„Að fólk kunni að meta það sem maður leggur hjarta sitt í eru hin sönnu laun“ Elísabet Hanna skrifar 13. maí 2022 15:32 Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Tinna Hrafnsdóttir Vísir/Vilhelm Kvikmyndin Skjálfti hefur verið seld til fjögurra landa og mun þar að auki taka þátt í kynningarmarkaðinum á Cannes í ár samkvæmt Variety. Myndin er skrifuð og leikstýrt af Tinnu Hrafnsdóttur. Fjölskylduleyndarmál Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Aníta Briem fer með aðalhlutverkið sem Saga en myndin skartar meðal annars þeim Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni og Bergi Ebba. „Saga, sem er einstæð móðir, missir minnið þegar hún er í göngu á Klambratúni með sex ára syni sínum því hún fær svo heiftarlegt flogaveikiskast,“ sagði Tinna í viðtali við Ísland í dag í síðasta mánuði. Í kjölfar minnisleysisins fer Saga að reyna að grafa upp fortíðina til þess að endurheimta minningarnar en á sama tíma óttast hún að vera dæmd óhæf og missa son sinn frá sér. Þá koma fram ýmis fjölskylduleyndarmál sem hafa verið þögguð niður. Aníta Briem fer með hlutverk Sögu í myndinni.Skjálfti. Gott að fólk kunni að meta söguna Myndin verður sýnd í Norður Ameríku, Svíþjóð og Bretlandi en aðspurð hvernig tilfinningin sé með þetta stóra skref fyrir Skjálfta segir Tinna: „Hún er virkilega góð. Að fólk kunni að meta það sem maður leggur hjarta sitt í eru hin sönnu laun og að myndin skuli fá þessa dreifingu er gríðarlega mikilvægt og mikil viðurkenning.“ Sjálf er Tinna að vinna hörðum höndum að undirbúa næsta verkefni og fer því ekki til Cannes þetta árið en fyrirtækið Alief fer fyrir hönd myndarinnar á Cannes Marché du Film. „Nei, ekki í þetta skiptið. Þeir sem sjá um söluna á myndinni verða þar og vonandi fær hún i kjölfarið enn frekari dreifingu. Ég verð hér heima að undirbúa næsta verkefni sem fer að öllum líkindum í tökur næsta haust,“ segir Tinna og verður spennandi að sjá hvert það verkefni verður. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 „Fjölskylduleyndarmál sem enginn vildi tala um“ Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Leikstjóri og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir og er óhætt að segja að valið sé vel í hlutverk en myndin skartar Anítu Briem, Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni, Bergi Ebba og fleiri frábærum leikurum. 20. apríl 2022 10:31 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Fjölskylduleyndarmál Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Aníta Briem fer með aðalhlutverkið sem Saga en myndin skartar meðal annars þeim Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni og Bergi Ebba. „Saga, sem er einstæð móðir, missir minnið þegar hún er í göngu á Klambratúni með sex ára syni sínum því hún fær svo heiftarlegt flogaveikiskast,“ sagði Tinna í viðtali við Ísland í dag í síðasta mánuði. Í kjölfar minnisleysisins fer Saga að reyna að grafa upp fortíðina til þess að endurheimta minningarnar en á sama tíma óttast hún að vera dæmd óhæf og missa son sinn frá sér. Þá koma fram ýmis fjölskylduleyndarmál sem hafa verið þögguð niður. Aníta Briem fer með hlutverk Sögu í myndinni.Skjálfti. Gott að fólk kunni að meta söguna Myndin verður sýnd í Norður Ameríku, Svíþjóð og Bretlandi en aðspurð hvernig tilfinningin sé með þetta stóra skref fyrir Skjálfta segir Tinna: „Hún er virkilega góð. Að fólk kunni að meta það sem maður leggur hjarta sitt í eru hin sönnu laun og að myndin skuli fá þessa dreifingu er gríðarlega mikilvægt og mikil viðurkenning.“ Sjálf er Tinna að vinna hörðum höndum að undirbúa næsta verkefni og fer því ekki til Cannes þetta árið en fyrirtækið Alief fer fyrir hönd myndarinnar á Cannes Marché du Film. „Nei, ekki í þetta skiptið. Þeir sem sjá um söluna á myndinni verða þar og vonandi fær hún i kjölfarið enn frekari dreifingu. Ég verð hér heima að undirbúa næsta verkefni sem fer að öllum líkindum í tökur næsta haust,“ segir Tinna og verður spennandi að sjá hvert það verkefni verður.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 „Fjölskylduleyndarmál sem enginn vildi tala um“ Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Leikstjóri og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir og er óhætt að segja að valið sé vel í hlutverk en myndin skartar Anítu Briem, Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni, Bergi Ebba og fleiri frábærum leikurum. 20. apríl 2022 10:31 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Sjá meira
Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31
„Fjölskylduleyndarmál sem enginn vildi tala um“ Kvikmyndin Skjálfti er byggð á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra Skjálfta. Leikstjóri og handritshöfundur er Tinna Hrafnsdóttir og er óhætt að segja að valið sé vel í hlutverk en myndin skartar Anítu Briem, Eddu Björgvins, Jóhanni Sigurðarsyni, Bergi Ebba og fleiri frábærum leikurum. 20. apríl 2022 10:31