„Þetta fer alveg að koma saman. Ég er sérstaklega ánægður með það hvernig framkoma systranna er orðin. Þær eru ótrúlega slakar og flottar og augun svo flott. Þau eru bara ótrúlega örugg í öllu sem þau gera.“
Dómararennsli keppenda er í kvöld og Felix sagði að flutningur þeirra á því rennsli skipti miklu máli.
„Þetta í kvöld er mjög mikilvægt. Sumir segja að þetta lag verði svona dómaralag þannig að ef það er þannig, þá er það kvöldið í kvöld sem er aðal kvöldið.“
Íslenski hópurinn keppir á fyrra undankvöldi Eurovision annað kvöld.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.