Skoðun

Með forvörnum skal Fjörðinn byggja!

Björn Páll Fálki Valsson skrifar

Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda eru forvarnir enda eru það aðgerðir sem beinast að öllu samfélaginu, hópum eða einstaklingum innan þess. Það er samfélaginu hagfellt að forvarnir skili árangri og þá þarf allt samfélagið að koma að, bæði við stefnumörkun og framkvæmdar. Við viljum fá skýra heildar – og framtíðarsýn í forvarnarstörfum í Hafnarfirði enda lítum við ekki á forvarnir í verkefna- eða skammtímasamhengi.

Ávinningurinn af forvörnum er oftast í litlum skrefum því þarf þrautseigju, áhuga og úthald en það höfum við í Miðflokknum og óháðum. Eitt það erfiðasta sem maður horfir upp á er að sjá ungt fólk missa fótanna í lífinu vegna neyslu eða þurfa sætta sig við dauðaslys í umferðinni vegna aksturs undir áhrifum.

Þegar upp er staðið þá spara forvarnir fé og fólki líður betur og lifir jafnvel lengur, fólk heldur áfram að sinna sínum störfum sem halda samfélaginu gangandi og skapa hagvöxt. Sú sveitarstjórn sem sigrar sveitarstjórnarkosningarnar í framtíðinni geta þakkað okkur fyrir að setja fjármagn í forvarnir í dag.

Við viljum ekki missa fólk vegna ótímabærs dauða eða örorku og fyrir utan kostnaðinn fyrir heilbrigðiskerfið missir þjóðfélagið verðmæta þegna.

Við í Miðflokknum þorum og ætlum að gera og fara eftir alvöru forvarnaráætlun þvert á öll svið sveitarfélagsins.

Góð leið fyrir þig.

Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins og óháðra í Hafnarfirði.




Skoðun

Sjá meira


×