Kominn tími á alvöru miðbæ í Reykjanesbæ Eggert Sigurbergsson skrifar 12. maí 2022 15:00 Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna. Nýr framsækinn miðbær Það sem Reykjanesbær þarf á að halda er miðbær sem ekki laðar eingöngu til sín Suðurnesjamenn heldur einnig þær milljónir ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll á ári hverju og munu gera um ókomna tíð. Miðbærinn þarf að uppfylla óskir um öfluga verslanakjarna sem standast væntingar um allt það helsta sem Ísland hefur upp á bjóða og sinnir jafnframt öllum þörfum sjálfra íbúanna. Miðbær þarf að skarta menningu og sögu Suðurnesja þar sem reisa mætti kjarna endurreistra gamalla bygginga frá Suðurnesjum þar sem ferðamenn og íbúar geta notið þess að versla og njóta matar og veitinga. Miðbærinn þarf að tengja saman Hafnargötuna, Vatnsnesið og Krossmóa og gera að einu samfelldu verslunar- og þjónustusvæði sem þjónar ekki bara íbúum á Suðurnesjum heldur einnig milljónum ferðamanna sem keyra nú bara fram hjá. Miðbærinn gæti samhliða orðið miðpunktur ferðaþjónustu um Suðurnes, Gullna hringinn og suðurströndina eins og Reynisfjöru. Jafnvel mætti bjóða upp á dagsferðir í miðbæ Reykjavíkur. Hvað þarf að gera? Reykjanesbær þarf að endurskipuleggja Vatnsnesið og færa þann iðnað sem þar er á hentugri stað og gera Keflavíkurhöfn að þróunarsvæði eins og er heimilt að gera samkvæmt hafnarlögum með samþykki ráðherra. Huga þarf að samgöngum við nýja miðbæinn með því að fjölga leiðum að miðbænum og geta hringtengt umferð um svæðið í stað þess að búa til flöskustúta. Hver á að borga? Eðlilega á einkaframtakið að leiða þessa uppbyggingu og bærinn á að sjá til þess að skipulag taki mið af uppbyggingu miðbæjarins. Reykjanesbær getur lagt til lóðir, eignir og mögulegt byggingarland sem yrði framlag bæjarins í þróunarfélög sem stofnuð yrðu um framkvæmdir sem bærinn gæti síðan selt með hagnaði. Reykjanesbær á ekki að fjármagna framkvæmdir með lántökum heldur yrðu slíkar lántökur á hendi þeirra þróunarfélaga sem standa munu að uppbyggingu miðbæjarins og því ættu íbúar ekki að sitja uppi með þúsunda milljóna króna afskriftir eins og reyndin er með kísil- og álver þegar allt átti að reddast með stóriðju. Framtíð Reykjanesbæjar Framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilunum með Reykjanesbæ sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum. Við í Miðflokknum viljum stuðla að stórkostlegri framtíð Reykjanesbæjar með framsýnni hugsun og framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna. Nýr framsækinn miðbær Það sem Reykjanesbær þarf á að halda er miðbær sem ekki laðar eingöngu til sín Suðurnesjamenn heldur einnig þær milljónir ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll á ári hverju og munu gera um ókomna tíð. Miðbærinn þarf að uppfylla óskir um öfluga verslanakjarna sem standast væntingar um allt það helsta sem Ísland hefur upp á bjóða og sinnir jafnframt öllum þörfum sjálfra íbúanna. Miðbær þarf að skarta menningu og sögu Suðurnesja þar sem reisa mætti kjarna endurreistra gamalla bygginga frá Suðurnesjum þar sem ferðamenn og íbúar geta notið þess að versla og njóta matar og veitinga. Miðbærinn þarf að tengja saman Hafnargötuna, Vatnsnesið og Krossmóa og gera að einu samfelldu verslunar- og þjónustusvæði sem þjónar ekki bara íbúum á Suðurnesjum heldur einnig milljónum ferðamanna sem keyra nú bara fram hjá. Miðbærinn gæti samhliða orðið miðpunktur ferðaþjónustu um Suðurnes, Gullna hringinn og suðurströndina eins og Reynisfjöru. Jafnvel mætti bjóða upp á dagsferðir í miðbæ Reykjavíkur. Hvað þarf að gera? Reykjanesbær þarf að endurskipuleggja Vatnsnesið og færa þann iðnað sem þar er á hentugri stað og gera Keflavíkurhöfn að þróunarsvæði eins og er heimilt að gera samkvæmt hafnarlögum með samþykki ráðherra. Huga þarf að samgöngum við nýja miðbæinn með því að fjölga leiðum að miðbænum og geta hringtengt umferð um svæðið í stað þess að búa til flöskustúta. Hver á að borga? Eðlilega á einkaframtakið að leiða þessa uppbyggingu og bærinn á að sjá til þess að skipulag taki mið af uppbyggingu miðbæjarins. Reykjanesbær getur lagt til lóðir, eignir og mögulegt byggingarland sem yrði framlag bæjarins í þróunarfélög sem stofnuð yrðu um framkvæmdir sem bærinn gæti síðan selt með hagnaði. Reykjanesbær á ekki að fjármagna framkvæmdir með lántökum heldur yrðu slíkar lántökur á hendi þeirra þróunarfélaga sem standa munu að uppbyggingu miðbæjarins og því ættu íbúar ekki að sitja uppi með þúsunda milljóna króna afskriftir eins og reyndin er með kísil- og álver þegar allt átti að reddast með stóriðju. Framtíð Reykjanesbæjar Framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilunum með Reykjanesbæ sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum. Við í Miðflokknum viljum stuðla að stórkostlegri framtíð Reykjanesbæjar með framsýnni hugsun og framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun