Frá þessu segir á vef Kennarasambandsins. Samninganefndir félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir samninginn 27. apríl síðastliðinn, en gildistími samningsins er frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.
Atkvæðagreiðsla um samninginn hófst að morgni fimmtudagsins 5. maí og lauk á hádegi í gær.
Niðurstaðan
- Já sögðu 1.069 eða 83,25 prósent
- Nei sögðu 186 eða 14,49 prósent
- Auðir seðlar voru 29 eða 2,26 prósent
Á kjörskrá voru 2002. Atkvæði greiddu 1.248 eða 64,14 prósent.