Skoðun

Byggjum fjöl­nota­hús fyrir þjónustu bæjarins út í hverfunum

Eggert Sigurbergsson skrifar

Reykjanesbær hefur byggt stakstæða leikskóla víðsvegar um bæinn og er nú svo komið að þessir leikskólar eru of litlir til að mæta nútímakröfum, ekki er hægt að byggja við þá eða breyta nema með ærum tilkostnaði, svo við tölum nú ekki um mönnunarvanda leikskólamenntaðra kennara sem er saga út af fyrir sig.

Við þekkjum það vel að það eru byggð fjölnotahús undir íþróttir með góðum árangri en við eru enn föst í stakstæðum byggingum fyrir grunnþjónustu fyrir bæjarbúa.

Fjölnotahús fyrir grunnþjónustu

Við í Miðflokknum leggjum á það áherslu að hagræða og spara í rekstri grunnþjónustu um leið og gæði þjónustunnar verður aukin.

Til að svo megi verða teljum við að bygging fjölnotahúss fyrir leikskóla, tómstundastarf barna og unglinga, þjónustu fyrir aldraða og öryrkja og aðstöðu fyrir hverfasamtök og foreldra barna í hverfum verði ekki bara einfaldara heldur mun hagkvæmara.

Öll þessi starfsemi kalla á sömu grunnþjónustu sem hæglega er hægt að nýta mun betur t.d. samkomusal, eldhús og hreinlætisaðstöðu.

Með fjölnotahúsi, eða kjarna, má takast á við sveiflur í notkun og skörun þjónustu er lítil þar sem leikskóli á daginn nýtir sameiginlegu aðstöðuna á meðan unglinga- og barnastarf og starf aldraða nýtir húsnæðið á öðrum tímum svo eitthvað sé nefnt.

Með lækkun kostnaðar við mannvirki og grunnþjónustu gætum við t.d. bætt kjör og aðstöðu leikskólakennara.

Við hjá Miðflokknum erum lausnarmiðuð og hugsum í lausnum en ekki vandamálum með hag bæjarbúa að leiðarljósi.

Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×