Skapandi frelsi fyrir skólastjórnendur og jöfnuður fyrir nemendur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 13. maí 2022 15:21 Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu. Fjármagn og frelsi með EDDU Nýtt úthlutunarlíkan fjármagns til grunnskóla, sem kallast EDDA, hefur verið tekið í notkun frá og með þessu ári með 1,5 milljarða viðbótar fjárframlagi til grunnskóla borgarinnar. Það stýrir hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla og tekur mið af félagslegum og lýðfræðilegum þáttum hvers skóla við úthlutun fjármagns. Samhliða fá skólastjórnendur aukið frelsi til að ráða inn fagfólk eftir þörfum sinna skóla, sem gagnast þegar upp er staðið fyrst og fremst börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta er risa stórt framfaraskref fyrir grunnskólana og mun tryggja gagnsæi, fyrirsjánleika og jafna leikinn enn betur milli skóla og hverfa innan Reykjavíkur. Börnin og þjónusta við þau á alltaf að vera í forgangi og jöfnuður þeirra að vera tryggur. Betri borg fyrir öll börn Betri borg fyrir börn er yfirskrift verkefnis þar sem við færum starfsfólk, fjármagn og áhrif út í hverfin til að gera þjónustu við börn enn markvissari og betri. Með því að samhæfa og samþætta þjónustu viljum við jafna aðstöðu barna og styrkja sérstaklega börn í viðkvæmri stöðu. Við aukum fjármagn til skóla þar sem félagsleg og efnahagsleg staða foreldra er þrengri, aukum snemmtækan stuðning við börn og tryggjum að hann sé ekki háður greiningum. Stuðningur veittur sem mest í nærumhverfinu í umhverfi sem barnið þekkir og líður vel í, strax í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Við viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur og ganga enn lengra fyrir með hækkun styrksins í 100 þúsund fyrir börn fjölskyldna með lágar tekjur. Við setjum þjónustu við barnið í fyrsta sæti, einföldum leiðina að henni og aðlögum kerfið fyrir foreldra, forrráðamenn og fagfólk. 200 milljóna þróunarsjóður Menntastefnan er flaggskip borgarinnar í menntamálum og fyrirmynd annara sveitarfélaga og reyndar ríkisins líka. Mótun stefnunnar tók tvö ár og var eitt stærsta lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar á síðustu árum en um 10.000 þúsund einstaklingar komu að gerð hennar, kennarar og nemendur, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundar, fulltrúar fagstétta og fræðasamfélagsins. Með nýjum nýsköpunar- og þróunarsjóði menntastefnunnar voru framlög til skólaþróunar tífölduð úr 19 milljónum í 200 milljónir. Þetta skipti öllu máli til að tryggja að stefnan er ekki bara fögur orð á blaði heldur leiðir strax til raunverulegra úrbóta í skóla- og frístundastarfi því allt þetta fjármagn fer beint út í skólana. Markmið menntastefnunnar er að styrkja fimm grunnþætti meðal barna: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði svo þau séu vel nestuð til að láta drauma sína rætast. Þróunarsjóðurinn gefur starfsfólki í frístund, leik- og grunnskólum borgarinnar byr undir báða vængi til að innleiða menntastefnuna. Skapandi, faglegt frelsi starfsfólksins á góflinu. Það er mikið í húfi - X-S! Samfylkingin þarf nýtt umboð frá borgarbúum í kosningum 14. maí 2022 til að halda áfram að vera leiðandi afl í menntamálum í landinu. Reykjavík er á réttri leið með flaggskipi Menntastefnunnar, EDDA kemur með fjármagn, gegnsæi og frelsi til skólastjórnenda í grunnskólum og sambærileg líkön eru í smíðum fyrir leikskóla og frístundastarfið. Brúum bilið planið mun tryggja börnum frá tólf mánaða aldri leikskólapláss og saman sköpum við Betri borg fyrir börn í borginni. Setjum X við S á morgun og tryggjum áfram að menntamálin verði í forgangi í borginni! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík hefur verið leiðandi varðandi aðgerðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi og varið til þess yfir fimm milljörðum króna. Samfylkingin mun áfram leggja áherslu á bætt starfsumhverfi varðandi laun, starfskjör, húsnæði og annan aðbúnað enda er það forsenda þess að skólarnir í borginni séu eftirsóknarvert umhverfi fyrir kennara, starfsfólk almennt og börnin að sjálfsögðu. Fjármagn og frelsi með EDDU Nýtt úthlutunarlíkan fjármagns til grunnskóla, sem kallast EDDA, hefur verið tekið í notkun frá og með þessu ári með 1,5 milljarða viðbótar fjárframlagi til grunnskóla borgarinnar. Það stýrir hvernig fjármagni er úthlutað til einstakra skóla og tekur mið af félagslegum og lýðfræðilegum þáttum hvers skóla við úthlutun fjármagns. Samhliða fá skólastjórnendur aukið frelsi til að ráða inn fagfólk eftir þörfum sinna skóla, sem gagnast þegar upp er staðið fyrst og fremst börnum og fjölskyldum þeirra. Þetta er risa stórt framfaraskref fyrir grunnskólana og mun tryggja gagnsæi, fyrirsjánleika og jafna leikinn enn betur milli skóla og hverfa innan Reykjavíkur. Börnin og þjónusta við þau á alltaf að vera í forgangi og jöfnuður þeirra að vera tryggur. Betri borg fyrir öll börn Betri borg fyrir börn er yfirskrift verkefnis þar sem við færum starfsfólk, fjármagn og áhrif út í hverfin til að gera þjónustu við börn enn markvissari og betri. Með því að samhæfa og samþætta þjónustu viljum við jafna aðstöðu barna og styrkja sérstaklega börn í viðkvæmri stöðu. Við aukum fjármagn til skóla þar sem félagsleg og efnahagsleg staða foreldra er þrengri, aukum snemmtækan stuðning við börn og tryggjum að hann sé ekki háður greiningum. Stuðningur veittur sem mest í nærumhverfinu í umhverfi sem barnið þekkir og líður vel í, strax í leikskóla og á yngsta stigi grunnskóla. Við viljum hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur og ganga enn lengra fyrir með hækkun styrksins í 100 þúsund fyrir börn fjölskyldna með lágar tekjur. Við setjum þjónustu við barnið í fyrsta sæti, einföldum leiðina að henni og aðlögum kerfið fyrir foreldra, forrráðamenn og fagfólk. 200 milljóna þróunarsjóður Menntastefnan er flaggskip borgarinnar í menntamálum og fyrirmynd annara sveitarfélaga og reyndar ríkisins líka. Mótun stefnunnar tók tvö ár og var eitt stærsta lýðræðisverkefni Reykjavíkurborgar á síðustu árum en um 10.000 þúsund einstaklingar komu að gerð hennar, kennarar og nemendur, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundar, fulltrúar fagstétta og fræðasamfélagsins. Með nýjum nýsköpunar- og þróunarsjóði menntastefnunnar voru framlög til skólaþróunar tífölduð úr 19 milljónum í 200 milljónir. Þetta skipti öllu máli til að tryggja að stefnan er ekki bara fögur orð á blaði heldur leiðir strax til raunverulegra úrbóta í skóla- og frístundastarfi því allt þetta fjármagn fer beint út í skólana. Markmið menntastefnunnar er að styrkja fimm grunnþætti meðal barna: félagsfærni, sjálfseflingu, sköpun, læsi og heilbrigði svo þau séu vel nestuð til að láta drauma sína rætast. Þróunarsjóðurinn gefur starfsfólki í frístund, leik- og grunnskólum borgarinnar byr undir báða vængi til að innleiða menntastefnuna. Skapandi, faglegt frelsi starfsfólksins á góflinu. Það er mikið í húfi - X-S! Samfylkingin þarf nýtt umboð frá borgarbúum í kosningum 14. maí 2022 til að halda áfram að vera leiðandi afl í menntamálum í landinu. Reykjavík er á réttri leið með flaggskipi Menntastefnunnar, EDDA kemur með fjármagn, gegnsæi og frelsi til skólastjórnenda í grunnskólum og sambærileg líkön eru í smíðum fyrir leikskóla og frístundastarfið. Brúum bilið planið mun tryggja börnum frá tólf mánaða aldri leikskólapláss og saman sköpum við Betri borg fyrir börn í borginni. Setjum X við S á morgun og tryggjum áfram að menntamálin verði í forgangi í borginni! Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar