Þrepaskipt útsvar Eggert Sigurbergsson skrifar 13. maí 2022 21:00 Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er. Þrepaskipting tekjuskatts Hugmyndin með þrepaskiptingu skatta á sínum tíma, um 2010, var að bæta upp fall í skatttekjum eftir fjármálahrunið og ekki síður að stoppa upp í fjárlagahallann sem þá var. Nú eru hörmungar hrunsins að baki hjá ríkinu, ekki síst með stöðuleikaframlögum bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þáverandi forsætisráðherra, átti stærstan þá í að gera að veruleika. Um leið situr enn fjöldi fólks eftir með sárt ennið eftir að hafa lent í „skjaldborg“ Samfylkingarinnar og VG sem sneri ekki að því að hugsa um hag fjölskyldna heldur fjármagnseigenda. Nú rúmum áratugi eftir upptöku þrepaskiptingar er sama skipting við lýði þótt eitthvað hafi verið krukkað í kerfið sem er þó en að mestu leyti óbreytt. Þrepaskipting útsvars Útsvar til sveitarfélagsins er í dag línuleg hlutfall af tekjum sem leggst á allar tekjur jafnt innan skilgreinds hámarks og lámarks sem er í dag 12,44% til 14,52%. Afleiðingin er að tekjur sveitarfélaga taka ekki mið af getu fólks til að greiða í samfélagslega þjónustu sveitarfélagana. Ein birtingarmynd þessa skekkju er sú að lágtekjuhópar greiða mun hærra til samfélagsins sem hlutfall af ráðstöfunartekjum en þeir efnameiri og getur munurinn jafnvel verið margfaldur eins og t.d. í leikskólum, íþróttum, tómstundum og listgreinastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum það sanngirnismál að útsvar bæjarins fylgi skattþrepum þannig að þeir greiða meira sem geta. Vissulega er það ekki á valdi bæjarins að breyta skattkerfinu en bærinn getur beitt sér í þessu máli og munum við gera það veiti bæjarbúar okkur umboð til þess í komandi sveitarstjórnakosningum laugardaginn 14. maí 2022. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar þrepaskipt útsvar er nefnt gætu einhverjir hugsað, þýðir það ekki bara auknir skattar? Staðreyndin er aftur á móti sú að þrepaskipt útsvar breytir ekki á nokkurn hátt heildar skattbyrgði einstaklinga heldur færir til skatttekjur frá ríki til sveitarfélaga á sanngjarnari hátt en nú er. Þrepaskipting tekjuskatts Hugmyndin með þrepaskiptingu skatta á sínum tíma, um 2010, var að bæta upp fall í skatttekjum eftir fjármálahrunið og ekki síður að stoppa upp í fjárlagahallann sem þá var. Nú eru hörmungar hrunsins að baki hjá ríkinu, ekki síst með stöðuleikaframlögum bankanna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og þáverandi forsætisráðherra, átti stærstan þá í að gera að veruleika. Um leið situr enn fjöldi fólks eftir með sárt ennið eftir að hafa lent í „skjaldborg“ Samfylkingarinnar og VG sem sneri ekki að því að hugsa um hag fjölskyldna heldur fjármagnseigenda. Nú rúmum áratugi eftir upptöku þrepaskiptingar er sama skipting við lýði þótt eitthvað hafi verið krukkað í kerfið sem er þó en að mestu leyti óbreytt. Þrepaskipting útsvars Útsvar til sveitarfélagsins er í dag línuleg hlutfall af tekjum sem leggst á allar tekjur jafnt innan skilgreinds hámarks og lámarks sem er í dag 12,44% til 14,52%. Afleiðingin er að tekjur sveitarfélaga taka ekki mið af getu fólks til að greiða í samfélagslega þjónustu sveitarfélagana. Ein birtingarmynd þessa skekkju er sú að lágtekjuhópar greiða mun hærra til samfélagsins sem hlutfall af ráðstöfunartekjum en þeir efnameiri og getur munurinn jafnvel verið margfaldur eins og t.d. í leikskólum, íþróttum, tómstundum og listgreinastarfi svo fátt eitt sé nefnt. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum það sanngirnismál að útsvar bæjarins fylgi skattþrepum þannig að þeir greiða meira sem geta. Vissulega er það ekki á valdi bæjarins að breyta skattkerfinu en bærinn getur beitt sér í þessu máli og munum við gera það veiti bæjarbúar okkur umboð til þess í komandi sveitarstjórnakosningum laugardaginn 14. maí 2022. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar