Tónlist

Horfðu á öll framlög Íslands til Eurovision frá upphafi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ísland tók fyrst þátt í Eurovision með Gleðibankanum árið 1986 og hefur aðeins tvisvar síðan þá sleppt þátttöku í keppninni: Árin 1998 og 2002.
Ísland tók fyrst þátt í Eurovision með Gleðibankanum árið 1986 og hefur aðeins tvisvar síðan þá sleppt þátttöku í keppninni: Árin 1998 og 2002. Vísir

Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld. Til undirbúnings, upprifjunar og stemningsauka eru hér öll framlög Íslands til Eurovision frá árinu 1990. 

Icy - Gleðibankinn

Framlag Íslands til Eurovision 1986 en keppnin fór fram í Bergen í Noregi. Ísland hafnaði í sextánda sæti með nítján stig. 

Halla Margrét - Hægt og hljótt 

Framlag Íslands til Eurovision 1987 en keppnin fór fram í Brussel í Belgíu. Ísland hafnaði í sextánda sæti með 28 stig.

Beathoven - Þú og þeir (Sókrates)

Framlag Íslands í Eurovision árið 1988 en keppnin fór fram í Dublin á Írlandi. Ísland hafnaði í sextánda sæti með tuttugu stig. 

Daníel Ágúst Haraldsson - Það sem enginn sér

Framlag Íslands í Eurovision árið 1989 en keppnin fór fram í Lausanne í Sviss. Ísland endaði í 22 sæti með núll stig. 

Stjórnin - Eitt lag enn

Framlag Íslands til Eurovision árið 1990 en keppnin fór fram í Zagreb í Júgóslavíu. Ísland hafnaði í fjórða sæti með 124 stig. 

Stefán og Eyfi - Nína

Framlag Íslendinga til Eurovision árið 1991 en keppnin fór fram í Róm á Ítalíu. Ísland hafnaði í fimmtánda sæti með 26 stig.

Heart 2 Heart - Nei eða já

Framlag Íslands til Eurovision 1992 en keppnin fór fram í Malmö í Svíþjóð. Ísland hafnaði í sjöunda sæti með áttatíu stig. 

 Inga - Þá veistu svarið

Framlag Íslands til Eurovision árið 1993 en keppnin fór fram í Millstreet á Írlandi. Ísland hafnaði í þrettánda sæti með 42 stig.

Sigga - Nætur

Framlag Íslendinga til Eurovision árið 1994 en keppnin fór fram í Dublin á Írlandi. Ísland hafnaði í tólfta sæti með 49 stig.

Bo Halldórsson - Núna

Framlag Íslendinga til Eurovision árið 1995 en keppnin fór fram í Dublin á Írlandi. Ísland hafnaði í fimmtánda sæti með 31 stig. 

Anna Mjöll - Sjúbídú

Framlag Íslands til Eurovision árið 1996 en keppnin fór fram í Osló í Noregi. Ísland hafnaði í tíunda sæti með 59 stig. 

Páll Óskar - Minn hinsti dans

Framlag Íslands til Eurovision 1997 en keppnin fór fram í Dublin á Írlandi. Ísland hafnaði í 20 sæti með átján stig.

Selma - All Out of Luck 

Framlag Íslands til Eurovision 1999 en keppnin fór fram í Jerúsalem í Ísrael. Ísland tók ekki þátt í keppninni árið 1998 en hafnaði árið 1999 í öðru sæti með 146 stig. 

Einar Ágúst og Telma - Tell Me! 

Framlag Íslands til Eurovision 2000 en keppnin fór fram í Stokkhólmi í Svíþjóð. Ísland endaði í tólfta sæti með 45 stig. 

Two Tricky - Angel 

Framlag Íslands til Eurovision 2001 en keppnin fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku. Ísland endaði í 22 sæti með þrjú stig. 

Birgitta - Open Your Heart 

Ísland tók ekki þátt í Eurovision árið 2002. Framlag Íslands í Eurovision árið 2003 en keppnin fór fram í Riga í Lettlandi. Ísland lenti í áttunda sæti með 81 stig. 

Jónsi - Heaven

Framlag Íslands til Eurovision 2004 en keppnin fór fram í Istanbul í Tyrklandi. Ísland endaði í nítjánda sæti með sextán stig. 

Selma - If I Had Your Love

Framlag Íslands til Eurovision 2005 en keppnin fór fram í Kænugarði í Úkraínu. Ísland komst ekki áfram í úrslit. 

Silvía Nótt - Congratulations 

Framlag Íslands til Eurovision 2006 en keppnin fór fram í Aþenu í Grikklandi. Ísland komst ekki upp úr undanriðlinum þetta árið.

Eiríkur Hauksson - Valentine Lost

Framlag Íslands til Eurovision árið 2007 en keppnin fór fram í Helsinki í Finnlandi. Ísland komst ekki áfram í úrslit. 

Euroband - This Is My Life

Framlag Íslands til Eurovision 2008 en keppnin fór fram í Belgrad í Serbíu. Ísland lenti í fjórtánda sæti með 64 stig.

Jóhanna Guðrún - Is It True

Framlag Íslands til Eurovision árið 2009 en keppnin fór fram í Moskvu í Rússlandi. Eins og frægt er orðið lenti Jóhanna í öðru sæti með 218 stig. 

Hera Björk - Je Ne Sais Quoi 

Framlag Íslands til Eurovision 2010 en keppnin fór fram í Osló í Noregi. Ísland lenti í nítjánda sæti með 41 stig.

Sjonni's Friends - Coming home

Framlag Íslands til Eurovision 2011 en keppnin fór fram í Düsseldorf í Þýskalandi. Ísland endaði í tuttugasta sæti með 61 stig.

Gréta Salóme & Jónsi - Never Forget

Framlag Íslands til Eurovision 2012 en keppnin fór fram í Bakú í Aserbaídsjan. Ísland hafnaði í tuttugasta sæti með 46 stig.

Eyþór Ingi - Ég á líf

Framlag Íslands til Eurovision 2013 en keppnin fór fram í Malmö í Svíþjóð. Ísland lenti í sautjánda sæti með 47 stig.

Pollapönk - No Prejudice 

Framlag Íslands til Eurovision 2014 en keppnin fór fram í Kaupmannahöfn í Danmörku. Ísland lenti í fimmtánda sæti með 58 stig.

Maria Olafs - Unbroken 

Framlag Íslands til Eurovision 2015 en keppnin fór fram í Vín í Austurríki. Ísland komst ekki áfram í úrslitin. 

Greta Salóme - Hear Them Calling 

Framlag Íslands til Eurovision árið 2016 en keppnin fór fram í Stokkhólmi í Svíþjóð. Ísland komst ekki áfram í úrslitin.

Svala - Paper 

Framlag Íslands til Eurovision árið 2017 en keppnin fór fram í Kænugarði í Úkraínu. Ísland komst ekki áfram í úrslitin. 

Ari Ólafsson - Our Choice

Framlag Íslands í Eurovision árið 2018 en keppnin fór fram í Lissabon í Portúgal. Ísland komst ekki áfram í úrslitin. 

Hatari - Hatrið mun sigra

Framlag Íslands til Eurovision 2019 en keppnin fór fram í Tel Aviv í Ísrael. Ísland lenti í tíunda sæti með 232 stig. 

Daði og Gagnamagnið - Think About Things

Framlag Íslands til Eurovision árið 2020 en keppnin fór ekki fram vegna kórónuveirufaraldursins. Vegna vinsælda lagsins var samt eiginlega ekki hægt að sleppa því, enda var Íslandi spáð sigri.... hefði keppnin farið fram. 

Daði og Gagnamagnið - 10 Years

Framlag Íslands til Eurovision árið 2021 en keppnin fór fram í Rotterdam í Hollandi. Ísland lenti í fjórða sæti með 378 stig. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.