Hvers vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 13. maí 2022 17:01 Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Hrund Björnsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Á morgun verður kosið til sveitarstjórnarkosninga á Íslandi og mikið af öflugu fólki býður sig fram fyrir Miðflokkinn um land allt. Ómar Már Jónsson, fyrrum sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, skipar oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavík og tekur þar við keflinu af Vigdísi Hauksdóttur, sitjandi borgarfulltrúa. Vigdís Hauksdóttir, hefur síðustu fjögur ár veitt meirihlutanum aðhald sem eftir hefur verið tekið í rekstri borgarinnar. Hún hefur vakið athygli á þeirri óreiðu sem ríkir í fjármálum borgarinnar, þ.á.m. Braggamálinu, dönsku stráunum, pálmatrjám í Vogabyggð, endalausum mannaráðningum á skrifstofu borgarstjóra, framúrakstri framkvæmda í miðbænum og margt fleira. Kosningarnar á morgun eru mikilvægar fyrir borgina og í mínum huga verður endanlega kosið um borgarlínu og flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur staðið í lappirnar hvað varðar borgarlínu og flugvöllinn. Við höfum alfarið verið á móti borgarlínu miðað við núverandi forsendur en viljum þess í stað stuðla að því að byggja upp núverandi almenningssamgöngur. Ef borgarlína verður að veruleika munum við Reykvíkingar sjá gríðarlega mikla þrengingu að einkabílnum, þar sem Suðurlandsbraut mun fækka um eina akrein í hvora átt. Sama má segja um Sæbraut, þar verður þrengt að umferð og flæði truflað. Fjármögnun borgarlínu er ein allsherjar óvissuferð, enginn getur sagt fyrir um hvað hún mun kosta. Nú þegar er búið að eyða gríðarlegum upphæðum í undirbúning sem vel hefði mátt nýta í að reka strætó gjaldfrjálsan. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mun fara ef Miðflokkurinn verður ekki sterkur í borgarstjórn, aðrir stjórnmálaflokkar hafa ítrekað lýst yfir vilja til að færa flugvöllinn, þó að engin valkostur sé til staðar eftir að Hvassahraun var úr sögunni. Allir vita að flugvöllurinn verður að vera nálægt Landspítala, þar sem sjúkraflugið fer þar um. Nú hefur ríkisstjórnin hafið uppbyggingu á Landspítala við Hringbraut og því ekkert mikilvægara en að sjúkraflugið sé í nálægð við spítalann. Ómar Már Jónsson hefur sýnt það í sinni tíð sem sveitarstjóri að hann stendur við gefin loforð. Í sinni tíð sem sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi kom hann því á árið 2005 að hreppurinn væri fyrsta sveitarfélagið á Íslandi sem bauð upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir alla. Þess vegna munar um Miðflokkinn í borgarstjórn. Ég treysti Ómari Má Jónssyni, oddvita Miðflokksins, til að stöðva borgarlínubrjálæðið og verja flugvöllinn. Tryggjum Ómar Má í borgarstjórn, hann mun standa við gefin loforð. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar