Stéttaskipting í Reykjavík Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 10. maí 2022 09:01 Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Fasteignamarkaður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2018 var ég í fullu námi með barn og kærasta horfandi á vonlausan fasteignamarkað. Þar sem annað hvort ég eða kærastinn þyrftum hætta í námi og fara að vinna til að geta keypt okkur íbúð eða hreinlega sætta okkur við það að festast á leigumarkaðnum að námi loknu. Þriðji valmöguleikinn var sá að búa heima hjá foreldrunum, vinna með námi og á sumrin, spara hverja aukakrónu og vonast til að eiga fyrir útborgun eftir örfá ár. Við völdum það og eftir ár í hreiðrinu vildi svo heppilega til að gömlu voru ólm í að koma okkur út og lánuðu okkur fyrir útborgun ofan á það sem við höfðum sparað. Við komumst út en fasteignaverðbólgan hefur haldið áfram. Í fjögur ár hafa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, seðlabankastjóri og fjölmargir sérfræðingar varað við því að ef við förum ekki að byggja meira og hraðar muni skorturinn leiða af sér enn frekari verðhækkanir á íbúðarhúsnæði og verðbólgu. Nú hefur það raungerst og við sjáum afborganirnar af húsnæðislánunum okkar hækka um tugi þúsunda. Að því gefnu að maður standi undir þessum afborgunum sem er alls ekki sjálfgefið, erum við þó þau lánsömu. Því ef baklandið getur ekki hjálpað festist fólk á leigumarkaðnum í vítahring sí hækkandi leigu þökk sé verðbólgunni og eiga því enn minni möguleika á því að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þetta er ein besta leiðin til að breikka bilið milli stétta og hlekkja lág- og meðallaunafólk og er að svínvirka. Árangur skortsstefnunnar stendur ekki á sér Fyrir fjórum árum var húsnæðisskorturinn orðin áberandi mikill þegar meirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar lofuðu að næst myndu þau leysa málin. Núna, fjórum árum síðar, er húsnæðisvandinn enn verri og enn eru sömu veruleikafirrtu yfirlýsingarnar um metfjölda íbúða í byggingu frá sömu flokkum. Eftir 12 ár við völd geta þessir flokkað státað sig af því að hlutfall leigjenda sem þykir erfitt að verða sér úti um húsnæði hefur haldist sögulega hátt samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og sífellt stækkar hópur þeirra sem þarf á félagslegu húsnæði að halda. Það þarf að sporna við aukinni stéttaskiptingu og taka stöðu með Reykvíkingum Hækkun fasteignaverðs fylgir hækkun tekna af fasteignasköttum sem greiddir eru til Reykjavíkurborgar. Fyrir vikið hagnast borgin alveg heilmikið á skortsstefnunni sem Samfylkingin, Píratar, Vinstri grænir og Viðreisn hafa verið að reka, en það er beint á kostnað íbúanna. Það er óeðlilegt að borgin sem á styðja íbúana hafi svo mikinn hvata af hækkun fasteignaverðs. Á meðan er borgarstjóri að hreykja sér af fjölgun félagslegra íbúða en þær fjárfestingar eru bara smáræði miðað við það sem borgin græðir á verðhækkun íbúðarhúsnæðis. Þessu þarf að breyta enda lítill vilji hjá meirihlutanum til að taka á húsnæðisvandanum á meðan borgin hagnast svona mikið á honum. Þess vegna ætlum við Sjálfstæðismenn að frysta frekari hækkanir á fasteignagjöldum og taka þannig stöðu með borgarbúum. Við viljum stöðva þessa þróun og snúa dæminu við. Þessi aðgerð mun leiða til þess að borgarbúar munu borgar sömu krónutölu í fasteignagjöld út kjörtímabilið, óháð hækkandi fasteignamati, og borgin hættir að græða á stéttaskiptingu í Reykjavík. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar