Leita manns sem sakaður er um að hafa benslað bremsur ótal hjóla Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2022 20:03 Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, deildi myndinni í tveimur stórum Facebook-hópum í kvöld. Samsett Framkvæmdastjóri Hopp í Reykjavík biðlar til manns sem grunaður er um að stunda stórfelld skemmdarverk á rafhlaupahjólum fyrirtækisins um að gefa sig fram. Maðurinn er sagður hafa stundað það lengi að bensla bremsur fastar á hjólunum með dragböndum og þannig gert þau ónothæf. Óttast stjórnendur að aðgerðir hans geti stefnt öryggi notenda í hættu. „Við erum bara að auglýsa eftir honum því okkur langar að hitta hann. Hann er greinilega mjög reiður út í okkur og mig langar að vita af hverju hann er að gera þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, í samtali við Vísi. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Skemmdarverkin hafi staðið yfir í rúmt ár og dæmi um að tíu slík rafhlaupahjól finnist á sólarhring. „Ég er bara hrædd um að þetta eigi eftir að valda einhverjum skaða. Að einhver skanni hjólið, taki ekki eftir þessu í myrkri og byrji svo að reyna að hjóla af stað. Ég veit ekki hvort viðkomandi gæti hreinlega bara slasað sig af því að bremsan er í rauninni bensluföst,“ bætir hún við. Noti sífellt þykkari bensli Sæunn segir skemmdarverkin valda ýmsum ama fyrir starfsfólk Hopps sem þurfi að elta uppi hlaupahjólin sem búið sé að eiga við og klippa á dragböndin. „Hann er alltaf að setja þykkari og þykkari bensli þannig að við þurfum alltaf að kaupa nýjar og nýjar klippur.“ Sæunn segir að fyrst núna hafi hún fengið myndir af einstaklingi stunda þennan verknað og því ákveðið að auglýsa eftir honum. Umræddur einstaklingur var á reiðhjóli og er framkvæmdastjórinn því viss um að fleira sameini þau en sundri. Rafhlaupahjól hafa notið aukinna vinsælda á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Ég vil bara hitta kauða. Hann er hjólreiðamaður þannig að við erum að bera út sama boðskapinn. Við viljum ferðast um á umhverfisvænan hátt og hvort við getum ekki eitthvað unnið saman að breyttri og bættri borg frekar en að hann sé að valda svona skemmdarverkum á skútunum okkar.“ Sæunn bætir við að Hopp Reykjavík hafi ekki áhuga á því að leita til lögreglu vegna málsins og vilji frekar leysa málið í sátt. Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Við erum bara að auglýsa eftir honum því okkur langar að hitta hann. Hann er greinilega mjög reiður út í okkur og mig langar að vita af hverju hann er að gera þetta,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík, í samtali við Vísi. Bensl koma í ólíkum litum og stærðum.Kemi.is Skemmdarverkin hafi staðið yfir í rúmt ár og dæmi um að tíu slík rafhlaupahjól finnist á sólarhring. „Ég er bara hrædd um að þetta eigi eftir að valda einhverjum skaða. Að einhver skanni hjólið, taki ekki eftir þessu í myrkri og byrji svo að reyna að hjóla af stað. Ég veit ekki hvort viðkomandi gæti hreinlega bara slasað sig af því að bremsan er í rauninni bensluföst,“ bætir hún við. Noti sífellt þykkari bensli Sæunn segir skemmdarverkin valda ýmsum ama fyrir starfsfólk Hopps sem þurfi að elta uppi hlaupahjólin sem búið sé að eiga við og klippa á dragböndin. „Hann er alltaf að setja þykkari og þykkari bensli þannig að við þurfum alltaf að kaupa nýjar og nýjar klippur.“ Sæunn segir að fyrst núna hafi hún fengið myndir af einstaklingi stunda þennan verknað og því ákveðið að auglýsa eftir honum. Umræddur einstaklingur var á reiðhjóli og er framkvæmdastjórinn því viss um að fleira sameini þau en sundri. Rafhlaupahjól hafa notið aukinna vinsælda á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Ég vil bara hitta kauða. Hann er hjólreiðamaður þannig að við erum að bera út sama boðskapinn. Við viljum ferðast um á umhverfisvænan hátt og hvort við getum ekki eitthvað unnið saman að breyttri og bættri borg frekar en að hann sé að valda svona skemmdarverkum á skútunum okkar.“ Sæunn bætir við að Hopp Reykjavík hafi ekki áhuga á því að leita til lögreglu vegna málsins og vilji frekar leysa málið í sátt.
Rafhlaupahjól Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira