Skólamál eru kosningamál Magnús Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:50 Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun