það kerfi sem við nú þegar höfum en um er að ræða mikið og stórt skref í þá átt að jafna og tryggja aðgengi landmanna að heilbrigðisþjónustunni okkar allra. Þá er jákvætt að segja frá því að starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði skýrslunni Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi í ágúst 2018 þar sem aðkoma Landhelgisgæslunnar var m.a. til skoðunar. Þó hópurinn hafi verið sammála um mikilvægi þess að efla sjúkraflutninga með þyrlum var ekki eining innan hans um leiðir að því markmiði. Starfshópurinn lagði því til að settur yrði á samráðshópur með aðkomu lykilaðila í sjúkraflugi og stefnt er að því að sá hópur hefji störf fljótlega. Við í Framsókn sjáum mikil tækifæri í því að hefja hér tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi líkt og lagt var af stað með árið 2020. Það skiptir sköpum að við komum því verkefni af stað að nýju, hefjum útboð á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og tryggjum enn betur öryggi þeirra sem hér búa. Staðan hefur ekki verið ásættanleg m.a. í Vestmannaeyjum og biðin eftir utanspítalaþjónustu vegna tímalengdar hefur reynst dýrkeypt og við þurfum að koma í veg fyrir að tjón skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins verði meira vegna þess að við höfum ekki tólin og tækin til að tryggja tafarlausa þjónustu til þeirra sem á henni þurfa. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður og Arnar Páll Gíslason, frambjóðandi á lista Framsóknar í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Árborg Heilbrigðismál Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Mikil aukning hefur verið í fjölda sjúkraflutninga síðastliðinn áratug. Lítilsháttar fækkun átti sér þó stað á síðasta ári, sem er skiljanlegt þegar litið er til fækkunar á ferðamönnum í heimsfaraldrinum sem einkennt hefur líf okkar síðan í upphafi árs 2020. Sumrin hafa þó verið miklir álagspunktar í sjúkraflugum. Í júlí árið 2021 höfðu þó aldrei verið fleiri sjúkraflug flogin í einum mánuði. Þá voru flogin 100 sjúkraflug og sagði Oddur Ólafsson, forstöðulæknir á svæfinga- og gjörgæsludeild skýringuna meðal annars geta verið aukning ferðamanna og að sérfræðingar á sjúkrastofnunum úti á landi séu í sumarfríi á þessum tíma og reynsluminna fólk í störfunum, þó ekki hafi verið farið í nákvæma greiningu. Í júlí 2019 voru sjúkraflugin 89, sem var stærsti mánuðurinn þar til í fyrra. Í gildi er samningur milli Landhelgisgæslunnar og Sjúkratrygginga Íslands um sjúkraflutning með þyrlum á flugsvæði sjúkraflugs á norður- og austursvæði landsins auk Vestmannaeyja og Vestfjarða, vegna erfiðra veðurskilyrða. Aðeins um 10% af öllum sjúkraflutningum með þyrlum Landhelgisgæslunnar falla undir þennan samning. Nú hafa landamærin opnast á ný og við sjáum aukningu í heimsóknum ferðamanna. Við fögnum því að sjá líf glæðast enn frekar í ferðaþjónustunni en með fleiri heimsóknum getur orðið aukning slysa og sjúkdóma á ný. Á Suðurlandi nánast þrefaldast fólksfjöldi landshlutans yfir sumartímann og því þurfum við að vera vel í stakk búin til að bregðast við með réttum hætti og búa viðbragðsaðilum okkar þær aðstæður og búnaði að fumlaus vinnubrögð séu sjálfsögð. Í svari við fyrirspurn minni til Heilbrigðisráðherra um meðalviðbragðstíma þyrlna við útköll þá kemur fram að miðað við staðsetningar þeirra í dag, er viðbragðstíminn töluvert undir ásættanlegum viðbragstíma sem er ein klukkustund, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Flug að Selfossi tekur u.þ.b. 12 mínútur frá Reykjavík og flug þyrlna frá Reykjavík til Vestmannaeyja tekur um 25 mínútur. Ef það væri þyrla staðsett fyrir sjúkraflug á Suðurlandi myndi viðbragðstíminn minnka til muna. Hver mínúta skiptir, sérstaklega í neyðartilfellum, mjög miklu máli. Í samfélaginu okkar er uppi rík krafa um jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Vegna þess hve fá við erum og byggðin dreifð, er þetta göfuga markmið langsótt. Hinsvegar er heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga gott og það eru leiðir til að jafna aðgengi landsmanna að þeirri sérhæfðu þjónustu sem ekki er raunhæft að halda úti í hverju héraði fyrir sig. Ein þessara leiða og kannski sú augljósa er að efla utanspítalaþjónustuna. Það net sjúkrabíla á landinu má þétta enn frekar en fyrst og síðast að efla þar mönnun og menntun.Annað úrræði sem þekkist víða í vestrænum heimi er notkun á sjúkraþyrlum sem bæði geta stytt flutningstíma til muna ásamt því að koma viðbragðsaðilum fyrr til skjólstæðinga svo hægt sé að hefja lífsbjargandi meðferð sem skiptir sköpum að sé rétt og skjót strax í upphafi en það hefur allt að segja um áframhaldandi bata skjólstæðingsins. Þyrlur sem sinna þessu hlutverki eru gríðarlega góð viðbót við það kerfi sem við nú þegar höfum en um er að ræða mikið og stórt skref í þá átt að jafna og tryggja aðgengi landmanna að heilbrigðisþjónustunni okkar allra. Þá er jákvætt að segja frá því að starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði skýrslunni Aukin aðkoma þyrlna að sjúkraflugi í ágúst 2018 þar sem aðkoma Landhelgisgæslunnar var m.a. til skoðunar. Þó hópurinn hafi verið sammála um mikilvægi þess að efla sjúkraflutninga með þyrlum var ekki eining innan hans um leiðir að því markmiði. Starfshópurinn lagði því til að settur yrði á samráðshópur með aðkomu lykilaðila í sjúkraflugi og stefnt er að því að sá hópur hefji störf fljótlega. Við í Framsókn sjáum mikil tækifæri í því að hefja hér tilraunaverkefni um sjúkraþyrlu á Suðurlandi líkt og lagt var af stað með árið 2020. Það skiptir sköpum að við komum því verkefni af stað að nýju, hefjum útboð á vegum Heilbrigðisráðuneytisins og tryggjum enn betur öryggi þeirra sem hér búa. Staðan hefur ekki verið ásættanleg m.a. í Vestmannaeyjum og biðin eftir utanspítalaþjónustu vegna tímalengdar hefur reynst dýrkeypt og við þurfum að koma í veg fyrir að tjón skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins verði meira vegna þess að við höfum ekki tólin og tækin til að tryggja tafarlausa þjónustu til þeirra sem á henni þurfa. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður og Arnar Páll Gíslason, frambjóðandi á lista Framsóknar í Árborg.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar