Mist Edvardsdóttir: Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko Sverrir Mar Smárason skrifar 13. maí 2022 22:08 Mist Edvardsdóttir skoraði annað af tveimur mörkum Vals í dag, í annað skiptið í sumar. Mist Edvardsdóttir skoraði annað mark Vals í 0-2 sigri á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Hún og félagi hennar í vörninni, Arna Sif, skoruðu mörkin og spiluðu frábærlega í vörninni í dag. Þetta var í annað sinn sem Valskonur vinna 2-0 og þær tvær skora mörkin en Mist segir það þó ekki vera leikplanið að þær skori öll mörk. „Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum. Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að þetta sé leikplanið en það er ágætt að við getum skilað einhverjum mörkum ef það gengur eitthvað illa að pota honum inn í opnum leik. Þetta er náttúrulega stór partur af leiknum þessi föstu leikatriði. Við erum ekkert að fara þarna fram uppá hreyfinguna sko. Við leggjum alveg upp með þessu og við æfum þetta, hvernig við hlaupum inn í teiginn og hvernig við ætlum að koma boltanum inn í teiginn,“ sagði Mist um mörkin og föstu leikatriðin. Vörn Vals var gríðarlega sterk í dag og gaf fá sem engin færi á sig. Mist segir undirbúning þjálfaranna hafa verið góðan fyrir leikinn í kvöld. „Ég held að þjálfararnir hafi lagt þennan leik vel upp. Þetta er oft svona taktískt á móti Stjörnunni og Kristjáni. Ég held að við höfum gert vel í okkar uppleggi hvernig við mættum þeim og leyfðum þeim að koma. Við hefðum alveg getað gert betur með boltann þegar við höfðum hann. Það er eitt sem við mættum bæta en heilt yfir bara ánægð með 2-0 sigur,“ sagði Mist. Mist hefur sjálf skorað tvö mörk í sumar líkt og fyrr segir og er ásamt Örnu Sif og Elínu Mettu markahæsti leikmaður liðsins. Hún segist þó ekki vera með neitt markmið hvað varðar markaskorun. „Æji það er ekkert markmið. Ég held að það væri skrýtið ef ég sem miðvörður væri að setja mér einhver marka markmið. Vonandi bara að halda hreinu sem oftast, ég ætla að segja að það sé markmiðið fyrir mig,“ sagði Mist og glotti. Valur hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en liðið tapaði í 2. umferð gegn Þór/KA fyrir norðan. Mist var hógvær í svari sínu um hvort það verði eini tapleikur tímabilsins þegar viðtalsmaður spurði. „Ég held að það væri mjög skrýtið að segja núna að við ætluðum taplausar í gegnum restina af mótinu. Það væri ansi hrokafullt og óraunhæft. Við förum ekkert inn í leiki til þess að tapa þeim en ég ætla að vera ógeðslega leiðinleg og klisjukennd og segja bara næsti leikur,“ sagði Mist að lokum.
Valur Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-Valur 0-2 | Valssigur í Garðabænum Valur vann góðan 0-2 útisigur er liðið sótti Stjörnuna heim í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. 13. maí 2022 21:07