Skólamál eru kosningamál Magnús Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:50 Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar