Hver stendur vörð um vinnustaðinn Reykjavíkurborg? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 11. maí 2022 14:15 Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er stærsti vinnustaður landsins með um 11.200 starfsmenn á sínum snærum. Vinnustaðurinn Reykjavíkurborg er því leiðandi vinnustaður sem horft er til á landinu öllu. Grundvallar atriði sem mæld eru í könnunum reglulega er vinátta á vinnustað og það hvort fólk er stolt af vinnustaðnum sínum og hvort það ber traust til yfirstjórnar. Nýleg könnun Gallup sem mælir traust almennings til opinberra stofnana sýndi að traust á borgarstjórn Reykjvíkur er lægst með 21 prósent. Forsvarsmenn í hvaða stofnun eða fyrirtæki sem væri sem fengi slíka mælingu myndu átta sig á að innan viðkomandi skipulagsheildar er stjórnunarkrísa. Traust á forystu er liður í því hvernig fólki líður á vinnustað sínum og hvort það treystir því að leiðtogar þeirra hafi hagsmuni þeirra að leiðarljósi og setji fram framtíðarsýn sem fólk getur fyllt sér á bák við. Það tekur tíma að byggja upp traust en það getur tekið örskotsstund að missa það niður. Lágt traust sýnir því að eitthvað er að og aðgerða er þörf. Almennt séð er það þannig að eftir því sem fólki líður betur í vinnunni því meiri líkur eru á að starfsfólk veiti góða þjónustu. Eftir því sem fólk er öruggara á vinnustaðnum sínum hugar það betur að öryggi og ef forysta er skilvirk og stuðningsrík eru meiri líkur á að starfsfólk finna fyrir vellíðan og upplifi að starf þeirra skipti máli. Þegar fólk treystir yfirstjórn þá er það vegna þess að traust hefur byggt upp á löngum tíma þar sem fólk sér að stjórnendur og leiðtogar standa við orð sín. Þeim er treystandi en það eykur bæði framleiðni í vinnu og starfsánægju. Framsókn vill standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og stuðla að því að Reykjavíkurborg verið eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsmönnum líður almennt vel í vinnunni. Fyrsta verkefnið er að efla traust meðal almennings því það skiptir máli fyrir alla sem bæði þá sem starfa hjá borginni en líka þá sem þiggja þjónustu frá borgar starfsmönnum. Betri vinnustaður skapar betri þjónustu. Framsókn vill efla forystu um vinnustaðinn með því að byrja á að breyta orðræðu í borgarstjórn og auka traust og samvinnu. Það er frábært fólk sem starfar hjá borginni. Við viljum að þau hafi færi á að blómstra í starfi með traust og stuðning forystunnar að leiðarljósi og við munum öll uppskera. Það er hlutverk borgarstjórnar Reykjavíkur að bæði standa vörð um vinnustaðinn Reykjavík og hafa eftirlit um störf og starfsemi borgarinnar með borgarbúa og landsmenn alla, þar sem Reykjvík er höfuðborg landsins, að leiðarljósi. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar