Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir Gunnar Jónsson skrifar 10. maí 2022 09:30 Vinir Kópavogs eru grasrótarsamtök sem vilja tryggja að skipulagsákvarðanir séu yfirvegaðar, undirbúningur í samræmi við ferli sem mælt er fyrir um í lögum og hagsmunir heildarinnar hafðir að leiðarljósi. Það er nefnilega að mörgu að hyggja ef vel á að byggja. Vinir Kópavogs eru ekki stjórnmálahreyfing studd af skattfé. Þeir hafa hinsvegar óbilandi trú á málstaðnum og þurfa að finna aðrar leiðir til að koma honum á framfæri en keyptar auglýsingar. Sumir Vinanna hafa brugðið á það ráð að prenta borða til þess að koma skilaboðum á framfæri. Borðana hengja þeir síðan upp á lóðum sínum og eignum. Ýmiskonar skilaboð eru prentuð á borðana, þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa Vini Kópavogs. Iðulega er í þeim broddur sem beinist að bæjaryfirvöldum, enda snýst lýðræði beinlínis um að andæfa valdhöfum. Bæjaryfirvöld eru viðkvæmari fyrir gagnrýninni en hægt var að láta sér detta í hug. Sannleikanum verður víst hver sárreiðastur. Yfirvöld hafa sent starfsmenn bæjarins til þess að fjarlægja borðana. Það mun gert með vísan í lögreglusamþykkt, sem varðar auglýsingar á almannafæri. Borðarnir eru hinsvegar alls ekki á almannafæri heldur eignum þeirra sem setja þá upp. Skilaboðin eru stjórnarskrárvarin tjáning þeirra sem fram setja og borðarnir eign þeirra. Bæjaryfirvöld hafa ekki nokkra heimild til þess að fara inn á einkaeignir til að fjarlægja eigur þeirra sem þar búa. Væri slíkri heimild til að dreifa, sem ekki er, væri það lögreglunnar að fjarlægja en ekki saklausra bæjarstarfsmanna gerðra út af hörundssárum yfirvöldum. Aðsend Skömm er að bæjaryfirvöldum sem senda starfsmenn sína í lögleysu inn á lóðir Kópavogsbúa til þess að meina þeim að tjá skoðanir sínar. Enn meiri skömm er að yfirvöldum sem geta ekki tekið gagnrýni. Þetta athæfi bæjaryfirvalda undirstrikar nauðsyn þess að nýtt verklag verði tekið upp í samskiptum bæjaryfirvalda við Kópavogsbúa. Vinir Kópavogs munu taka upp nýtt verklag. Sjálfur lét ég prenta og setja upp borða með aðlögun að fleygum orðum úr Dýrunum í Hálsaskógi „Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir". Athæfi bæjaryfirvalda sýnir að ég hefði átt að hafa borðann stærri og skilaboðin skýrari. Refir eiga nefnilega misauðvelt með að læra. Höfundur er Kópavogsbúi og aðdáandi Thorbjörns Egner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs eru grasrótarsamtök sem vilja tryggja að skipulagsákvarðanir séu yfirvegaðar, undirbúningur í samræmi við ferli sem mælt er fyrir um í lögum og hagsmunir heildarinnar hafðir að leiðarljósi. Það er nefnilega að mörgu að hyggja ef vel á að byggja. Vinir Kópavogs eru ekki stjórnmálahreyfing studd af skattfé. Þeir hafa hinsvegar óbilandi trú á málstaðnum og þurfa að finna aðrar leiðir til að koma honum á framfæri en keyptar auglýsingar. Sumir Vinanna hafa brugðið á það ráð að prenta borða til þess að koma skilaboðum á framfæri. Borðana hengja þeir síðan upp á lóðum sínum og eignum. Ýmiskonar skilaboð eru prentuð á borðana, þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa Vini Kópavogs. Iðulega er í þeim broddur sem beinist að bæjaryfirvöldum, enda snýst lýðræði beinlínis um að andæfa valdhöfum. Bæjaryfirvöld eru viðkvæmari fyrir gagnrýninni en hægt var að láta sér detta í hug. Sannleikanum verður víst hver sárreiðastur. Yfirvöld hafa sent starfsmenn bæjarins til þess að fjarlægja borðana. Það mun gert með vísan í lögreglusamþykkt, sem varðar auglýsingar á almannafæri. Borðarnir eru hinsvegar alls ekki á almannafæri heldur eignum þeirra sem setja þá upp. Skilaboðin eru stjórnarskrárvarin tjáning þeirra sem fram setja og borðarnir eign þeirra. Bæjaryfirvöld hafa ekki nokkra heimild til þess að fara inn á einkaeignir til að fjarlægja eigur þeirra sem þar búa. Væri slíkri heimild til að dreifa, sem ekki er, væri það lögreglunnar að fjarlægja en ekki saklausra bæjarstarfsmanna gerðra út af hörundssárum yfirvöldum. Aðsend Skömm er að bæjaryfirvöldum sem senda starfsmenn sína í lögleysu inn á lóðir Kópavogsbúa til þess að meina þeim að tjá skoðanir sínar. Enn meiri skömm er að yfirvöldum sem geta ekki tekið gagnrýni. Þetta athæfi bæjaryfirvalda undirstrikar nauðsyn þess að nýtt verklag verði tekið upp í samskiptum bæjaryfirvalda við Kópavogsbúa. Vinir Kópavogs munu taka upp nýtt verklag. Sjálfur lét ég prenta og setja upp borða með aðlögun að fleygum orðum úr Dýrunum í Hálsaskógi „Öll dýrin í Kópavogi eiga að vera vinir". Athæfi bæjaryfirvalda sýnir að ég hefði átt að hafa borðann stærri og skilaboðin skýrari. Refir eiga nefnilega misauðvelt með að læra. Höfundur er Kópavogsbúi og aðdáandi Thorbjörns Egner.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun