Blómlegt atvinnulíf í Garðabæ Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock skrifar 10. maí 2022 12:45 Garðabær er vaknaður til lífsins og er ekki lengur svefnbær. Verslun og þjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár þar sem eftirspurn eftir þjónustu í nærumhverfi hefur aukist til muna. Í Garðabæ er komið gott úrval veitingastaða, verslanir af ýmsum toga og áhugaverð þjónustufyrirtæki sem séð hafa tækifæri á að staðsetja sig í bæjarfélaginu. Sóknarfæri Atvinnulífið í Garðabæ er búið að slíta barnskónum og það er kominn tími til að hugsa stærra og grípa tækifærið, það eru sóknarfæri. Því tel ég skynsamlegt að sveitafélagið komi að stofnun Markaðstofu Garðabæjar sem hefur það að megin markmiði að efla og styðja við atvinnu og menningarlíf í bænum. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg svo að verslun og þjónusta blómstri í bæjarfélaginu. Markaðsstofa Garðabæjar myndi nýtast sem samstarfsvettvangur stjórnsýslunar og atvinnulífsins í bæjarfélaginu til að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Hún kæmi að viðburðahaldi, viðburðadagatali, laða fyrirtæki til bæjarins, ímyndarmálum sem og að markaðssetningu á verslunarkjörnum bæjarins ásamt því að stuðla að nýsköpun og skapandi umhverfi fyrir listir og menningu. Markmiðið væri að skapa ímynd sem endurspeglar rétta mynd af bæjarfélaginu og draga fram það besta sem bærinn hefur upp á bjóða í menningu, listum, verslun og þjónustu. Nágrannasveitafélög okkar, Kópavogur og Hafnarfjörður, hafa bæði tekið skrefið og nú er komið að Garðabæ. 101 Garðabær Sjálf er ég fædd og uppalinn í Garðabæ, ég er atvinnurekandi á Garðatorgi og er ánægð með þróunina á torginu undanfarin ár. Hinsvegar getum við gert betur og tryggt Garðatorg enn frekar í sessi sem miðbæ Garðabæjar. Á Garðatorgi eru fjölbreyttar verslanir með sterka sérstöðu og með samrýmdu átaki og samstarfi getum við gert það enn betra. Til að mynda eru bílastæði torgsins yfirleitt þétt setin yfir daginn af öðrum en viðskiptavinum Garðatorgs. En það er annað mál. Öflug verslun og þjónusta ásamt skapandi listum í nærumhverfinu eykur lífsgæði bæjarbúa og styrkir samfélagið. Framsókn í Garðabæ leggur áherslu á stofnun Markaðstofu Garðabæjar til að styðja við verslun, þjónustu, listir og menningu í Garðabæ. Er ekki bara best… Höfundur er frambjóðandi Framsóknar og verslunareigandi á Garðatorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Garðabær er vaknaður til lífsins og er ekki lengur svefnbær. Verslun og þjónusta hefur vaxið hratt undanfarin ár þar sem eftirspurn eftir þjónustu í nærumhverfi hefur aukist til muna. Í Garðabæ er komið gott úrval veitingastaða, verslanir af ýmsum toga og áhugaverð þjónustufyrirtæki sem séð hafa tækifæri á að staðsetja sig í bæjarfélaginu. Sóknarfæri Atvinnulífið í Garðabæ er búið að slíta barnskónum og það er kominn tími til að hugsa stærra og grípa tækifærið, það eru sóknarfæri. Því tel ég skynsamlegt að sveitafélagið komi að stofnun Markaðstofu Garðabæjar sem hefur það að megin markmiði að efla og styðja við atvinnu og menningarlíf í bænum. Það er hlutverk stjórnvalda að skapa umgjörð og jarðveg svo að verslun og þjónusta blómstri í bæjarfélaginu. Markaðsstofa Garðabæjar myndi nýtast sem samstarfsvettvangur stjórnsýslunar og atvinnulífsins í bæjarfélaginu til að vinna að sameiginlegum hagsmunum. Hún kæmi að viðburðahaldi, viðburðadagatali, laða fyrirtæki til bæjarins, ímyndarmálum sem og að markaðssetningu á verslunarkjörnum bæjarins ásamt því að stuðla að nýsköpun og skapandi umhverfi fyrir listir og menningu. Markmiðið væri að skapa ímynd sem endurspeglar rétta mynd af bæjarfélaginu og draga fram það besta sem bærinn hefur upp á bjóða í menningu, listum, verslun og þjónustu. Nágrannasveitafélög okkar, Kópavogur og Hafnarfjörður, hafa bæði tekið skrefið og nú er komið að Garðabæ. 101 Garðabær Sjálf er ég fædd og uppalinn í Garðabæ, ég er atvinnurekandi á Garðatorgi og er ánægð með þróunina á torginu undanfarin ár. Hinsvegar getum við gert betur og tryggt Garðatorg enn frekar í sessi sem miðbæ Garðabæjar. Á Garðatorgi eru fjölbreyttar verslanir með sterka sérstöðu og með samrýmdu átaki og samstarfi getum við gert það enn betra. Til að mynda eru bílastæði torgsins yfirleitt þétt setin yfir daginn af öðrum en viðskiptavinum Garðatorgs. En það er annað mál. Öflug verslun og þjónusta ásamt skapandi listum í nærumhverfinu eykur lífsgæði bæjarbúa og styrkir samfélagið. Framsókn í Garðabæ leggur áherslu á stofnun Markaðstofu Garðabæjar til að styðja við verslun, þjónustu, listir og menningu í Garðabæ. Er ekki bara best… Höfundur er frambjóðandi Framsóknar og verslunareigandi á Garðatorgi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar