Nær öll fjárfesting fólks hafi þurrkast út á örskotsstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2022 20:06 Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku Digital Assets og sérfræðingur í rafmyntum. Vísir/Bjarni Sérfræðingur í rafmyntum segir ljóst að Íslendingar hafi tapað milljónum í stærsta hruni minni rafmynta í manna minnum nú í vikunni. Fólk sem lagt hafi fé í aðrar rafmyntir en þær stærstu, Bitcoin og Ethereum, hafi tapað nær öllu. Hrunið hefur verið rakið til þess að virði svokallaðs Terra Luna-myntkerfis nær þurrkaðist út á einum sólarhring í vikunni - sem kom af stað keðjuverkun og fældi fjárfesta. Stærstu rafmyntirnar, Bitcoin og Ethereum, fengu að kenna á því en virði þeirrar fyrrnefndu hefur til að mynda hrunið um 50 prósent frá því það stóð sem hæst í vetur. Sérfræðingur í rafmyntum segir það alvarlegasta þó miklar lækkanir á virði annarra og minni rafmyntaverkefna, eins og Avax og Solana. „Það er það stærsta sem við höfum séð hingað til á svona stuttum tíma og langstærsti viðburður sem við höfum séð í því,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku digital assets og sérfræðingur í rafmyntum. „En það voru sautján milljarðar Bandaríkjadala sem soguðust þarna niður og ýttu svolítið boltanum af stað og svo fengum við á mánudaginn mestu lækkun síðustu áratugi á hlutabréfamörkuðum sem var alls ekki að hjálpa þessu heldur.“ Rosaleg staða Í nýrri könnun Seðlabankans á eignarhaldi Íslendinga á „sýndarfé“, eins og bankinn kallar rafmyntir, sögðust 8,7 prósent svarenda hafa fjárfest í slíku. Það kom bankanum á óvart hversu margir þeirra höfðu fjárfest í öðrum tegundum sýndarfjár en Bitcoin eða Ethereum; eða 57 prósent. „Þá gæti ég haldið að 30-40 prósent af fólki í rafmyntum sem er að kaupa eitthvað annað en Bitcoin og Ethereum sé nánast búið að tapa 90 prósent af því sem það setti í þetta. Þetta er búið að vera rosalegt,“ segir Kristján. Samtals hlaupi tapið auðveldlega á milljónum króna, að mati Kristjáns. Tveir hafi leitað til hans um aðstoð í hruni vikunnar en hann reiknar með að mun fleiri hafi farið illa úti. Hann segir þetta áminningu um að fara varlega í fjárfestingum í heimi rafmynta, einkum þegar kemur að verkefnum sem ekki hafa fest sig í sessi. Kristján telur þrátt fyrir þróun síðustu daga ekki tilefni til að hafa áhyggjur af framhaldinu. „En þetta er alvarlegt mál. Og heimurinn verður þyngri áður en hann verður betri í fjárfestingum almennt.“ Rafmyntir Tengdar fréttir El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Hrunið hefur verið rakið til þess að virði svokallaðs Terra Luna-myntkerfis nær þurrkaðist út á einum sólarhring í vikunni - sem kom af stað keðjuverkun og fældi fjárfesta. Stærstu rafmyntirnar, Bitcoin og Ethereum, fengu að kenna á því en virði þeirrar fyrrnefndu hefur til að mynda hrunið um 50 prósent frá því það stóð sem hæst í vetur. Sérfræðingur í rafmyntum segir það alvarlegasta þó miklar lækkanir á virði annarra og minni rafmyntaverkefna, eins og Avax og Solana. „Það er það stærsta sem við höfum séð hingað til á svona stuttum tíma og langstærsti viðburður sem við höfum séð í því,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson, eigandi Visku digital assets og sérfræðingur í rafmyntum. „En það voru sautján milljarðar Bandaríkjadala sem soguðust þarna niður og ýttu svolítið boltanum af stað og svo fengum við á mánudaginn mestu lækkun síðustu áratugi á hlutabréfamörkuðum sem var alls ekki að hjálpa þessu heldur.“ Rosaleg staða Í nýrri könnun Seðlabankans á eignarhaldi Íslendinga á „sýndarfé“, eins og bankinn kallar rafmyntir, sögðust 8,7 prósent svarenda hafa fjárfest í slíku. Það kom bankanum á óvart hversu margir þeirra höfðu fjárfest í öðrum tegundum sýndarfjár en Bitcoin eða Ethereum; eða 57 prósent. „Þá gæti ég haldið að 30-40 prósent af fólki í rafmyntum sem er að kaupa eitthvað annað en Bitcoin og Ethereum sé nánast búið að tapa 90 prósent af því sem það setti í þetta. Þetta er búið að vera rosalegt,“ segir Kristján. Samtals hlaupi tapið auðveldlega á milljónum króna, að mati Kristjáns. Tveir hafi leitað til hans um aðstoð í hruni vikunnar en hann reiknar með að mun fleiri hafi farið illa úti. Hann segir þetta áminningu um að fara varlega í fjárfestingum í heimi rafmynta, einkum þegar kemur að verkefnum sem ekki hafa fest sig í sessi. Kristján telur þrátt fyrir þróun síðustu daga ekki tilefni til að hafa áhyggjur af framhaldinu. „En þetta er alvarlegt mál. Og heimurinn verður þyngri áður en hann verður betri í fjárfestingum almennt.“
Rafmyntir Tengdar fréttir El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
El Salvador á barmi greiðslufalls vegna Bitcoin-hruns Efasemdir eru um að ríkissjóður El Salvador geti staðið við skuldbindingar sínar vegna verðfalls á rafmyntinni bitcoin. Ríkisstjórn landsins gerði rafmyntina að lögmætum gjaldmiðli í fyrra. 12. maí 2022 10:43