Sléttuvegur 11-13 Rannveig Ernudóttir skrifar 11. maí 2022 10:46 Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni. Sjálfri þykir mér að mikið hafi vantað upp á hvaða aðgerðir Flokkur fólksins ætlar í til að ná sínum málefnum fram, en það er þeirra mál að kynna. Ég vil hins vegar ávarpar sérstaklega eina spurningu sem Kolbrún Baldursdóttir fékk. Sú spurning snerist um þá aðgerð Reykjavíkurborgar að loka opnu félagsstarfi fyrir íbúa á Sléttuvegi 11-13. Spurningin sjálf er góð og gild, enda hefur sú aðgerð valdið skiljanlegri óánægju meðal íbúa sem hafa m.a. reynt að fá aðstoð öldungaráðs Reykjavíkurborgar við að verja aðstöðuna sína og hafa þau lagt mikið á sig til þess að fá að halda henni, án árangurs. Svar Kolbrúnar vekur upp undrun mína, því hún segist ekkert kannast við þá aðgerð og að verið sé að klípa af alls konar félagsstarfi borgarinnar sem hún sé ekki sammála að eigi að gera. Við Kolbrún vorum saman í stýrihóp um stefnumótun í þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk. Þar fékk hún öll gögn sem varða einmitt þessa lokun sem og aðrar hugmyndir, og studdi hún það sem lagt var til. Ég var í þessum hópi fyrir Pírata, valin vegna reynslu minnar og þekkingar í þessum málaflokki, en ég hef 11 ára reynslu af vettvangi félagsstarfs fullorðinna og aldraðra. Ég varð fljótlega ósátt með vinnu hópsins og tilkynnti þá óánægju mína. Fyrst og fremst var ég ósátt við þær aðgerðir sem hópurinn lagði upp með að farið yrði í. Sárlega vantaði almennilegt samráð við notendahópa, auk þess sem mæting fulltrúa í stýrihópnum í stuttar heimsóknir félagsstarfsins var stopul, og var þar að auki lítill skilningur var á því hvaða afleiðingar vangaveltur um að leggja niður félagsstarf hér og þar um borgina, án þarfagreiningar og almennilegra áætlana um hvað annað ætti að nota húsnæðið í. Ég fékk lítinn stuðning innan hópsins fyrir þessar athugasemdir mínar, það var þá helst frá formanni öldungaráðs, sem gat tekið undir gagnrýni mína og hafði á henni skilning. Kolbrún hins vegar var fylgjandi öllu því sem kom fram í vinnunni og fannst liggja á að skila vinnunni af sér. Á meðan var ég að biðja um að hópurinn myndi óska eftir fresti til að skila af sér vinnunni. Þann 19. ágúst 2020 var skýrsla stýrihópsins kynnt á fundi velferðarráðs, en í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að loka skuli salnum á Sléttuvegi 11-13. Kolbrún bæði sat þennan fund velferðarráðs, sem og tók þátt í bókun alls ráðsins, sem er eftirfarandi: „Stýrihópnum er þakkað fyrir góða vinnu og er falið að ljúka gerð stefnunnar í samræmi við umræður á fundi velferðarráðs ásamt kostnaðarmati.” Mín afstaða endaði með þeim hætti að ég tilkynnti að ég myndi ekki vilja láta nafn mitt við þessa vinnu og fór svo að verkið allt fraus. Þó reyndi ég að fá hópinn til þess að halda áfram að vinna, þá vandlega, og klára verkið. Það vekur því furðu mína, eftir samskipti mín sem og vinnu með Kolbrúnu í stýrihópnum, þar sem hún studdi allar umræður og tillögur um hvers kyns lokanir, þvert á ráðleggingar mínar, sem ég byggði á reynslu og samstarfi við kollega mína í félagsstarfi fullorðinna, að hún þykist svo í viðtalinu ekkert vita um þessa lokun. Það er á hreinu að Kolbrún, ekki bara vissi af þessum aðgerðum, heldur studdi þær. Þetta eru óheiðarleg stjórnmál. Höfundur er varaborgarfulltrúi og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Píratar Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, Kolbrún Baldursdóttir, sat nýverið í oddvitaspjalli á Bylgjunni þar sem hlustendur gátu hringt inn og spurt hana spjörunum úr. Ýmislegt má segja um viðtalið, bara eins og gengur og gerist í stjórnmálum, enda höfum við öll mismunandi skoðanir og eigum okkar málefni. Sjálfri þykir mér að mikið hafi vantað upp á hvaða aðgerðir Flokkur fólksins ætlar í til að ná sínum málefnum fram, en það er þeirra mál að kynna. Ég vil hins vegar ávarpar sérstaklega eina spurningu sem Kolbrún Baldursdóttir fékk. Sú spurning snerist um þá aðgerð Reykjavíkurborgar að loka opnu félagsstarfi fyrir íbúa á Sléttuvegi 11-13. Spurningin sjálf er góð og gild, enda hefur sú aðgerð valdið skiljanlegri óánægju meðal íbúa sem hafa m.a. reynt að fá aðstoð öldungaráðs Reykjavíkurborgar við að verja aðstöðuna sína og hafa þau lagt mikið á sig til þess að fá að halda henni, án árangurs. Svar Kolbrúnar vekur upp undrun mína, því hún segist ekkert kannast við þá aðgerð og að verið sé að klípa af alls konar félagsstarfi borgarinnar sem hún sé ekki sammála að eigi að gera. Við Kolbrún vorum saman í stýrihóp um stefnumótun í þróun félagsmiðstöðva fyrir fullorðið fólk. Þar fékk hún öll gögn sem varða einmitt þessa lokun sem og aðrar hugmyndir, og studdi hún það sem lagt var til. Ég var í þessum hópi fyrir Pírata, valin vegna reynslu minnar og þekkingar í þessum málaflokki, en ég hef 11 ára reynslu af vettvangi félagsstarfs fullorðinna og aldraðra. Ég varð fljótlega ósátt með vinnu hópsins og tilkynnti þá óánægju mína. Fyrst og fremst var ég ósátt við þær aðgerðir sem hópurinn lagði upp með að farið yrði í. Sárlega vantaði almennilegt samráð við notendahópa, auk þess sem mæting fulltrúa í stýrihópnum í stuttar heimsóknir félagsstarfsins var stopul, og var þar að auki lítill skilningur var á því hvaða afleiðingar vangaveltur um að leggja niður félagsstarf hér og þar um borgina, án þarfagreiningar og almennilegra áætlana um hvað annað ætti að nota húsnæðið í. Ég fékk lítinn stuðning innan hópsins fyrir þessar athugasemdir mínar, það var þá helst frá formanni öldungaráðs, sem gat tekið undir gagnrýni mína og hafði á henni skilning. Kolbrún hins vegar var fylgjandi öllu því sem kom fram í vinnunni og fannst liggja á að skila vinnunni af sér. Á meðan var ég að biðja um að hópurinn myndi óska eftir fresti til að skila af sér vinnunni. Þann 19. ágúst 2020 var skýrsla stýrihópsins kynnt á fundi velferðarráðs, en í þeirri skýrslu kemur m.a. fram að loka skuli salnum á Sléttuvegi 11-13. Kolbrún bæði sat þennan fund velferðarráðs, sem og tók þátt í bókun alls ráðsins, sem er eftirfarandi: „Stýrihópnum er þakkað fyrir góða vinnu og er falið að ljúka gerð stefnunnar í samræmi við umræður á fundi velferðarráðs ásamt kostnaðarmati.” Mín afstaða endaði með þeim hætti að ég tilkynnti að ég myndi ekki vilja láta nafn mitt við þessa vinnu og fór svo að verkið allt fraus. Þó reyndi ég að fá hópinn til þess að halda áfram að vinna, þá vandlega, og klára verkið. Það vekur því furðu mína, eftir samskipti mín sem og vinnu með Kolbrúnu í stýrihópnum, þar sem hún studdi allar umræður og tillögur um hvers kyns lokanir, þvert á ráðleggingar mínar, sem ég byggði á reynslu og samstarfi við kollega mína í félagsstarfi fullorðinna, að hún þykist svo í viðtalinu ekkert vita um þessa lokun. Það er á hreinu að Kolbrún, ekki bara vissi af þessum aðgerðum, heldur studdi þær. Þetta eru óheiðarleg stjórnmál. Höfundur er varaborgarfulltrúi og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar