Velferð og umhyggja í Rangárþingi eystra Árný Hrund Svavarsdóttir og Sigríður Karólína Viðarsdóttir skrifa 12. maí 2022 11:46 Öll erum við misjöfn eins og við erum mörg, við höfum misjafnar þarfir og væntingar. Sumir hafa sterkt bakland en aðrir ekki, sumir eru einmanna en aðrir ekki. Félagslegi þátturinn er því mjög mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul. Við viljum gera átak í því að hvetja eldri íbúa til þátttöku í félagsstarfi til að koma í veg fyrir einmannaleikann. Er við lítum til eldri íbúa okkar, sem njóta sinna efri ára, þá er nauðsynlegt að við tryggjum þeim góða þjónustu. Starf félags eldri borgara hér í Rangárvallasýslu er mjög gott og viljum við efla það enn frekar. Með því að finna þeim varanlegt húsnæði til félagsstarfs getum við skapað góðar aðstæður fyrir samveru, viðburði og iðkun tómstunda. Hlutverk þannig félagsmiðstöðvar eldra fólks tryggir, félagsskap, tómstundir og þá drögum við úr hættu á félagslegri einangrun. Einnig viljum við stuðla að heilsueflingu eldri íbúa og hvetja þá til fjölbreyttra hreyfinga. Við viljum kanna möguleika á því að byggja upp þjónustuíbúðakjarna þar sem heimili og þjónusta væru tengd saman. Íbúðirnar væru leiguíbúðir sem tengjast sameiginlegri þjónustu, með því skapast öryggi og samvera. Við viljum efla ýmsa þjónustu og aðstoð til dæmis með umhirðu garða og fleira fyrir eldri íbúana okkar. Í samfélaginu okkar er mikilvægt að eiga öfluga félagsþjónustu fyrir fólkið okkar. Við viljum að allir hafi jöfn tækifræi til að búa í sveitarfélaginu okkar. Við viljum bæta upplýsingagjöf um það hvað félagsþjónustan býður fólki upp á. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um skipan í öldungaráðs. Það ráð viljum við efla enn frekar og virkja aðkomu þess til ákvarðanatöku sveitastjórnar. Þannig getum við tengt samfélag eldri íbúa inn í stjórnsýsluna til að koma sínum málefnum á framfæri. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera betur þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir því eftirliti á okkar svæði. Leitast er eftir því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði fyrir þau að taka virkan þátt í lífinu. Við viljum bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, með því að tryggja aðgengi við allar opinberar byggingar sveitarfélagsins auk gangstíga, gatna og annarra svæða. Einnig viljum við auka möguleika á hreyfingu fatlaðra meðal annars með því að koma upp lyftubúnaði við sundlaugina á Hvolsvelli. Við viljum byggja búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í samvinnu við Bergrisann bs, á kjörtímabilinu. Kæru kjósendur, það er trú okkar fólks á D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna að með samtali og samvinnu við íbúa er varðar málefni sveitarfélagsins, þá munum við uppskera gott samfélag. Við ætlum að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið okkar. Merktu X við D næstkomandi laugardag. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Öll erum við misjöfn eins og við erum mörg, við höfum misjafnar þarfir og væntingar. Sumir hafa sterkt bakland en aðrir ekki, sumir eru einmanna en aðrir ekki. Félagslegi þátturinn er því mjög mikilvægur hvort sem við erum ung eða gömul. Við viljum gera átak í því að hvetja eldri íbúa til þátttöku í félagsstarfi til að koma í veg fyrir einmannaleikann. Er við lítum til eldri íbúa okkar, sem njóta sinna efri ára, þá er nauðsynlegt að við tryggjum þeim góða þjónustu. Starf félags eldri borgara hér í Rangárvallasýslu er mjög gott og viljum við efla það enn frekar. Með því að finna þeim varanlegt húsnæði til félagsstarfs getum við skapað góðar aðstæður fyrir samveru, viðburði og iðkun tómstunda. Hlutverk þannig félagsmiðstöðvar eldra fólks tryggir, félagsskap, tómstundir og þá drögum við úr hættu á félagslegri einangrun. Einnig viljum við stuðla að heilsueflingu eldri íbúa og hvetja þá til fjölbreyttra hreyfinga. Við viljum kanna möguleika á því að byggja upp þjónustuíbúðakjarna þar sem heimili og þjónusta væru tengd saman. Íbúðirnar væru leiguíbúðir sem tengjast sameiginlegri þjónustu, með því skapast öryggi og samvera. Við viljum efla ýmsa þjónustu og aðstoð til dæmis með umhirðu garða og fleira fyrir eldri íbúana okkar. Í samfélaginu okkar er mikilvægt að eiga öfluga félagsþjónustu fyrir fólkið okkar. Við viljum að allir hafi jöfn tækifræi til að búa í sveitarfélaginu okkar. Við viljum bæta upplýsingagjöf um það hvað félagsþjónustan býður fólki upp á. Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga er kveðið á um skipan í öldungaráðs. Það ráð viljum við efla enn frekar og virkja aðkomu þess til ákvarðanatöku sveitastjórnar. Þannig getum við tengt samfélag eldri íbúa inn í stjórnsýsluna til að koma sínum málefnum á framfæri. Það er alveg ljóst að við þurfum að gera betur þegar kemur að þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu. Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sér um framkvæmd þjónustu við fatlað fólk og sinnir því eftirliti á okkar svæði. Leitast er eftir því að tryggja fötluðu fólki jafnrétti, gera því kleift að lifa eðlilegu lífi og skapa skilyrði fyrir þau að taka virkan þátt í lífinu. Við viljum bæta aðgengi fatlaðra í sveitarfélaginu, með því að tryggja aðgengi við allar opinberar byggingar sveitarfélagsins auk gangstíga, gatna og annarra svæða. Einnig viljum við auka möguleika á hreyfingu fatlaðra meðal annars með því að koma upp lyftubúnaði við sundlaugina á Hvolsvelli. Við viljum byggja búsetuúrræði fyrir fatlað fólk í samvinnu við Bergrisann bs, á kjörtímabilinu. Kæru kjósendur, það er trú okkar fólks á D-lista Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna að með samtali og samvinnu við íbúa er varðar málefni sveitarfélagsins, þá munum við uppskera gott samfélag. Við ætlum að vinna að heilindum fyrir sveitarfélagið okkar. Merktu X við D næstkomandi laugardag. Höfundar skipa 2. og 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi eystra.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar