Opið bréf til framboðslista varðandi sýn þeirra á kynþáttafordóma Snorri Sturluson skrifar 11. maí 2022 11:00 Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Í kjölfar þess opinberaðist mjög glögglega að kynþáttafordómar lifa góðu lífi hér sem annas staðar. Ef við eigum að taka mið af reynslu annarra landa þar sem kynþáttafordómar eru vel þekktir þá má áætla að fordómar á borð við þá sem upp komu í kjölfarið hafi áhrif á hörundsdökk börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Því leggjum við, Aðgerðarhópur gegn fordómum á Íslandi-2022 fyrir framboðin í Reykjavík þrjár spurningar. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni, jafnvel skilyrtri, fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af öðrum kynþáttum og uppruna en hvítum í huga. Aðgerðarhópurinn lýsir sig fúslega viljugan til samtals og ráðgjafar við mótun og útfærslu stefnu borgarinnar í þessum efnum, með öllum flokkum sem vilja setja málið ákveðið á dagskrá eftir kosningar. Fyrir hönd Aðgerðahóps gegn fordómum á Íslandi 2022. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Í kjölfar þess opinberaðist mjög glögglega að kynþáttafordómar lifa góðu lífi hér sem annas staðar. Ef við eigum að taka mið af reynslu annarra landa þar sem kynþáttafordómar eru vel þekktir þá má áætla að fordómar á borð við þá sem upp komu í kjölfarið hafi áhrif á hörundsdökk börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Því leggjum við, Aðgerðarhópur gegn fordómum á Íslandi-2022 fyrir framboðin í Reykjavík þrjár spurningar. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni, jafnvel skilyrtri, fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af öðrum kynþáttum og uppruna en hvítum í huga. Aðgerðarhópurinn lýsir sig fúslega viljugan til samtals og ráðgjafar við mótun og útfærslu stefnu borgarinnar í þessum efnum, með öllum flokkum sem vilja setja málið ákveðið á dagskrá eftir kosningar. Fyrir hönd Aðgerðahóps gegn fordómum á Íslandi 2022. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar