Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar verður að linna Kjartan Magnússon skrifar 13. maí 2022 20:30 Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Skuldir Reykjavíkurborgar námu 407 þúsund milljónum króna um áramót og hafa þær vaxið linnulítið í aldarfjórðung. Borgarstjórn hefur því skuldsett hvern íbúa sinn um rúmar þrjár milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um rúmar 12 milljónir. Fjárhagsstaða borgarinnar fer ört versnandi og samkvæmt fjárhagsáætlun hennar verður haldið áfram að safna skuldum næstu árin eða samfellt til 2025. Borg í skammarkróki skuldanna Skuldahlutfall (skuldir á móti tekjum) er langhæst hjá Reykjavíkurborg, samanborið við nágrannasveitarfélögin og fer hratt versnandi eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hafnarfjarðarbær, sem var í afar slæmri skuldastöðu árið 2014, hefur stórbætt stöðu sína. Nú er Reykjavíkurborg komin í skammarkrók skuldanna enda stendur hún verst að vígi hvað þetta varðar. Skuldir í dag eru skattur á morgun Skuldahlutfall Reykjavíkurborgar fór úr 104% í 201% á nokkrum árum. Ótrúlegt er að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á slíkri skuldasetningu, skuli halda því fram að reksturinn sé í góðu lagi. Þar að auki kemur borgarstjórinn stöðugt með hugmyndir að nýjum og útgjaldafrekum gæluverkefnum, sem greitt verður fyrir með frekari lántökum og/eða skattahækkunum. Brýnasta verkefnið Brýnasta verkefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar. Gæluverkefni og vanhugsaðar skýjaborgir verða að víkja fyrir raunveruleika, sem ekki verður umflúinn, og versnar óhjákvæmilega, verði honum enn einu sinni slegið á frest. Ef fjármálin eru ekki í lagi eru engin önnur máli. Það vita allir, sem hafa rekið heimili eða fyrirtæki og hið sama gildir auðvitað um sveitarfélag. Svokölluð borgarlína er það mál sem vinstri flokkarnir í Reykjavík hafa lagt hvað mesta áherslu á í kosningabaráttunni þótt kostnaðurinn sé óþekktur og áætlanir einkennist af barnalegri bjartsýni. Eitt er þó víst: allur kostnaður vegna nýrra útgjaldaverkefna munu lenda af fullum þunga á reykvískum fjölskyldum. Börnin borga Borgarstjóri virðist þannig halda að hægt sé að safna skuldum endalaust og velta vandanum yfir á komandi kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Slík fjármálastefna er auðvitað ábyrgðarlaus en á tímum ört hækkandi vaxta á alþjóðlegum lánamörkuðum er hún beinlínis hættuleg. Borgarstjórn getur ekki lengur vikið sér undan því að takast á við fjárhagsvandann í stað þess að afneita honum eins og núverandi borgarstjóri gerir. Til þess þarf að koma vinstri meirihlutanum frá völdum í kosningunum 14. maí. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa mikla þekkingu á fjármálum borgarinnar og eru reiðubúnir að takast á við vandann af fullri einurð. Þeim er því best treystandi til þess að stórbæta rekstur borgarinnar með sparnaði, hagræðingu og aukinni stærðarhagkvæmni. Mikilvægt er því að kjósendur, sem vilja bæta fjárhag Reykjavíkurborgar og stöðva hina hættulegu skuldasöfnun, merki X við D. Höfundur skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Kjartan Magnússon Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Skuldir Reykjavíkurborgar námu 407 þúsund milljónum króna um áramót og hafa þær vaxið linnulítið í aldarfjórðung. Borgarstjórn hefur því skuldsett hvern íbúa sinn um rúmar þrjár milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um rúmar 12 milljónir. Fjárhagsstaða borgarinnar fer ört versnandi og samkvæmt fjárhagsáætlun hennar verður haldið áfram að safna skuldum næstu árin eða samfellt til 2025. Borg í skammarkróki skuldanna Skuldahlutfall (skuldir á móti tekjum) er langhæst hjá Reykjavíkurborg, samanborið við nágrannasveitarfélögin og fer hratt versnandi eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hafnarfjarðarbær, sem var í afar slæmri skuldastöðu árið 2014, hefur stórbætt stöðu sína. Nú er Reykjavíkurborg komin í skammarkrók skuldanna enda stendur hún verst að vígi hvað þetta varðar. Skuldir í dag eru skattur á morgun Skuldahlutfall Reykjavíkurborgar fór úr 104% í 201% á nokkrum árum. Ótrúlegt er að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á slíkri skuldasetningu, skuli halda því fram að reksturinn sé í góðu lagi. Þar að auki kemur borgarstjórinn stöðugt með hugmyndir að nýjum og útgjaldafrekum gæluverkefnum, sem greitt verður fyrir með frekari lántökum og/eða skattahækkunum. Brýnasta verkefnið Brýnasta verkefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar. Gæluverkefni og vanhugsaðar skýjaborgir verða að víkja fyrir raunveruleika, sem ekki verður umflúinn, og versnar óhjákvæmilega, verði honum enn einu sinni slegið á frest. Ef fjármálin eru ekki í lagi eru engin önnur máli. Það vita allir, sem hafa rekið heimili eða fyrirtæki og hið sama gildir auðvitað um sveitarfélag. Svokölluð borgarlína er það mál sem vinstri flokkarnir í Reykjavík hafa lagt hvað mesta áherslu á í kosningabaráttunni þótt kostnaðurinn sé óþekktur og áætlanir einkennist af barnalegri bjartsýni. Eitt er þó víst: allur kostnaður vegna nýrra útgjaldaverkefna munu lenda af fullum þunga á reykvískum fjölskyldum. Börnin borga Borgarstjóri virðist þannig halda að hægt sé að safna skuldum endalaust og velta vandanum yfir á komandi kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Slík fjármálastefna er auðvitað ábyrgðarlaus en á tímum ört hækkandi vaxta á alþjóðlegum lánamörkuðum er hún beinlínis hættuleg. Borgarstjórn getur ekki lengur vikið sér undan því að takast á við fjárhagsvandann í stað þess að afneita honum eins og núverandi borgarstjóri gerir. Til þess þarf að koma vinstri meirihlutanum frá völdum í kosningunum 14. maí. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa mikla þekkingu á fjármálum borgarinnar og eru reiðubúnir að takast á við vandann af fullri einurð. Þeim er því best treystandi til þess að stórbæta rekstur borgarinnar með sparnaði, hagræðingu og aukinni stærðarhagkvæmni. Mikilvægt er því að kjósendur, sem vilja bæta fjárhag Reykjavíkurborgar og stöðva hina hættulegu skuldasöfnun, merki X við D. Höfundur skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2022.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar