Tölum um tölur Sveinn Gauti Einarsson skrifar 12. maí 2022 09:31 Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveinn Gauti Einarsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú keppast bæjarfulltrúar og frambjóðendur í Garðabæ við að skrifa greinar um allt það sem ætlunin er að gera í bænum næstu fjögur árin. Það er mikið talað um leikskólamál, sundlaugar og aðstöðu til íþróttaiðkunnar. Engin umræða hefur verið um fjármál bæjarins. Byrjum á að skoða skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa. Grafið sýnir annars vegar skuldir á íbúa í lok árs 2017 og hins vegar samsvarandi skuldir A hluta í lok árs 2021 á verðlagi hvers árs fyrir sig. Grafið lýsir aðeins annarri stöðu en birtist okkur reglulega á heimasíðu bæjarins. Garðabær skuldar meira á hvern íbúa heldur en bæði Kópavogur og Reykjavík. Ekki er nóg með það að bærinn er orðinn skuldsettari en þessi tvö nágrannasveitarfélög heldur hefur staðan versnað hratt. Skuldir hafa aukist um 69% á yfirstandandi kjörtímabili á meðan skuldir annars staðar hafa aukist um 30 - 35% ef frá er talinn Kópavogur þar sem skuldirnar hafa aukist um 7%. Á sama tíma hækkaði neysluverðsvísitala um 19%. Það getur líka verið áhugavert að skoða gamlar fjárhagsáætlanir. Dýfum okkur niður í áætlanir sveitarfélaganna frá því 2018 (2019 í tilfelli Kópavogs) og skoðum áætlaðar skuldir fyrir árið 2021 og berum saman við raunskuldir samkvæmt ársreikningum 2021 til að sjá hversu góð áætlunin reyndist. Við gefum áætluninni gildið 100 og reiknum hlutfall skekkju þar sem fjárhæðirnar eru misháar vegna stærðar sveitarfélaganna. Skuldir Garðabæjar eru 74% meiri í dag en áætlanir í lok árs 2017 gerðu ráð fyrir. Samsvarandi hlutfall er 17% hjá Kópavogi, 7% í Hafnarfirði, 32% í Reykjavík og 49% í Mosfellsbæ. Áætlunin hjá Garðabæ er þannig mun verri en hjá öðrum og staðan allt önnur en búist var við. Vissulega hafa tímarnir verið óvenjulegir og eðlilegt að áætlanir hafi ekki staðist. Það útskýrir þó ekki hvers vegna áætlunin hjá Garðabæ var svo mikið verri en hjá hinum. Fjárhagsstaða Garðabæjar var í eina tíð talin góð, en hún hefur farið hratt versnandi. Auk þess er fjárhagsáætlanagerð greinilega óraunhæf. Ætli nokkuð sé að marka áætlunina sem gerð hefur verið til 2025? Þessi staða virðist hafa farið framhjá núverandi bæjarfulltrúum, sem ekkert hafa fjallað um vandamálið. Sjálfstæðismenn teikna upp glansmynd af stöðunni með því að notast við villandi kennitölur, þar sem einskiptistekjur eru teknar inn, sem láta fjármálin líta mun betur út en raunin er. Engum er greiði gerður með því að loka augum fyrir vandanum sem hleðst upp. Þó svo að skuldirnar hafi aukist mjög eru þær ekki enn orðnar óviðráðanlegar og ef vel er haldið á spöðunum er hægt að tryggja aftur sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar. Með því að kjósa Framsókn á laugardag getur þú treyst á það að fjármálin í bænum séu í góðum höndum. Höfundur er verkfræðingur og skipar 13. sætið á lista Framsóknarflokksins í Garðabæ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun