Mannréttindi fólks með fötlun Víðir Sigurðsson skrifar 10. maí 2022 18:31 Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Sjá meira
Í vetur hefur endurtekið verið í fréttum frásagnir af Hilmari Kolbeins, fjölfötluðum manni, og glímu hans við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Sorgleg upplifun Hilmars er því miður ekki einstakt tilfelli. Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum fólks með fötlun er skýr. Stefnan byggir á lögum og hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og var samþykkt í borgarstjórn árið 2011. Þjónustan á að vera einstaklingsmiðuð, heildstæð og sveigjanleg og styðja við sjálfstætt og innihaldsríkt líf fatlaðs fólks innan og utan heimilis. Í ágúst 2020 gaf Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin eru 4, þau byggja á lögum og í þeim eru skilgreindar kröfurnar sem að þjónustan á að uppfylla: 1) Þjónustan gerir notandanum kleift að lifa sjálfstæðu lífi 2) Notandinn tekur þátt í að móta þjónustuna sem að hann fær 3) Notandinn ber traust til þeirra sem að veita honum þjónustuna 4) Þjónustan sem að notandinn fær er örugg og áreiðanleg. Hilmar Kolbeins á eigin íbúð en hann hefur ekki getað búið í henni vegna þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur ekki uppfyllt þjónustuskyldur sínar gagnvart Hilmari. Undanfarið ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimilum og spítölum á víxl til þess að fá þá umönnun sem að honum ber. Hörmungarsaga Hilmars af samskiptum sínum við Velferðarsvið er mikill álitshnekkir fyrir borgina sem að óþarfi er að tíunda frekar en svo að skv. nýjustu fréttinni þá hafði hann ekki komist í bað í 3 mánuði! Velferðarsvið þrætir fyrir augljós mannréttindabrot sín en það á vitanlega ekki að standa í þrætum við umbjóðendur sína. Andsvar Velferðarsviðs, sem birt var í fréttum 5. maí síðastliðinn, við þessari augljósu hneisu var tilfinningastormur um eigið ágæti. „Starfsfólki Velferðarsviðs er annt um notendur þjónustunnar og leggur sig fram við að koma til móts við óskir og þarfir þeirra. Í þessu máli sem öðrum verður áfram unnið af alúð að því að veita stuðning.“ Mér er til efs að það finnist einhver sem að ekki biðst undan svona alúð! Vert er að hafa í huga að útsvarsgreiðendum í Reykjavík er gert að greiða fyrir auglýsta þjónustu en það er djúpt gap á milli þeirrar þjónustu og þjónustunnar sem að Velferðarsvið veitir „af alúð“. Núverandi framkvæmdarstjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals- og Háaleitishverfis hefur beitt sér með einkar ósmekklegum hætti gegn því að fólk með fötlun fái þá þjónustu og að búið sé að þeim í samræmi við lög og stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra. Athafnir framkvæmdarstjórans hafa valdið stórfelldum hörmungum fyrir valdalausa fatlaða einstaklinga í búsetuúrræði sem að hún ber ábyrgð á. Íbúar eru læstir inni, aðstandendur eru blekktir og upplýsingum er haldið frá þeim, dæmi eru um endurtekin alvarleg umferðarslys sem að fylgdu stórfelld eignartjón og haldið er frá lögreglu játningum starfsmanna um að hafa misboðið íbúum kynferðislega. Þetta mál er þekkt í kerfinu og það hefur verið á borði borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar síðan 18. mars 2021. Borgarstjóri hefur vísað málinu endurtekið til sviðstjóra Mannauðssviðs og einnig til borgarritara. Málið er vandræðalegt og Reykjavíkurborg til minnkunnar. Sviðsstjóri Mannauðssviðs hringlar með málið fram og til baka. Nú fyrir skömmu segist hún hafa kallað eftir upplýsingum frá Velferðarsviði og að verið sé að leggja lokahönd á rannsókn málsins. Raunverulega skýringin á drætti málsins er augljós spilling og vanhæfni sem að erfitt er að fela eða þagga niður. Framkvæmdarstjórinn reyndi að knýja fram sína eigin stefnu sem að fólst í því að íbúarnir ættu að aðlagast vinnustaðnum og hentisemi einstakra stjórnenda og starfsmanna. Þessi „einkastefna“ framkvæmdarstjórans er augljóslega á skjön við auglýsta þjónustu Reykjavíkurborgar. Vegna hamfaranna sem að geðþótti framkvæmdarstjórans olli þá herma nýlegar fréttir til þess að hún hafi neyðst til að slaka á klónni og að viðurkenna það að íbúinn ætti að njóta vafans. Það sem að gerir einstaka stjórnendum á Velferðarsviði kleyft að framfylgja eigin hentistefnu í málefnum fatlaðra í stað þess að fylgja þeim skýru fyrirmælum sem að koma fram í opinberri stefnu Reykjavíkurborgar, og byggjast á lögum, er áhugaleysi kjörinna borgarfulltrúa á málefnum fatlaðra. Borgarfulltrúar sinna augljóslega ekki eftirlitsskyldu sinni og það þrátt fyrir að vanefndirnar rati endurtekið í fjölmiðla og einnig inná þeirra borð. Þessi skortur á pólitískri eftirfylgd veldur því að hugarfarið er ennþá á Kópavogshæl þrátt fyrir metnaðarfull markmið! Meira síðar, Höfundur er þroskaþjálfi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun