Sama hvað þú kýst Arnar Sigurðsson skrifar 9. maí 2022 07:45 Þann áttunda maí í fyrra hóf fyrsta frjálsa netverslun landsins með áfengi starfsemi sína og hafa neytendur notið ávinnings af hagstæðara vöruverði síðan þá. Netverslunin færir íslenskum neytendum milliliðalaus viðskipti með vín og bjór á heildsölustigi. Þannig fá neytendur gjarnan fjórðu bjórkippuna frítt í frelsinu en helsið hyglar tjah…einhverjum öðrum. Viðskiptafrelsi er forsenda þess sem kallað er ,,heilbrigð samkeppni” hvar upplýstir neytendur geti valið eða hafnað vörum eða þjónustu að eigin vild. Svo óumdeild er þessi kenning að íslenskur almenningur ver á hverju ári 540 milljónum í rekstur Samkeppniseftirlits. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér kosti virkrar samkeppni má benda á ótal skólabækur og ritgerðir auk erindis forstjóra eftirlitsins hvar tæpt er á atriðum er varða ,,nýsköpun, jöfnuð og spillingu”. Í erindinu nefnir núverandi forstjóri eftirlitsins að: Virk samkeppni vinnur gegn ójöfnuði og samkeppnisreglur vinna gegn því að eigendur fyrirtækja geti hagnast óheft á kostnað neytenda og viðskiptavina. Í niðurlagi álitsins áréttar samkeppnisforstjórinn svo að „allar stofnanir Stjórnarráðsins vinni að hagsmunum neytenda af virkri samkeppni“ sem auðvitað er áskorun til Alþingis um að leggja niður einokunarstofnunina ÁTVR. Margir telja að ef einokunarverslun með áfengi líði undir lok muni hið opinbera verða af skatttekjum sem er misskilningur. Áfengisgjald og virðisaukaskattur leggst á allt áfengi óháð sölufyrirkomulagi og þess vegna vinnur ríkið alltaf sama hvort þú kýst frelsi eða helsi. Höfundur rekur fyrirtækið Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þann áttunda maí í fyrra hóf fyrsta frjálsa netverslun landsins með áfengi starfsemi sína og hafa neytendur notið ávinnings af hagstæðara vöruverði síðan þá. Netverslunin færir íslenskum neytendum milliliðalaus viðskipti með vín og bjór á heildsölustigi. Þannig fá neytendur gjarnan fjórðu bjórkippuna frítt í frelsinu en helsið hyglar tjah…einhverjum öðrum. Viðskiptafrelsi er forsenda þess sem kallað er ,,heilbrigð samkeppni” hvar upplýstir neytendur geti valið eða hafnað vörum eða þjónustu að eigin vild. Svo óumdeild er þessi kenning að íslenskur almenningur ver á hverju ári 540 milljónum í rekstur Samkeppniseftirlits. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér kosti virkrar samkeppni má benda á ótal skólabækur og ritgerðir auk erindis forstjóra eftirlitsins hvar tæpt er á atriðum er varða ,,nýsköpun, jöfnuð og spillingu”. Í erindinu nefnir núverandi forstjóri eftirlitsins að: Virk samkeppni vinnur gegn ójöfnuði og samkeppnisreglur vinna gegn því að eigendur fyrirtækja geti hagnast óheft á kostnað neytenda og viðskiptavina. Í niðurlagi álitsins áréttar samkeppnisforstjórinn svo að „allar stofnanir Stjórnarráðsins vinni að hagsmunum neytenda af virkri samkeppni“ sem auðvitað er áskorun til Alþingis um að leggja niður einokunarstofnunina ÁTVR. Margir telja að ef einokunarverslun með áfengi líði undir lok muni hið opinbera verða af skatttekjum sem er misskilningur. Áfengisgjald og virðisaukaskattur leggst á allt áfengi óháð sölufyrirkomulagi og þess vegna vinnur ríkið alltaf sama hvort þú kýst frelsi eða helsi. Höfundur rekur fyrirtækið Sante.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar