Röddin á Króknum er fjórtán ára „fæddur performer“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2022 10:30 Hlífar Óli Dagsson hefur staðið sig frábærlega í úrslitakeppninni alveg eins og allt Tindastólsliðið. S2 Sport Það voru ekki bara yfirburðir hjá Tindastól inn á vellinum á móti Val í öðrum leik lokaúrslitanna heldur áttu þeir sem fyrr stúkuna líka. Sá sem kemur liðinu og stuðningsmönnunum í gang í kynningunni er yngri en flestir halda sem heyra hann fara á kostum. Tindastóls-stuðningsmaðurinn Hlífar Óli Dagsson sló í gegn hjá strákunum í Subway Körfuboltakvöldi í gær og var eftir leikinn ekki bara valinn stuðningsmaður leiksins heldur fékk líka að mæta til þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í beinni. „Við erum komnir með Hlífar Óla Dagsson í settið sem hlóð í eina mögnuðustu kynningu sem við höfum heyrt eins og hann hefur gert alla úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta er alveg geggjað. Ég sá hann ekki áðan þegar hann var að kynna og ég hélt að þetta væri fertugur karlmaður. Svo kíkti ég og sá að þetta er strákur fæddur 2007. Þvílíkur meistari,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Kjartan Atli spilaði síðan brot úr kynningu Hlífars en hann verður ekki fimmtán ára fyrr en í október. „Hérna heyrum við þetta Hlífar Óli. Undirbýrð þú þig mikið fyrir kynningarnar,“ spurði Kjartan Atli og strákurinn var fljótur að svara. „Neibb, ég geri þetta bara á staðnum. Ég finn þetta bara hjá mér og ég er bara fæddur performer,“ sagði Hlífar Óli. Klippa: Fimmtán ára strákur sér um kynningarnar í Síkinu Hann segist ekkert vera að pæla í því hvernig aðrir kynnar eru að kynna lið sín til leiks hvort sem það er í NBA-deildinni eða annars staðar. „Nei, ég er bara svona góður í þessu,“ sagði Hlífar sem verður ekkert stressaður þótt að húsið sé fullt af fólki. „Það er galinn stemning hér og Hlífar þú sannarlega keyrir hana í gang. Eftir að leikurinn var búinn þá hljóp ég til að fá mynd af mér með þér. Þú stóðst þig stórkostlega eins og þú ert búinn að gera í allan vetur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Það má sjá sjá allt viðtalið við strákinn sem og brot úr kynningunni hans í myndbandinu hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Tindastóls-stuðningsmaðurinn Hlífar Óli Dagsson sló í gegn hjá strákunum í Subway Körfuboltakvöldi í gær og var eftir leikinn ekki bara valinn stuðningsmaður leiksins heldur fékk líka að mæta til þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í beinni. „Við erum komnir með Hlífar Óla Dagsson í settið sem hlóð í eina mögnuðustu kynningu sem við höfum heyrt eins og hann hefur gert alla úrslitakeppnina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Þetta er alveg geggjað. Ég sá hann ekki áðan þegar hann var að kynna og ég hélt að þetta væri fertugur karlmaður. Svo kíkti ég og sá að þetta er strákur fæddur 2007. Þvílíkur meistari,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Kjartan Atli spilaði síðan brot úr kynningu Hlífars en hann verður ekki fimmtán ára fyrr en í október. „Hérna heyrum við þetta Hlífar Óli. Undirbýrð þú þig mikið fyrir kynningarnar,“ spurði Kjartan Atli og strákurinn var fljótur að svara. „Neibb, ég geri þetta bara á staðnum. Ég finn þetta bara hjá mér og ég er bara fæddur performer,“ sagði Hlífar Óli. Klippa: Fimmtán ára strákur sér um kynningarnar í Síkinu Hann segist ekkert vera að pæla í því hvernig aðrir kynnar eru að kynna lið sín til leiks hvort sem það er í NBA-deildinni eða annars staðar. „Nei, ég er bara svona góður í þessu,“ sagði Hlífar sem verður ekkert stressaður þótt að húsið sé fullt af fólki. „Það er galinn stemning hér og Hlífar þú sannarlega keyrir hana í gang. Eftir að leikurinn var búinn þá hljóp ég til að fá mynd af mér með þér. Þú stóðst þig stórkostlega eins og þú ert búinn að gera í allan vetur,“ sagði Bjarki Ármann Oddsson, sérfræðingur í Körfuboltakvöldinu í Síkinu í gær. Það má sjá sjá allt viðtalið við strákinn sem og brot úr kynningunni hans í myndbandinu hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira