Lífið

Systurnar sleppa við Covid-prófin

Smári Jökull Jónsson skrifar
Systur stíga á svið á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn.
Systur stíga á svið á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn. EBU

Keppendur í Eurovision þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt Covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Það er því engin hætta á að Systur fái ekki að koma fram líkt og Daði og Gagnamagnið í fyrra.

Yfirlýsing frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva varðandi þetta var birt í kvöld en þar kemur fram að þar sem fáir hafi greinst í hraðprófum undanfarna daga þurfi keppendur, fjölmiðlafólk og aðrir sem tengjast keppninni ekki lengur að sýna fram á neikvætt Covid-próf.

Töluverð áhersla hefur verið lögð á sóttvarnir og hafa heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu beint því til allra sem tengjast keppninni að virða fjarlægðarmörk, þvo hendur og bera grímur sé þess þörf. Á morgun taka hins vegar þær reglur gildi að aðeins þeir með Covid-einkenni þurfa að fara í sýnatöku.

Í fyrra greindist smit í íslenska hópnum í vikunni sem keppnin fór fram og gerði það að verkum að Daði og Gagnamagnið gátu ekki komið fram á sviði í keppninni heldur var sýnd upptaka frá atriði hópsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×