Drög að fyrri hluta kosningaskýrslu eftirlits Pírata vegna kosninga 2022 Indriði Ingi Stefánsson skrifar 11. maí 2022 14:01 Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til baka og gera upp kosningaframkvæmdina fram að þessu. Ég vona innilega að fyrri hálfleikur verði ekki lýsandi fyrir þann seinni. Því þá stefnir í að lýðræðið skíttapi þessu 14-2. Seinagangur á reglugerðum Það hversu seint reglugerðir um framkvæmd kosninga hafa borist er grafalvarlegt. Það gerir það að verkum að tækifæri kjörstjóra, kjörstjórna, umboðsmanna framboðslista og annarra sem að framkvæmd kosninga koma til að undirbúa kosningar og setja sig inn í þær reglur og reglugerðir sem um framkvæmdina gilda eru takmarkaðri en best væri á kosið. Brölt á kosningalögum og óheppilegar breytingar Nýju kosningalögin, sem tóku gildi um síðustu áramót, voru ekki notuð við framkvæmd Alþingiskosninga þar sem óheppilegt væri að breyta lögum svo skömmu fyrir kosningar. Þó voru rúmir 3 mánuðir til kosninga þegar lögin voru samþykkt. Því verður að teljast furðulegt að Alþingi hafi breytt kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir voru til sveitarstjórnarkosninga á þann hátt að skerða möguleika námsmanna erlendis til að sækja um að vera á kjörskrá, sem og frest frambjóðenda og kjósenda til að flytja lögheimili. Þetta var gert 15. mars síðastliðinn, eins og ég benti á í þessari grein. En fleira í lögunum orkaði tvímælis, til dæmis voru hæfisreglur kjörstjórnarmanna hertar mikið, svo mikið að erfiðlega gengur að manna kjörstjórnir. Auk þess velti ég fyrir mér hvernig sé hægt að manna Landskjörstjórn þar sem ljóst er að einhverjar þúsundir eru í framboði og afar líklegt fulltrúar í Landskjörstjórn séu tengdir einhverjum þeirra á þá leið að valdi vanhæfi. Einnig var kjördagur færður fram um 2 vikur miðað við fyrri framkvæmd sem veldur því að nú er mesti kosningahasarinn á þeim tíma sem flestir yngri kjósendanna eru í prófum. Í ljósi sí minnkandi kosningaþáttöku yngri hópana ætti þetta að vera nokkuð áhyggjuefni. En fleiri hópar standa í ströngu og er sauðburður víða í fullum gangi. Fyrir utan að nú verða kosningar alltaf á sama tíma og Eurovision. Því er ljóst að þessi kjördagur er mörgum óheppilegur. Einnig er áhugavert að í nýlegu tilfelli virðist manneskja vera komin í framboð fyrir flokk án þess að hafa vitað af því eða samþykkt og í kosningalögum er ekkert úrræði til að fjarlægja frambjóðanda sem þannig er fyrir komið. Áróður á áróður ofan Þau sem hafa fylgst með bankasölunni kann að reka minni til þess þegar Bjarni Benediktsson sakaði Björn Leví um áróður fyrir að rekja ágætlega þekktar og staðfestar staðreyndir. En við þessar kosningar er hins vegar nokkuð um það sem flokka má sem bókstaflegan áróður á kjörstað. Rafrænt auglýsingaskilti með auglýsingum frá framboðum var vel sýnilegt frá utankjörfundi og er enn vel sýnilegt á bílastæði og í grennd. Það sem þó vekur mesta furðu er að kosningaauglýsingar hætta að birtast á slaginu 22 hvern dag, á sama tíma og utankjörfundur lokar.. Í Kópavogi eru auglýsingar vel sýnilegar í grennd við kjörstaði. Stórt rafrænt skilti er sýnilegt frá bílastæði Smárans og þegar keyrt er að Kórnum eru þar nálægt stoppustöðvar með auglýsingum frá stjórnmálaflokki. Við lauslega könnun sést að við mjög marga kjörstaði á höfuðborgarsvæðinu eru auglýsingar frá framboðum greinilegar. Í þeim tilvikum sem þessu hefur verið vísað til kjörstjóra og kjörstjórna hefur því verið hafnað að bregðast við. Reglugerðum og kosningalögum ekki fylgt Þess eru dæmi að ekki sé farið að reglugerðum. Til dæmis segir í reglugerð að Landskjörstjórn útbúi kjörgögn utankjörfundar sem eru til dæmis “Upplýsingar um frambjóðendur og lista” sem hanga skuli uppi á áberandi stað á utankjörfundi. Þessu var ekki sinnt fyrr en seint og fyrstu samskipti við Landskjörstjórn bentu til þess að nota ætti orðalagið “að jöfnu” til að réttlæta það að gera þetta ekki. Einnig þurfti að gera undanþágu frá ákvæðum kosningalaga um að kjörskrá skuli vera rafræn því þrátt fyrir að hafa haft nokkuð góðan tíma til undirbúnings var ekki hægt að hafa kjörskránna rafræna og hún því á pappír þvert á það sem að kosningalög gera ráð fyrir. Framkvæmdin ekki fyllilega leynileg Bent var á í fjölmiðlum að stimplar gætu gefið upplýsingar um hvað hefði verið kosið. Til dæmis mætti heyra að ekki hefði verið stimplað. Því óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að útbúnir yrðu auðir stimplar þannig að kjósandi sem teldi sig knúinn til að nýta stimpil gæti samt sem áður skilað auðu líkt og komið var inn á nýlega í fjölmiðlum. Við þessu hefur ekki verið brugðist en það ætti ekki að vera flókið í framkvæmd að útbúa auða stimpla til að bæta við. Ennfremur eru þess nokkur dæmi að kjósendur skilji stimpla eftir þannig að þeir skeri sig úr þeim sem ekki voru nýttir og framkvæmdin þá ekki lengur leynileg. Kosningaáróður og brot á persónuverndarlögum Í nýju kosningalögunum segir að umboðsmenn framboðslista og aðstoðarmenn þeirra skuli fá skilríki útbúin af yfirkjörstjórnum í samræmi við tilmæli Landskjörstjórnar. Í þeim tilmælum segir að á þeim skuli koma fram heiti þess framboðs sem umboðsmaður starfar fyrir. Þetta er hvort tveggja í senn áróður á kjörstað og brot á persónuverndarlögum þar sem stjórnmálaskoðanir flokkast sem viðkvæmar persónupplýsingar. Ekki tæmandi listi Við sumum kvörtunum hefur verið brugðist. Myndavélum á utankjörfundi, merkjum stjórnmálaflokka á kjörstað og fleirum. Við öðrum ekki, eins og höfnun meðmæla á hæpnum forsendum. En tilgangur þessarar greinar er ekki að gera lítið úr kjörstjórum og kjörstjórnum sem eru í flestum tilfellum að gera sitt besta, heldur til að hvetja til þess að kvartanir umboðsmanna séu teknar alvarlega, þannig getum við klárað þetta með stæl á laugardaginn. Höfundur er verkefnastjóri kosningaeftirlits Pírata og skipar 2. sæti á framboðslista Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn er kjördagur og því utankjörfundi að ljúka. Því er ekki úr vegi að líta til baka og gera upp kosningaframkvæmdina fram að þessu. Ég vona innilega að fyrri hálfleikur verði ekki lýsandi fyrir þann seinni. Því þá stefnir í að lýðræðið skíttapi þessu 14-2. Seinagangur á reglugerðum Það hversu seint reglugerðir um framkvæmd kosninga hafa borist er grafalvarlegt. Það gerir það að verkum að tækifæri kjörstjóra, kjörstjórna, umboðsmanna framboðslista og annarra sem að framkvæmd kosninga koma til að undirbúa kosningar og setja sig inn í þær reglur og reglugerðir sem um framkvæmdina gilda eru takmarkaðri en best væri á kosið. Brölt á kosningalögum og óheppilegar breytingar Nýju kosningalögin, sem tóku gildi um síðustu áramót, voru ekki notuð við framkvæmd Alþingiskosninga þar sem óheppilegt væri að breyta lögum svo skömmu fyrir kosningar. Þó voru rúmir 3 mánuðir til kosninga þegar lögin voru samþykkt. Því verður að teljast furðulegt að Alþingi hafi breytt kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir voru til sveitarstjórnarkosninga á þann hátt að skerða möguleika námsmanna erlendis til að sækja um að vera á kjörskrá, sem og frest frambjóðenda og kjósenda til að flytja lögheimili. Þetta var gert 15. mars síðastliðinn, eins og ég benti á í þessari grein. En fleira í lögunum orkaði tvímælis, til dæmis voru hæfisreglur kjörstjórnarmanna hertar mikið, svo mikið að erfiðlega gengur að manna kjörstjórnir. Auk þess velti ég fyrir mér hvernig sé hægt að manna Landskjörstjórn þar sem ljóst er að einhverjar þúsundir eru í framboði og afar líklegt fulltrúar í Landskjörstjórn séu tengdir einhverjum þeirra á þá leið að valdi vanhæfi. Einnig var kjördagur færður fram um 2 vikur miðað við fyrri framkvæmd sem veldur því að nú er mesti kosningahasarinn á þeim tíma sem flestir yngri kjósendanna eru í prófum. Í ljósi sí minnkandi kosningaþáttöku yngri hópana ætti þetta að vera nokkuð áhyggjuefni. En fleiri hópar standa í ströngu og er sauðburður víða í fullum gangi. Fyrir utan að nú verða kosningar alltaf á sama tíma og Eurovision. Því er ljóst að þessi kjördagur er mörgum óheppilegur. Einnig er áhugavert að í nýlegu tilfelli virðist manneskja vera komin í framboð fyrir flokk án þess að hafa vitað af því eða samþykkt og í kosningalögum er ekkert úrræði til að fjarlægja frambjóðanda sem þannig er fyrir komið. Áróður á áróður ofan Þau sem hafa fylgst með bankasölunni kann að reka minni til þess þegar Bjarni Benediktsson sakaði Björn Leví um áróður fyrir að rekja ágætlega þekktar og staðfestar staðreyndir. En við þessar kosningar er hins vegar nokkuð um það sem flokka má sem bókstaflegan áróður á kjörstað. Rafrænt auglýsingaskilti með auglýsingum frá framboðum var vel sýnilegt frá utankjörfundi og er enn vel sýnilegt á bílastæði og í grennd. Það sem þó vekur mesta furðu er að kosningaauglýsingar hætta að birtast á slaginu 22 hvern dag, á sama tíma og utankjörfundur lokar.. Í Kópavogi eru auglýsingar vel sýnilegar í grennd við kjörstaði. Stórt rafrænt skilti er sýnilegt frá bílastæði Smárans og þegar keyrt er að Kórnum eru þar nálægt stoppustöðvar með auglýsingum frá stjórnmálaflokki. Við lauslega könnun sést að við mjög marga kjörstaði á höfuðborgarsvæðinu eru auglýsingar frá framboðum greinilegar. Í þeim tilvikum sem þessu hefur verið vísað til kjörstjóra og kjörstjórna hefur því verið hafnað að bregðast við. Reglugerðum og kosningalögum ekki fylgt Þess eru dæmi að ekki sé farið að reglugerðum. Til dæmis segir í reglugerð að Landskjörstjórn útbúi kjörgögn utankjörfundar sem eru til dæmis “Upplýsingar um frambjóðendur og lista” sem hanga skuli uppi á áberandi stað á utankjörfundi. Þessu var ekki sinnt fyrr en seint og fyrstu samskipti við Landskjörstjórn bentu til þess að nota ætti orðalagið “að jöfnu” til að réttlæta það að gera þetta ekki. Einnig þurfti að gera undanþágu frá ákvæðum kosningalaga um að kjörskrá skuli vera rafræn því þrátt fyrir að hafa haft nokkuð góðan tíma til undirbúnings var ekki hægt að hafa kjörskránna rafræna og hún því á pappír þvert á það sem að kosningalög gera ráð fyrir. Framkvæmdin ekki fyllilega leynileg Bent var á í fjölmiðlum að stimplar gætu gefið upplýsingar um hvað hefði verið kosið. Til dæmis mætti heyra að ekki hefði verið stimplað. Því óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að útbúnir yrðu auðir stimplar þannig að kjósandi sem teldi sig knúinn til að nýta stimpil gæti samt sem áður skilað auðu líkt og komið var inn á nýlega í fjölmiðlum. Við þessu hefur ekki verið brugðist en það ætti ekki að vera flókið í framkvæmd að útbúa auða stimpla til að bæta við. Ennfremur eru þess nokkur dæmi að kjósendur skilji stimpla eftir þannig að þeir skeri sig úr þeim sem ekki voru nýttir og framkvæmdin þá ekki lengur leynileg. Kosningaáróður og brot á persónuverndarlögum Í nýju kosningalögunum segir að umboðsmenn framboðslista og aðstoðarmenn þeirra skuli fá skilríki útbúin af yfirkjörstjórnum í samræmi við tilmæli Landskjörstjórnar. Í þeim tilmælum segir að á þeim skuli koma fram heiti þess framboðs sem umboðsmaður starfar fyrir. Þetta er hvort tveggja í senn áróður á kjörstað og brot á persónuverndarlögum þar sem stjórnmálaskoðanir flokkast sem viðkvæmar persónupplýsingar. Ekki tæmandi listi Við sumum kvörtunum hefur verið brugðist. Myndavélum á utankjörfundi, merkjum stjórnmálaflokka á kjörstað og fleirum. Við öðrum ekki, eins og höfnun meðmæla á hæpnum forsendum. En tilgangur þessarar greinar er ekki að gera lítið úr kjörstjórum og kjörstjórnum sem eru í flestum tilfellum að gera sitt besta, heldur til að hvetja til þess að kvartanir umboðsmanna séu teknar alvarlega, þannig getum við klárað þetta með stæl á laugardaginn. Höfundur er verkefnastjóri kosningaeftirlits Pírata og skipar 2. sæti á framboðslista Pírata í Kópavogi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar