Svör frá framboðum í Reykjavík varðandi kynþáttafordóma Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar 13. maí 2022 06:46 Aðgerðarhópur gegn fordómum sendi á dögunum spurningar til allra framboða í Reykjavík og birtir hér svör þeirra. Þrjár spurningar voru sendar á flokka í framboði í borginni* og vísa þær í nýliðna atburði og viðbrögð við þeim. Svör bárust frá Flokki fólksins, Pírötum, Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokknum, Sósíalistaflokknum og Viðreisn. *Okkur tókst ekki að finna upplýsingar til að hafa samband við E-listann: Reykjavík, besta borgin og Miðflokkinn í Reykjavík. Bréfið sem við sendum Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Ljóst er að rasismi er til staðar í Reykjavík og það hefur áhrif á börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Svar frá Flokki fólksins Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Þessi atburðarás í tengslum við ofangreint mál var með ólíkindum og var virkilega sláandi að sjá hvernig að því máli var staðið. Þó vill Flokkur fólksins varast að alhæfa en óhjákvæmilega vakna upp spurningar hvort þetta mál sé merki um að rasísk viðhorf séu djúpstæð í samfélaginu eða í ákveðinni starfsstétt/stéttum sem vara með vald. Málið þarf að rannsaka ofan í kjölinn og draga af því lærdóma til að fyrirbyggja að nokkuð sambærilegt eigi eftir að endurtaka sig. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Við hjá Flokki Fólksins teljum fræðslu ávallt mikilvæga. Til þess að forvarnir skili sér þurfa þær að vera við viðvarandi en ekki átaksverkefni í kjölfar ofbeldistilfellis. Við í Flokki fólksins viljum trúa því að starfsfólk Reykjavíkurborgar sé upp til hópa laust við kynþáttafordóma og fordóma almennt séð. Flokkur fólksins fordæmir alla mismunun og kynþáttafordóma og förum við fram á að einskis sé látið ófreistað til þess að allir geti verið öruggir, séu jafnir og njóti mannréttinda. Bregðast þarf við af fagmennsku ef upp koma hinar minnstu vísbendingar eða tilkynning um ofbeldisatvik eða fordómafulla hegðun gagnvart fólki af erlendum uppruna. Grípa þarf umsvifalaust inn í ef sýnt þykir að skólareglur og áætlanir um einelti, ofbeldi af hvers lagst tagi sé ekki fylgt og að inna skóla- eða íþróttasamfélags þrífist kynþáttafordómar. Það er mikilvægt að mál af þessu tagi séu tekin af festu og fagmennsku samkvæmt viðurkenndum verklagsreglum. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Flokkur Fólksins er alfarið á móti allri mismunun og til að sporna við slíkri þróun myndum við vilja auka enn frekar forvarnir og fræðslu á öllum skólastigum svo öll börn sama af hvaða kynþætti þau séu upplifi sig örugg í íslensku skóla- og íþróttastarfi. Mikilvægt er að viðurkennt og gagnreynt verklag og ferlar séu til staðar í skólum og á frístundastöðum til að vinna eftir og að gripið verði strax inn í komi mál af þessu tagi upp. Oddviti Flokks fólksins er sálfræðingur og sérfræðingur í eineltismálum og leiddi þverpólitískan stýrihóp í borgarstjórn árið 2019 en hópurinn fékk það hlutverk að leggja fram drög að endurskoðaðri stefnu Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi og gera tillögu að úrbótum á verkferlum Reykjavíkurborgar. Um þessi mál er Flokkur fólksins því vel meðvitaður. Á þessari vakt má aldrei sofna. Svar frá Pírötum Almennt um hina nýliðnu atburði vilja Píratar taka fram að þeir telja rasisma vera vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu vikna undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu árum. Það þarf að kanna sérstaklega. Fulltrúar annarra lögregluembætta en ríkislögreglustjóra hafa ekki tjáð sig sérstaklega um hina nýliðnu atburði og er það miður. Ekki er að vænta gagngerra breytinga nema lögreglan sem heild taki á því vandamáli sem rasismi er. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og sýnir svo ekki verður um villst að til staðar er alvarlegt vandamál. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Píratar telja að nýliðnir atburðir varðandi lögregluna undirstriki þá staðreynd að rasismi er vandamál í íslensku samfélagi. Þá höfum við rætt við foreldra barna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík og hafa þeir foreldrar sagt okkur frá ýmsum dæmum sem bera vott um rasisma sem þeir og börn þeirra hafa orðið fyrir. Sumir foreldrar tjáðu okkur einnig að þeir hefðu haldið börnum sínum heima á meðan hinn eftirlýsti var enn ófundinn. Við hörmum þessa sorglegu stöðu og viljum að gripið verði til aðgerða til þess að vinna bug á henni án tafar. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Já við teljum vera brýna þörf á því. Í þessu samhengi skiptir máli að við mótun fræðsluefnis, verklags og viðbragða skuli sótt sérstaklega til þess hóps sem um ræðir. Mikilvægt er að fólk af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum sé burðarásinn í því teymi sem sérstaklega kemur að því að móta fræðsluefni, verklag og viðbrögð þegar tilvik rasisma koma upp. Sama á við um framkvæmd fræðslunnar. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Í núgildandi aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi fyrir árin 2022-2024 er sérstaklega tilgreint að uppræta þurfi rasisma og útlendingahatur. Vísað er í fræðslu um fjölmenningu og fordóma sem þegar er í gangi fyrir mið- og efsta stig grunnskóla og talað um mikilvægi þess að yngsta stig grunnskólans fái fræðslu líka. Þótt umrædd aðgerðaætlun sé góð og gild gengur hún of skammt. Þá vantar einnig skýrt og afdráttarlaust loforð um að tryggja fjármagn til þess að fylgja henni eftir. Slíkt loforð þarf síðan að efna. Við Píratar teljum rétt að byrja á því að greina umfang þess vanda sem rasismi er innan borgarinnar. Í því samhengi þarf að fara fram fram heildstæð og vönduð úttekt hjá borginni á umfangi rasisma. Slík úttekt þarf að fara fram sem allra fyrst. Þegar niðurstaða liggur fyrir þarf að móta þverfaglegan vinnuhóp sem falið verður að leggja fram tillögur til úrbóta sem koma þá til viðbótar þeim úrræðum sem tilgreind eru í núgildandi aðgerðaáætlun gegn ofbeldi. Þetta er forgangsverkefni. Svar frá Samfylkingunni Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í fyrsta lagi viljum við þakka fyrir þessar spurningar. Það er ótrúlega mikilvægt að draga fram sýn stjórnmálaflokka og frambjóðenda í þessum málaflokki. Sýn Samfylkingarinnar er og hefur verið frá stofnun jöfnuður í víðasta skilningi þess orðs. Það má nefna að fulltrúar Samfylkingarinnar leiddu vinnu við að móta mannréttindastefnu Reykjavíkur sem fyrst var samþykkt í borgarstjórn árið 2006. Stefnan hefur m.a. að leiðarljósi að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Reykjavíkurborg hefur þessa stefnu að leiðarljósi í allri sinni vinnu með börn og ungmenni. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Nú þegar er starfræktur Jafnréttisskóli í Reykjavík. Hlutverk hans er að skapa vettvang og miðla þekkingu á jafnréttismálum og mannréttindum til starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. En það má sannarlega auka fræðslu og kanna hvort hægt sé að gera enn betur. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Reykjavík hefur verið hluti af Nordic Safe Cities verkefninu um árabil. Hlutverk þess er m.a. að auka fræðslu vegna hatursorðræðu í samélaginu. Nordic Safe Cities verður með ráðstefnu í Reykjavík þann 2. júní n.k. þar sem við erum að vinna með erlendum fyrirlesurum að fræðslu vegna hatursorðræðu. Lögreglunni hefur verið boðið á ráðstefnunna ásamt starfsfólki skóla. Ákvörðun um þátttöku í verkefninu var m.a. tekin af núverandi borgarstjóra. Þá má nefna að fulltrúar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hafa verið kallaðir á fund hjá ríkislögreglustjóra, eftir atvikið, í þeim tilgangi að fá ráðgjöf um hvernig hægt er að skapa frekara traust meðal innflytjenda. Allt samtal, öll fræðsla hjálpar til en það þarf líka að tryggja að samfélagið verði ekki einsleitt, þannig að börn af ólíkum uppruna alist upp saman og skilji veruleika hvors annars en það er einmitt þannig Reykjavík sem við höfum og viljum halda áfram að stuðla að. Svar frá Sjálfstæðisflokknum Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Það er ljóst að það þarf að eiga sér stað nýtt samtal um stöðu fólks af ólíkum kynþáttum í borginni og skólum hennar. Við getum byggt á og lært af árangri af eineltisáætlunum og þeim verkefnum sem hafa gefist vel. Við getum ekki og megum ekki umbera neinskonar mismunum á grundvelli kynþátta. Við megum ekki umbera mismunun almennt, en nýliðnir atburðir hafa sýnt okkur að við þurfum að taka sérstaklega á þessum málum. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Já, það þarf að auka fræðslu, til starfsfólks, foreldra og barna. Við þurfum líka að innleiða leiðbeiningar í skólum og tryggja að stjórnendur, kennarar, foreldrar og nemendur skilji þær og fylgi þeim. Það þarf að taka þær alvarlega og gera þær að n.k. skyldu fyrir starfsfólk svo þau þekki merkin um mismunum bæði hjá börnum og foreldrum en ekki síður hjá sjálfum sér. Það verður kannski stærsta verkefnið, að fá fólk til að takast á við eigin fordóma sem þau gerir sér kannski ekki grein fyrir að þau búa yfir. Það á að vera algerlega skýrt í Reykjavík að ekkert barn á að verða fyrir fordómum vegna uppruna síns eða litarhafts. Það er réttur þeirra að vera örugg og laus undan fordómum. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Við þurfum að: Viðurkenna nýlega atburði og horfast í augu við þá. Kalla alla að borðinu, starfsfólk, sérfræðingar foreldra og börn. Nota þá skóla sem hafa náð sérstökum árangri í eineltismálum sem fyrirmynd Sýna ekkert umburðarlyndi fyrir kynþáttafordómum Fara í menntunarátak fyrir alla. Gera okkur grein fyrir því að þetta gerist ekki á einni nóttu, þetta er langtímaskuldbinding Svar frá Sósíalistaflokknum 1. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Ljóst er að Ísland þarf að gera upp heilmikla sögu varðandi rasisma og nýlegt atvik sýnir svo vel á hvaða stað samfélagið er á. Það þarf að takast á við stofnanabundinn rasisma og aðgerðaráætlanir þurfa að vera til staðar í geirum samfélagsins til að bregðast við rasisma. Aðgerðaráætlanir þurfa að vera til staðar hjá lögreglunni, skólum og í fjölmiðlum svo að dæmi séu nefnd. Þessar áætlanir þurfa að setja fram skýra verkferla um hvernig skuli bregðast við rasískum atvikum og ummælum og þurfa einnig að vera vegvísir fyrir þá fræðslu sem þarf að eiga sér stað hvort sem um er að ræða t.d. hjá vinnustöðum eða skólum. Rasismi er staðreynd hér á landi í samfélaginu. Svört og brún börn og ungmenni í samfélaginu og í Reykjavík verða fyrir barðinu á rasisma; kynþáttahatri, kynþáttafordómum, kynþáttahyggju og öráreitni. Það þarf að ræða um þetta og viðbragðsáætlanir þurfa að vera til staðar til þess að mæta börnum sem verða fyrir barðinu á rasískum atvikum. Reykjavíkurborg sér um leik- og grunnskóla og það er á þeirra ábyrgð að gæta þess að bregðast vel og skjótt við rasískum atvikum svo það lendi ekki á börnum eða foreldrum þeirra að bregðast við kynþáttafordómum og kynþáttahyggju í skólaumhverfinu. Samfélagið og skólakerfið hér á landi hefur mikið talað um fjölmenningarstefnu, inngildingu (e. inclusion) og mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum. Það er mjög mikilvægt og nauðsynlegt en á sama tíma þarf að gera skýran greinarmun á milli útlendingaandúðar og kynþáttafordóma. Þetta tvennt getur vissulega skarast en mörg brún og svört ungmenni verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum vegna húðlitar og þekkja ekkert annað en að hafa alist upp á Íslandi. Þá er mikilvægt að tala um kynþáttafordómana sem þau upplifa, sem einmitt það: kynþáttafordóma. Það er ekki hægt að setja alla mismunun vegna húðlitar, uppruna eða kynþáttar undir einn hatt og fjalla um það eingöngu út frá fjölmenningu. Börn af íslenskum uppruna geta orðið fyrir rasisma vegna húðlitar og í því samhengi er ekki hægt að nálgast slíkt með áherslum fjölmenningar. Samfélagið verður að vera meðvitað um þá mismunun og þá fordóma sem börn upplifa vegna útlendingaandúðar og vegna kynþáttafordóma og þar er mikilvægt að hlusta á fólkið með reynsluna. Margt fólk hefur stigið fram og tjáð sig um hvað þurfi að bæta í samfélaginu og það er okkar sem eru í stjórnmálum að hlusta á það. 2. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Já það er bráðnauðsynlegt. Fræðsla og símenntun þarf að eiga sér stað hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar og þeim sem starfa hjá fyrirtækjum í eigu borgarinnar, með sérstakri áherslu á skóla- og frístundasvið og stöðum þar sem unnið er með börnum og ungmennum. Það er mikilvægt að fara yfir starfið hjá skóla- og frístundasviði; í leik- og grunnskólum, í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum og tryggja að ekkert í starfinu sé útilokandi fyrir börn og ungmenni með dökkan húðlit. Hér er t.a.m. um að ræða söngtexta og bækur sem þarf að yfirfara og tryggja þarf að orðanotkun sé viðeigandi. Það er líka mikilvægt að stjórnendur og allt starfsfólk fái reglulega fræðslu og að það sé samtal við foreldra um kynþáttafordóma. Það þarf líka að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma og útbúa efni sem er hægt að nota á ólíkum skólastigum eftir aldri. 3. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Borgin þarf að eiga samtal við stofnanir samfélagsins um hvernig sé hægt að vinna gegn kerfislægum rasisma. Það þarf aðgerðaráætlun sem er með skýra verkferla um hvernig eigi að mæta börnum og ungmennum sem verða fyrir barðinu á rasisma í borgarsamfélaginu, því það á ekki að lenda á þeim, fjölskyldu eða aðstandendum að bregðast við kynþáttafordómum og kynþáttahyggju. Slík aðgerðaráætlun þarf að ná yfir alla starfsemi borgarinnar. Samþykkt hefur verið að vinna slíkt fyrir skóla- og frístundastarf en við sósíalistar lögðum slíkt til í borgarstjórn og leggjum við áherslu á að aðgerðaráætlunin verði sýnileg. t.d. á vefsíðu Reykjavíkurborgar og á fleiri stöðum og hún þarf að vera unnin með þeim sem þekkja best til, t.a.m. með aktivistum sem hafa verið að fjalla um þessi málefni, séð um fræðslu á þessu sviði og þeim sem hafa beina reynslu af því sem er til umræðu. Í þessu samhengi er mikilvægt að manneskjurnar sem komi að vinnunni fái greitt fyrir störf sín. Þar sem ekki er hægt að sjá fyrir um öll atvik sem geta átt sér stað eða undir hvaða kringumstæðum rasismi getur komið fram, er mikilvægt að samtal og fræðsla fari reglulega fram og að úrbætur verði gerðar á því sem þarf að laga. Við viljum að talað verði meira um rasisma, ekki einungis þegar rasísk atvik eiga sér stað, heldur að samtalið um slíkt eigi sér oftar stað. Með því að fjalla með gagnrýnum hætti um hvítleika (e. whiteness), forréttindi og reynslu fólks sem er ekki hvítt á hörund má læra margt og bæta samfélagið til að tryggja að það sé gott fyrir okkur öll. Í þessu samhengi er símenntun kennara nauðsynleg og það þarf að gefa kennurum og skólastarfsfólki rými til þess að sækja þá símenntun. Við sósíalistar leggjum ríka áherslu á að aðgerðaráætlun gegn rasisma verði fljótt samin og innleidd í skóla- og frístundastarfi borgarinnar en tillöguna um slíkt má lesa hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_borgarstjornarfundur/3_1_tillaga_j_adgerdaaetlun_rasismi.pdf Breytingartillaga var samþykkt í skóla- og frístundaráði, því miður náði það ekki fram að ganga að þau sem kæmu að vinnunni utan borgarinnar fengu greitt fyrir sína vinnu en við sósíalistar teljum það gríðarlega mikilvægt þar sem um mikla vinnu er um að ræða við að fræða fólk um kynþáttafordóma, það tekur mikla orku og mikinn tíma. Hér má sjá þá breytingartillögu sem náði fram að ganga: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/228_3.3_sameiginleg_tillaga_um_rasisma_170322.pdf?fbclid=IwAR1Vz-KuCk90heESKwtT6HhZNQ1nWXtwiKsiXCqVl4k54dTejR-SlpykIZ4 Svar frá Viðreisn Jafnréttindi og mannréttindi eru leiðarstef í öllu starfi Viðreisnar. Undir það fellur að berjast gegn mismunun, fordómum og ofbeldi sem fólk verður fyrir m.a. vegna kynhneigðar sinnar, fötlunar og eins og þið nefnið sérstaklega, kynþáttar og uppruna. Stefnan okkar byggir á því að viðhafa virkt samráð við einstaklinga og hópa um málefnin sem þau varða. Sýn Viðreisnar er að hvert barn fái notið sín í samfélaginu, skólum og frístundum óháð uppruna, þjóðernis, litarháttar, tungumáls og lífs- eða trúarskoðana. Kynþáttafordómar eiga ekki heima í samfélaginu okkar. Við þurfum að bregðast við þeim af festu í hvert sinn sem þeirra verður vart og fyrirbyggja að þeir eigi sér stað. Við þurfum að veita börnum af erlendum uppruna og af öðrum kynþáttum en hvítum sérstakan gaum og tryggja til þess fullnægjandi fjármögnun í gegnum Jöfnunarsjóð, en þar hefur hallað á Reykjavíkurborg sem þó hefur hæsta hlutfall sveitarfélaga af börnum af öðrum uppruna en íslenskum. Í stefnu Viðreisnar er einnig tekið sérstaklega fram að styðja skuli við móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna og samþætta kennsluna við skóladag barna. Við tökum mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í störfum okkar. Þar er meðal annars kveðið á um skuldbindingu stjórnvalda til að virða og tryggja hverju barni réttindi án mismununar og án tillits til kynþáttar eða litarháttar. Til þess að fylgja þessu eftir og til að vinna gegn kerfislægum rasisma þarf borgin að setja sér opinbera stefnu sem felur í sér skýra verkferla og aukna fræðslu um þetta stóra samfélagsmein, bæði fyrir nemendur og fyrir fólk sem vinnur með börnum. Við erum að sjálfsögðu tilbúinn að hitta ykkur betur eftir kosningar til þess að fá enn betri innsýn málaflokkinn og ræða mögulega aðgerðir til að vinna á vandanum. Höfundur er Íslendingur með erlendan bakgrunn og sérfræðingur hjá Rannís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kynþáttafordómar Jafnréttismál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðgerðarhópur gegn fordómum sendi á dögunum spurningar til allra framboða í Reykjavík og birtir hér svör þeirra. Þrjár spurningar voru sendar á flokka í framboði í borginni* og vísa þær í nýliðna atburði og viðbrögð við þeim. Svör bárust frá Flokki fólksins, Pírötum, Samfylkingunni, Sjálfstæðisflokknum, Sósíalistaflokknum og Viðreisn. *Okkur tókst ekki að finna upplýsingar til að hafa samband við E-listann: Reykjavík, besta borgin og Miðflokkinn í Reykjavík. Bréfið sem við sendum Nýverið opinberuðust rasísk viðhorf í samfélaginu í tengslum við flótta ungs hörundsdökks manns úr haldi lögreglunnar. Ljóst er að rasismi er til staðar í Reykjavík og það hefur áhrif á börn og unglinga í skólum, í frístundastarfi og almennt í borgarsamfélaginu. Lög nr. 85 frá 2018 kveða á um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Það er upplifun okkar, sem erum foreldrar barna af öðrum kynþáttum en hvítum á Íslandi að skólareglur og áætlanir um einelti, vinsamlegt samfélag og jákvæðan skólabrag nái ekki alltaf utan um hið djúpstæða mein sem kynþáttafordómar eru og að það sé annaðhvort ekki nægilega vel mörkuð stefna eða henni sé ekki framfylgt af staðfestu. Úr því þarf að bæta. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Svar frá Flokki fólksins Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Þessi atburðarás í tengslum við ofangreint mál var með ólíkindum og var virkilega sláandi að sjá hvernig að því máli var staðið. Þó vill Flokkur fólksins varast að alhæfa en óhjákvæmilega vakna upp spurningar hvort þetta mál sé merki um að rasísk viðhorf séu djúpstæð í samfélaginu eða í ákveðinni starfsstétt/stéttum sem vara með vald. Málið þarf að rannsaka ofan í kjölinn og draga af því lærdóma til að fyrirbyggja að nokkuð sambærilegt eigi eftir að endurtaka sig. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Við hjá Flokki Fólksins teljum fræðslu ávallt mikilvæga. Til þess að forvarnir skili sér þurfa þær að vera við viðvarandi en ekki átaksverkefni í kjölfar ofbeldistilfellis. Við í Flokki fólksins viljum trúa því að starfsfólk Reykjavíkurborgar sé upp til hópa laust við kynþáttafordóma og fordóma almennt séð. Flokkur fólksins fordæmir alla mismunun og kynþáttafordóma og förum við fram á að einskis sé látið ófreistað til þess að allir geti verið öruggir, séu jafnir og njóti mannréttinda. Bregðast þarf við af fagmennsku ef upp koma hinar minnstu vísbendingar eða tilkynning um ofbeldisatvik eða fordómafulla hegðun gagnvart fólki af erlendum uppruna. Grípa þarf umsvifalaust inn í ef sýnt þykir að skólareglur og áætlanir um einelti, ofbeldi af hvers lagst tagi sé ekki fylgt og að inna skóla- eða íþróttasamfélags þrífist kynþáttafordómar. Það er mikilvægt að mál af þessu tagi séu tekin af festu og fagmennsku samkvæmt viðurkenndum verklagsreglum. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Flokkur Fólksins er alfarið á móti allri mismunun og til að sporna við slíkri þróun myndum við vilja auka enn frekar forvarnir og fræðslu á öllum skólastigum svo öll börn sama af hvaða kynþætti þau séu upplifi sig örugg í íslensku skóla- og íþróttastarfi. Mikilvægt er að viðurkennt og gagnreynt verklag og ferlar séu til staðar í skólum og á frístundastöðum til að vinna eftir og að gripið verði strax inn í komi mál af þessu tagi upp. Oddviti Flokks fólksins er sálfræðingur og sérfræðingur í eineltismálum og leiddi þverpólitískan stýrihóp í borgarstjórn árið 2019 en hópurinn fékk það hlutverk að leggja fram drög að endurskoðaðri stefnu Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi og gera tillögu að úrbótum á verkferlum Reykjavíkurborgar. Um þessi mál er Flokkur fólksins því vel meðvitaður. Á þessari vakt má aldrei sofna. Svar frá Pírötum Almennt um hina nýliðnu atburði vilja Píratar taka fram að þeir telja rasisma vera vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu vikna undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu árum. Það þarf að kanna sérstaklega. Fulltrúar annarra lögregluembætta en ríkislögreglustjóra hafa ekki tjáð sig sérstaklega um hina nýliðnu atburði og er það miður. Ekki er að vænta gagngerra breytinga nema lögreglan sem heild taki á því vandamáli sem rasismi er. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og sýnir svo ekki verður um villst að til staðar er alvarlegt vandamál. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Píratar telja að nýliðnir atburðir varðandi lögregluna undirstriki þá staðreynd að rasismi er vandamál í íslensku samfélagi. Þá höfum við rætt við foreldra barna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík og hafa þeir foreldrar sagt okkur frá ýmsum dæmum sem bera vott um rasisma sem þeir og börn þeirra hafa orðið fyrir. Sumir foreldrar tjáðu okkur einnig að þeir hefðu haldið börnum sínum heima á meðan hinn eftirlýsti var enn ófundinn. Við hörmum þessa sorglegu stöðu og viljum að gripið verði til aðgerða til þess að vinna bug á henni án tafar. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Já við teljum vera brýna þörf á því. Í þessu samhengi skiptir máli að við mótun fræðsluefnis, verklags og viðbragða skuli sótt sérstaklega til þess hóps sem um ræðir. Mikilvægt er að fólk af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum sé burðarásinn í því teymi sem sérstaklega kemur að því að móta fræðsluefni, verklag og viðbrögð þegar tilvik rasisma koma upp. Sama á við um framkvæmd fræðslunnar. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Í núgildandi aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi fyrir árin 2022-2024 er sérstaklega tilgreint að uppræta þurfi rasisma og útlendingahatur. Vísað er í fræðslu um fjölmenningu og fordóma sem þegar er í gangi fyrir mið- og efsta stig grunnskóla og talað um mikilvægi þess að yngsta stig grunnskólans fái fræðslu líka. Þótt umrædd aðgerðaætlun sé góð og gild gengur hún of skammt. Þá vantar einnig skýrt og afdráttarlaust loforð um að tryggja fjármagn til þess að fylgja henni eftir. Slíkt loforð þarf síðan að efna. Við Píratar teljum rétt að byrja á því að greina umfang þess vanda sem rasismi er innan borgarinnar. Í því samhengi þarf að fara fram fram heildstæð og vönduð úttekt hjá borginni á umfangi rasisma. Slík úttekt þarf að fara fram sem allra fyrst. Þegar niðurstaða liggur fyrir þarf að móta þverfaglegan vinnuhóp sem falið verður að leggja fram tillögur til úrbóta sem koma þá til viðbótar þeim úrræðum sem tilgreind eru í núgildandi aðgerðaáætlun gegn ofbeldi. Þetta er forgangsverkefni. Svar frá Samfylkingunni Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Í fyrsta lagi viljum við þakka fyrir þessar spurningar. Það er ótrúlega mikilvægt að draga fram sýn stjórnmálaflokka og frambjóðenda í þessum málaflokki. Sýn Samfylkingarinnar er og hefur verið frá stofnun jöfnuður í víðasta skilningi þess orðs. Það má nefna að fulltrúar Samfylkingarinnar leiddu vinnu við að móta mannréttindastefnu Reykjavíkur sem fyrst var samþykkt í borgarstjórn árið 2006. Stefnan hefur m.a. að leiðarljósi að allar manneskjur fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu. Reykjavíkurborg hefur þessa stefnu að leiðarljósi í allri sinni vinnu með börn og ungmenni. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Nú þegar er starfræktur Jafnréttisskóli í Reykjavík. Hlutverk hans er að skapa vettvang og miðla þekkingu á jafnréttismálum og mannréttindum til starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar í samræmi við áherslur aðalnámskrár. En það má sannarlega auka fræðslu og kanna hvort hægt sé að gera enn betur. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Reykjavík hefur verið hluti af Nordic Safe Cities verkefninu um árabil. Hlutverk þess er m.a. að auka fræðslu vegna hatursorðræðu í samélaginu. Nordic Safe Cities verður með ráðstefnu í Reykjavík þann 2. júní n.k. þar sem við erum að vinna með erlendum fyrirlesurum að fræðslu vegna hatursorðræðu. Lögreglunni hefur verið boðið á ráðstefnunna ásamt starfsfólki skóla. Ákvörðun um þátttöku í verkefninu var m.a. tekin af núverandi borgarstjóra. Þá má nefna að fulltrúar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu hafa verið kallaðir á fund hjá ríkislögreglustjóra, eftir atvikið, í þeim tilgangi að fá ráðgjöf um hvernig hægt er að skapa frekara traust meðal innflytjenda. Allt samtal, öll fræðsla hjálpar til en það þarf líka að tryggja að samfélagið verði ekki einsleitt, þannig að börn af ólíkum uppruna alist upp saman og skilji veruleika hvors annars en það er einmitt þannig Reykjavík sem við höfum og viljum halda áfram að stuðla að. Svar frá Sjálfstæðisflokknum Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Það er ljóst að það þarf að eiga sér stað nýtt samtal um stöðu fólks af ólíkum kynþáttum í borginni og skólum hennar. Við getum byggt á og lært af árangri af eineltisáætlunum og þeim verkefnum sem hafa gefist vel. Við getum ekki og megum ekki umbera neinskonar mismunum á grundvelli kynþátta. Við megum ekki umbera mismunun almennt, en nýliðnir atburðir hafa sýnt okkur að við þurfum að taka sérstaklega á þessum málum. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Já, það þarf að auka fræðslu, til starfsfólks, foreldra og barna. Við þurfum líka að innleiða leiðbeiningar í skólum og tryggja að stjórnendur, kennarar, foreldrar og nemendur skilji þær og fylgi þeim. Það þarf að taka þær alvarlega og gera þær að n.k. skyldu fyrir starfsfólk svo þau þekki merkin um mismunum bæði hjá börnum og foreldrum en ekki síður hjá sjálfum sér. Það verður kannski stærsta verkefnið, að fá fólk til að takast á við eigin fordóma sem þau gerir sér kannski ekki grein fyrir að þau búa yfir. Það á að vera algerlega skýrt í Reykjavík að ekkert barn á að verða fyrir fordómum vegna uppruna síns eða litarhafts. Það er réttur þeirra að vera örugg og laus undan fordómum. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Við þurfum að: Viðurkenna nýlega atburði og horfast í augu við þá. Kalla alla að borðinu, starfsfólk, sérfræðingar foreldra og börn. Nota þá skóla sem hafa náð sérstökum árangri í eineltismálum sem fyrirmynd Sýna ekkert umburðarlyndi fyrir kynþáttafordómum Fara í menntunarátak fyrir alla. Gera okkur grein fyrir því að þetta gerist ekki á einni nóttu, þetta er langtímaskuldbinding Svar frá Sósíalistaflokknum 1. Hvaða sýn hefur framboðið á stöðu barna og ungmenna af öðrum kynþætti og uppruna en hvítum í Reykjavík, í ljósi nýliðinna atburða? Ljóst er að Ísland þarf að gera upp heilmikla sögu varðandi rasisma og nýlegt atvik sýnir svo vel á hvaða stað samfélagið er á. Það þarf að takast á við stofnanabundinn rasisma og aðgerðaráætlanir þurfa að vera til staðar í geirum samfélagsins til að bregðast við rasisma. Aðgerðaráætlanir þurfa að vera til staðar hjá lögreglunni, skólum og í fjölmiðlum svo að dæmi séu nefnd. Þessar áætlanir þurfa að setja fram skýra verkferla um hvernig skuli bregðast við rasískum atvikum og ummælum og þurfa einnig að vera vegvísir fyrir þá fræðslu sem þarf að eiga sér stað hvort sem um er að ræða t.d. hjá vinnustöðum eða skólum. Rasismi er staðreynd hér á landi í samfélaginu. Svört og brún börn og ungmenni í samfélaginu og í Reykjavík verða fyrir barðinu á rasisma; kynþáttahatri, kynþáttafordómum, kynþáttahyggju og öráreitni. Það þarf að ræða um þetta og viðbragðsáætlanir þurfa að vera til staðar til þess að mæta börnum sem verða fyrir barðinu á rasískum atvikum. Reykjavíkurborg sér um leik- og grunnskóla og það er á þeirra ábyrgð að gæta þess að bregðast vel og skjótt við rasískum atvikum svo það lendi ekki á börnum eða foreldrum þeirra að bregðast við kynþáttafordómum og kynþáttahyggju í skólaumhverfinu. Samfélagið og skólakerfið hér á landi hefur mikið talað um fjölmenningarstefnu, inngildingu (e. inclusion) og mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum. Það er mjög mikilvægt og nauðsynlegt en á sama tíma þarf að gera skýran greinarmun á milli útlendingaandúðar og kynþáttafordóma. Þetta tvennt getur vissulega skarast en mörg brún og svört ungmenni verða fyrir barðinu á kynþáttafordómum vegna húðlitar og þekkja ekkert annað en að hafa alist upp á Íslandi. Þá er mikilvægt að tala um kynþáttafordómana sem þau upplifa, sem einmitt það: kynþáttafordóma. Það er ekki hægt að setja alla mismunun vegna húðlitar, uppruna eða kynþáttar undir einn hatt og fjalla um það eingöngu út frá fjölmenningu. Börn af íslenskum uppruna geta orðið fyrir rasisma vegna húðlitar og í því samhengi er ekki hægt að nálgast slíkt með áherslum fjölmenningar. Samfélagið verður að vera meðvitað um þá mismunun og þá fordóma sem börn upplifa vegna útlendingaandúðar og vegna kynþáttafordóma og þar er mikilvægt að hlusta á fólkið með reynsluna. Margt fólk hefur stigið fram og tjáð sig um hvað þurfi að bæta í samfélaginu og það er okkar sem eru í stjórnmálum að hlusta á það. 2. Í ljósi atburðarins sem vísað er til að ofan teljið þið vera þörf á aukinni fræðslu eða festu í verklagi fyrir starfsfólk í skóla- og frístundastarfi borgarinnar, um kynþáttafordóma, hvernig bregðast skal við þegar börn og ungmenni verða fyrir þeim og hvernig staðið er að því að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma? Já það er bráðnauðsynlegt. Fræðsla og símenntun þarf að eiga sér stað hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar og þeim sem starfa hjá fyrirtækjum í eigu borgarinnar, með sérstakri áherslu á skóla- og frístundasvið og stöðum þar sem unnið er með börnum og ungmennum. Það er mikilvægt að fara yfir starfið hjá skóla- og frístundasviði; í leik- og grunnskólum, í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum og tryggja að ekkert í starfinu sé útilokandi fyrir börn og ungmenni með dökkan húðlit. Hér er t.a.m. um að ræða söngtexta og bækur sem þarf að yfirfara og tryggja þarf að orðanotkun sé viðeigandi. Það er líka mikilvægt að stjórnendur og allt starfsfólk fái reglulega fræðslu og að það sé samtal við foreldra um kynþáttafordóma. Það þarf líka að fræða börn og ungmenni um kynþáttafordóma og útbúa efni sem er hægt að nota á ólíkum skólastigum eftir aldri. 3. Ef já við spurningu 2, biðjum við vinsamlegast um stutta lýsingu á sýn flokksins um hvaða frekari skref þið viljið stíga til að vinna gegn kerfislægum rasisma í borgarsamfélaginu, með hagsmuni og vellíðan barna og ungmenna af blönduðum kynþætti og uppruna í huga. Borgin þarf að eiga samtal við stofnanir samfélagsins um hvernig sé hægt að vinna gegn kerfislægum rasisma. Það þarf aðgerðaráætlun sem er með skýra verkferla um hvernig eigi að mæta börnum og ungmennum sem verða fyrir barðinu á rasisma í borgarsamfélaginu, því það á ekki að lenda á þeim, fjölskyldu eða aðstandendum að bregðast við kynþáttafordómum og kynþáttahyggju. Slík aðgerðaráætlun þarf að ná yfir alla starfsemi borgarinnar. Samþykkt hefur verið að vinna slíkt fyrir skóla- og frístundastarf en við sósíalistar lögðum slíkt til í borgarstjórn og leggjum við áherslu á að aðgerðaráætlunin verði sýnileg. t.d. á vefsíðu Reykjavíkurborgar og á fleiri stöðum og hún þarf að vera unnin með þeim sem þekkja best til, t.a.m. með aktivistum sem hafa verið að fjalla um þessi málefni, séð um fræðslu á þessu sviði og þeim sem hafa beina reynslu af því sem er til umræðu. Í þessu samhengi er mikilvægt að manneskjurnar sem komi að vinnunni fái greitt fyrir störf sín. Þar sem ekki er hægt að sjá fyrir um öll atvik sem geta átt sér stað eða undir hvaða kringumstæðum rasismi getur komið fram, er mikilvægt að samtal og fræðsla fari reglulega fram og að úrbætur verði gerðar á því sem þarf að laga. Við viljum að talað verði meira um rasisma, ekki einungis þegar rasísk atvik eiga sér stað, heldur að samtalið um slíkt eigi sér oftar stað. Með því að fjalla með gagnrýnum hætti um hvítleika (e. whiteness), forréttindi og reynslu fólks sem er ekki hvítt á hörund má læra margt og bæta samfélagið til að tryggja að það sé gott fyrir okkur öll. Í þessu samhengi er símenntun kennara nauðsynleg og það þarf að gefa kennurum og skólastarfsfólki rými til þess að sækja þá símenntun. Við sósíalistar leggjum ríka áherslu á að aðgerðaráætlun gegn rasisma verði fljótt samin og innleidd í skóla- og frístundastarfi borgarinnar en tillöguna um slíkt má lesa hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/skjol_borgarstjornarfundur/3_1_tillaga_j_adgerdaaetlun_rasismi.pdf Breytingartillaga var samþykkt í skóla- og frístundaráði, því miður náði það ekki fram að ganga að þau sem kæmu að vinnunni utan borgarinnar fengu greitt fyrir sína vinnu en við sósíalistar teljum það gríðarlega mikilvægt þar sem um mikla vinnu er um að ræða við að fræða fólk um kynþáttafordóma, það tekur mikla orku og mikinn tíma. Hér má sjá þá breytingartillögu sem náði fram að ganga: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/228_3.3_sameiginleg_tillaga_um_rasisma_170322.pdf?fbclid=IwAR1Vz-KuCk90heESKwtT6HhZNQ1nWXtwiKsiXCqVl4k54dTejR-SlpykIZ4 Svar frá Viðreisn Jafnréttindi og mannréttindi eru leiðarstef í öllu starfi Viðreisnar. Undir það fellur að berjast gegn mismunun, fordómum og ofbeldi sem fólk verður fyrir m.a. vegna kynhneigðar sinnar, fötlunar og eins og þið nefnið sérstaklega, kynþáttar og uppruna. Stefnan okkar byggir á því að viðhafa virkt samráð við einstaklinga og hópa um málefnin sem þau varða. Sýn Viðreisnar er að hvert barn fái notið sín í samfélaginu, skólum og frístundum óháð uppruna, þjóðernis, litarháttar, tungumáls og lífs- eða trúarskoðana. Kynþáttafordómar eiga ekki heima í samfélaginu okkar. Við þurfum að bregðast við þeim af festu í hvert sinn sem þeirra verður vart og fyrirbyggja að þeir eigi sér stað. Við þurfum að veita börnum af erlendum uppruna og af öðrum kynþáttum en hvítum sérstakan gaum og tryggja til þess fullnægjandi fjármögnun í gegnum Jöfnunarsjóð, en þar hefur hallað á Reykjavíkurborg sem þó hefur hæsta hlutfall sveitarfélaga af börnum af öðrum uppruna en íslenskum. Í stefnu Viðreisnar er einnig tekið sérstaklega fram að styðja skuli við móðurmálskennslu barna af erlendum uppruna og samþætta kennsluna við skóladag barna. Við tökum mið af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í störfum okkar. Þar er meðal annars kveðið á um skuldbindingu stjórnvalda til að virða og tryggja hverju barni réttindi án mismununar og án tillits til kynþáttar eða litarháttar. Til þess að fylgja þessu eftir og til að vinna gegn kerfislægum rasisma þarf borgin að setja sér opinbera stefnu sem felur í sér skýra verkferla og aukna fræðslu um þetta stóra samfélagsmein, bæði fyrir nemendur og fyrir fólk sem vinnur með börnum. Við erum að sjálfsögðu tilbúinn að hitta ykkur betur eftir kosningar til þess að fá enn betri innsýn málaflokkinn og ræða mögulega aðgerðir til að vinna á vandanum. Höfundur er Íslendingur með erlendan bakgrunn og sérfræðingur hjá Rannís.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun