Á kjörskrá í Vestmannaeyjum eru 3.283. Sjö bæjarfulltrúar hafa átt sæti í bæjarstjórn en bæjarfulltrúm var fjölgað í níu fyrir kosningarnar í vor.
Eyjalistinn og Fyrir Heimaey mynduðu meirihluta eftir kosningarnar 2018. Fyrir Heimaey með þrjá fulltrúa og Eyjalistinn með einn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í minnihluta frá 2018 með þrjá fulltrúa.
Sömu þrír listar buðu fram að þessu sinni í Vestmannaeyjum. Niðurstaðan í kosningunum núna varð eftirfarandi:
- D - Sjálfstæðisflokkur - 44,1% - 4 fulltrúar
- E - Eyjalistinn - 20,2% - 2 fulltrúar
- H - Fyrir Heimaey - 35,7% - 3 fulltrúar
Eyjalistinn og Fyrir Heimaey halda því meirihluta með fimm fulltrúa samanlagt gegn fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
Eftirfarandi náðu kjöri í bæjarstjórn:
- Eyþór Harðarson (D)
- Hildur Sólveig Sigurðardóttir (D)
- Gísli Stefánsson (D)
- Margrét Rós Ingólfsdóttir (D)
- Njáll Ragnarsson (E)
- Helga Jóhanna Harðardóttir (E)
- Páll Magnússon (H)
- Jóna Sigríður Guðmundsdóttir (H)
- Íris Róbertsdóttir (H)
