Flokkadráttur skaðar lýðræðið Arnar Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 10:10 „Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
„Markmið áróðursmeistarans er að láta einn flokk manna gleyma því að fólk í öðrum flokkum sé mennskt.“ Ofangreind tilvitnun er höfð eftir Aldous Huxley (1894-1963), höfund bókanna Brave New World (1932) og Brave New World Revisited (1958). Í síðarnefnda ritinu segir Huxley að einræðisherrar fyrri tíðar hafi fallið af stalli þar sem þeir hafi „aldrei getað séð þegnunum fyrir nægilega miklu brauði, fjölleikasýningum, kraftaverkum og leyndardómum“. Þeir hafi heldur ekki ráðið yfir nægilega skilvirku kerfi til að stýra hugsunum fólks. Huxley setti fram þann spádóm að undir vísindalegu gerræði yrði menntakerfinu beitt í þágu valdsins. Slíkt uppeldi tryggði að flestum dytti aldrei í hug að rísa gegn ríkjandi stjórnvöldum. Á þessum grunni taldi Huxley ekkert benda til þess að vísindalegri harðstjórn yrði nokkru sinni velt af stalli: Óspennandi sannleika mætti alltaf fela með spennandi lygi. Við lifum nú á tímum þegar hrollvekjandi vísindaskáldskapur Huxleys færist stöðugt nær raunveruleikanum: Eftirlitsstofnanir og tæknirisar seilast sífellt lengra inn í einkalíf almennings; heilnæm einstaklingshyggja og heilbrigð skynsemi víkur fyrir kröfum um kæfandi hlýðni og þegjandi undirgefni; borgaralegt frelsi á í vök að verjast gagnvart hvers kyns ofríki. Í slíku umhverfi er þess jafnvel krafist að vikið sé frá grundvallarskilyrðum réttarríkisins um það að allir séu jafnir fyrir lögunum. Áróðursvélarnar mala daglangt og árlangt í þágu þeirra sem gera tilkall til áhrifa og valda. En hverjir knýja þessar vélar áfram? Einn háskalegasti maður 20. aldar, Edward Bernays (1891-1995), sagði að þeir sem það gerðu væru í raun hinir „ósýnilegu valdhafar“ og hin „sanna valdastétt“. Ef við viljum geta greint rétt frá röngu, sannleik frá lygi, þá getum við ekki leyft okkur að aftengja eigin dómgreind. Við þurfum að geta séð það sem er satt, ekki bara það sem er þægilegt. Sem hugsandi, kjósandi, ábyrgar siðferðisverur getum við m.ö.o. ekki byggt heimsmynd okkar á áróðri. Til að fræðast nánar um fyrirbærið áróður og allan þann háska sem af því stafar, gefst okkur tækifæri til að sækja fyrirlestur prófessors Mark Crispin Miller nk. laugardag í Hörpu, kl. 13.00. Við þurfum ekki að vera sammála, en við getum hlustað með opnum huga og nýtt reynslu hans til að skerpa á eigin athygli, hugsun og dómgreind. Á þeim grunni getum við nýtt kosningaréttinn á ábyrgan, fordómalausan og upplýstan hátt. Það er réttur okkar og skylda gagnvart lýðræðinu. Höfundur er lögmaður.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun