Morant meiddist á hné í þriðja leiknum og Grizzlies liðið lék án hans í leik fjögur sem tapaðist.
Bandarískir fjölmiðlar segja frá því að Morant sé með beinmar og því ekki miklar líkur á því að hann spili meira í þessari úrslitakeppni.
I was going for the ball. I m not even that type of player, I respect everybody. Hopefully he gets better, and we can see him out there next game.
— Bleacher Report (@BleacherReport) May 8, 2022
Jordan Poole on his incident with Ja Morant pic.twitter.com/9rbDxEbzag
Golden State komst í 3-1 í einvíginu með sigri í síðasta leik og tryggir sig áfram í úrslit Vesturdeildarinnar með sigri í nótt.
Memphis fólk segir að Morant hafi meiðst í fjórða leikhluta þegar Jordan Poole ætlaði að komast í boltann en greip í hné Ja Morant í staðinn. NBA refsaði Poole ekkert fyrir atvikið.
Morant hefur skorað 42 stig í brakinu í þessari úrslitakeppni sem er það mesta af öllum leikmönnum en hann var með 38,3 stig, 8,3 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum í einvíginu.
Ja Morant has been diagnosed with a bone bruise in his right knee and is doubtful to return this postseason, the Grizzlies said Tuesday. https://t.co/6iI7JQfbBJ
— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 10, 2022
Grizzlies stóð sig samt vel án hans í vetur en liðið vann 20 af 25 leikjum sem hann missti af. Í síðasta leik tapaði liðið hins vegar með þremur stigum þar sem leikmenn þess klikkkuðu á sex af síðustu átta skotum sínum í leiknum. Hans var því sárt saknað þá.
Ja Morant reacted to Jordan Poole grabbing his knee.
— SportsCenter (@SportsCenter) May 8, 2022
(via @JaMorant) pic.twitter.com/9XhvkPfYxG